Þessi þráður er mjög persónulegur þar sem að ég er sjálfur öryrki. Ég veit að það er kanski furðulegt að spyrja þessarar spurningu þegar maður er sjálfur öryrki og fær þar að leiðandi bætur, en ég veit að þrátt fyrir mína örorku að þá er ég ekki sá einni sem að á það erfitt í samfélaginu og það eru sumir hlutir við kerfið sem að mér finnst vera soldið furðulegir, þar á meðal þær örykjabætur+tekjur sem að ég er að fá samanborið við fólk sem að er að vinna fulla vinnu á lágmarkslaunum. Ég ætla ekki að útskýra það nákvæmalega af hverju ég er á bótum og hvernig bætur ég er að fá þar sem að það er flókið mál að útskýra það. Hinsvegar ætla ég að bera saman mínar tekjur sem öryrki saman við tekjur láglaunaeinstaklings í fullri vinnu.
Ég fæ 180 þús í bætur á mánuði. Þá vinn ég líka (sagðist aldrei vera 100% öryrki) 3 tíma á dag í láglaunastarfi 5 daga vikunar (ekki helgar, nema kanski bara stundum) og fæ oftast svona sirka 40 þús á mánuði eftir skatt fyrir þá vinnu. Þá held ég (er reyndar ekki 100% viss) að ég hafi leyfi til þess að græða svona sirka 120 þús á mánuði fyrir skatt áður en bætunar fara að skerðast. Þannig að mínar típísku mánaðarlegu tekjur eru svona sirka 220 þús á mánuði. Reyndar fæ ég líka húsaleigubætur upp á 20 þús, en maður þarf ekki að vera öryrki til að fá þær. Semsagt heildartekjur 240 þús með húsaleigubótum.
En á sama tíma, að þá held ég að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fyrir skatt séu sirka 160 þús kall. Fyrsta skattþrep er 37% og síðan er persónuafsláttur upp á 50 þús. Þannig að lægstu hugsanlegu tekjur fyrir fulla vinnu er sirka 151 þús.
Semsagt:
Það sem að ég fæ fyrir 3 tíma vinnu 5 daga vikunar+bætur: 240 þús
Lægstu laun fyrir fulla vinnu: 151 þús
Þannig að ég er með 61% hærri tekjur heldur en einstaklingur á láglaunum sem að vinnur eins og brjálæðingur allan mánuðinn...
Þrátt fyrir að vera sjálfur notandi af velferðarkerfinu (sem að ég er augljóslega mjög þakklátur fyrir) að þá get ég ekki sagt að mér finnist þetta vera eitthvað voðalega eðlilegt. Það er alltaf verið að tala um það hversu mikið það sé verið að níðast á öryrkjum (og reyndar að þá eru reyndar sumar reglur sem að eru alveg fáránlegar) en ég gat ekki sagt að ég sé eitthvað að kvarta í augnarblikinu
Eru öryrkjabætur of háar samanborið við lágmarkslaun? Og ef þér finnst það hvort finnst þér að ætti frekar að hækka lágmarkslaun eða lækka öryrkjabætur?