Síða 1 af 2

HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 18:48
af appel
Mér finnst þetta vera alveg fáránlegt.... við erum að spila einn leik upp á hvort við komumst inn á HM!! WORLD CUP!! Þetta er frekar súrealískt. Pæliði ef við komumst áfram... mar mar mar verður bara orðlaus :fly

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 18:49
af worghal
gæti ekki verið meira sama.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:04
af GuðjónR
Ekki séns að þeir komist áfram.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:05
af appel
GuðjónR skrifaði:Ekki séns að þeir komist áfram.

Þeir tapa þessu pottþétt held ég, 2-0 álíka.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:14
af AntiTrust
worghal skrifaði:gæti ekki verið meira sama.


Ég ætla að taka þátt í fýlupúkastælum og vera hjartanlega sammála þér. Gjörsamlega að missa vitið uppí vinnu af þessu fótboltatali.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:16
af appel
Þori samt að veðja að allir verða brjálað glaðir ef Ísland kemst á HM!

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:19
af worghal
appel skrifaði:Þori samt að veðja að allir verða brjálað glaðir ef Ísland kemst á HM!

allir nema ég og AntiTrust :happy

edit: og ef slík undur gerast og ísland hendir upp í eina skrúðgönguna fyrir liðið þá segi ég upp áskriftinni að þessari þjóð :klessa

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:24
af GuðjónR
Það er eiginlega best fyrir þjóðina að þeir tapi þessu.
Annars fara allir á límingunum.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:24
af HalistaX
AntiTrust skrifaði:
worghal skrifaði:gæti ekki verið meira sama.


Ég ætla að taka þátt í fýlupúkastælum og vera hjartanlega sammála þér. Gjörsamlega að missa vitið uppí vinnu af þessu fótboltatali.

Tek undir þetta. Skil ekki þessa fótboltafróun.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:35
af KermitTheFrog
Og hvað með það þó við komumst á HM? Miðað við hvernig þessir leikir hafa verið þá finnst mér ólíklegt að við vinnum næsta leik ef við náum að krafla okkur í gegnum þennan. Maður veit þó aldrei...

En það er að sjálfsögðu gaman að fylgjast með þessu. Greinilega ekki allir sem deila sama spenningi um þetta mál samt.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 19:45
af Frost
Hverjum er ekki sama þótt við komumst í HM? Ef við vinnum HM eða lendum í Topp 10 sætunum þá skal ég verða glaður.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:05
af vargurinn
Frost skrifaði:Hverjum er ekki sama þótt við komumst í HM? Ef við vinnum HM eða lendum í Topp 10 sætunum þá skal ég verða glaður.


Þá erum við bara minnsta þjóðin til að hafa komist inná HM. Finnst það persónulega mikill árangur

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:11
af Orri
Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:13
af oskar9
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


þá eru þeir actually komnir á stórmót að keppa um verðlaun ;)

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:22
af Halli13
oskar9 skrifaði:
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


þá eru þeir actually komnir á stórmót að keppa um verðlaun ;)


Stórmót þar sem aðeins 10 þjóðir iðka handbolta af eitthverju kappi, meðan mörg hundruð þjóðir iðka fótboltann, og er hann lang vinsælasta íþrótt í heimi?

Finnst þér ekki líka mjög merkilegt þegar íslendingar eru að keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins?

Er ekkert að gera lítið úr árangri okkar í handbolta en bara að benda á að hversu fáránleg viðlíking þetta er.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:32
af Viktor
Halli13 skrifaði:
oskar9 skrifaði:
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


þá eru þeir actually komnir á stórmót að keppa um verðlaun ;)


meðan mörg hundruð þjóðir iðka fótboltann.


Það eru ekki til mörg hundruð þjóðir. Þær eru í kringum 200.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:33
af GuðjónR
Hrikalegur styrkleikamunur á þessum liðum, ef Króatar eru 100 þá erum við mesta lagi 20.
Óþæginlegt að horfa á þetta.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:39
af worghal
jæja, álpaðist í að kíkja á stöðu leiksins.
2-0 fyrir króatíu.
nákvæmlega það sem ég var búinn að segja fólki í vinnunni hjá mér að þetta færi.
í besta lagi færi það 2-1, en samt sem áður tap.

Edit: ástæðan fyrir því að mér gæti ekki verið meira sama er að þetta er alltaf sama sagan með íslensku liðin í nánast öllum íþróttum.
fyrri hálfleikur gengur yfirleitt vel og er okkur örlítið í hag og þá missa leikmenn sig allveg og halda að þeir séu búnir að vinna og klúðra ÖLLU í seinni hálfleik.
það er þetta "við erum best og stærst í heimi!" mentality sem mér finnst eiðileggja þessar íþróttir fyrir íslendingum.

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:48
af Halli13
Sallarólegur skrifaði:
Halli13 skrifaði:
oskar9 skrifaði:
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


þá eru þeir actually komnir á stórmót að keppa um verðlaun ;)


meðan mörg hundruð þjóðir iðka fótboltann.


Það eru ekki til mörg hundruð þjóðir. Þær eru í kringum 200.


Eru yfir tvö hundruð þjóðir á Fifa listanum, hefði kannsku betur sagt nokkur hundruð, en engu að síður margfalt fleiri en þær sem eru með handboltalið

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:49
af AntiTrust
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


Handbolti, fótbolti, boccia.. Hver er munurinn :)

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 20:53
af worghal
AntiTrust skrifaði:
Orri skrifaði:Gaman að svona jákvæðum umræðum!

Eruði líka svona þegar landsliðið í handbolta spilar mikilvæga leiki?


Handbolti, fótbolti, boccia.. Hver er munurinn :)

ef við ættum hinsvegar lið í Kurling, þá væri sagan önnur, ég væri mættur fyrstur á svæðið með málað andlit, aðeins fyrir kaldhæðnina. :happy
(og kurling er frekar fyndið sport) :fly

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 21:22
af Vignirorn13
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ekki séns að þeir komist áfram.

Þeir tapa þessu pottþétt held ég, 2-0 álíka.

Hann fór akkurt 2-0 tap... :thumbsd

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 21:28
af appel
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ekki séns að þeir komist áfram.

Þeir tapa þessu pottþétt held ég, 2-0 álíka.


You can see da future boy!

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 21:42
af GuðjónR
appel skrifaði:
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ekki séns að þeir komist áfram.

Þeir tapa þessu pottþétt held ég, 2-0 álíka.


You can see da future boy!


You scare me!

Re: HM í fótbolta

Sent: Þri 19. Nóv 2013 23:15
af beatmaster
Fótbolti er ömurlegasta íþrótt sögunar að mínu mati og þessi HM sturlun hérna er að verða verulega þreytt :thumbsd