Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf C2H5OH » Lau 09. Nóv 2013 11:53

Góðan daginn

Langaði að spyrja ykkur, er þessi samningur kominn í gegn?
Veit að samningurinn var undirritaður 15. apríl en það var eitthvað talað um að hann þyrfti að fara fyrst í gengum alþingi.
eru þá ekki t.d. tölvuvarningur sem er kemur beint frá kína tollfrjáls?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf GuðjónR » Lau 09. Nóv 2013 12:21

Er ekki tölvuvarningur alltaf tollfrjáls? Hvaðan sem hann kemur?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf rapport » Lau 09. Nóv 2013 13:40

Það er margst sem þarf að útkljá enn...

No.1 er að gera samning, það geta flestir.

No.2 er að fá Kína til að hætta senda dótið okkar til Írlands, við hljótum að vera greiða Írland út úr bankakreppunni þeirra með þessu áframhaldi.



Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf C2H5OH » Lau 09. Nóv 2013 13:47

GuðjónR skrifaði:Er ekki tölvuvarningur alltaf tollfrjáls? Hvaðan sem hann kemur?


já nú kem ég af fjöllum, ef svo er skuldar tollurinn mér helling af pening :-k
getur það verið að það sé bara upp að ákveðinni upphæð?

en svo var ég líka að spá í með annan varning, eins og klæðnað, heimilistæki o.s.fr.
en sýnist mér að ekki sé búið að staðfesta samninginn..



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 09. Nóv 2013 13:49

Þú þarft auðvitað alltaf að borga virðisaukaskattinn 24,5% held ég. En það er enginn auka tollur á tölvuvörum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf Klemmi » Lau 09. Nóv 2013 13:55

Ég held að þetta sé einmitt niðurfelling á tollum, hefur engin áhrif á almennar tölvuvörur þar sem þær bera ekki tolla.

Annars lenti ég á spjalli við mann sem er yfir einu hjólbarðaverkstæði N1 og honum leyst illa á þetta þar sem að þetta yrði til þess að það verður hægt að bjóða Kínadekk á enn lægra verði heldur en þau eru í dag, með tilheyrandi fjölgun á lélegum dekkjum á vegum landsins.



Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf C2H5OH » Lau 09. Nóv 2013 14:02

I-JohnMatrix-I skrifaði:Þú þarft auðvitað alltaf að borga virðisaukaskattinn 24,5% held ég. En það er enginn auka tollur á tölvuvörum.

Rétt skoðaði kvittanir, bara vaskur :)

Klemmi skrifaði:Ég held að þetta sé einmitt niðurfelling á tollum, hefur engin áhrif á almennar tölvuvörur þar sem þær bera ekki tolla.

Annars lenti ég á spjalli við mann sem er yfir einu hjólbarðaverkstæði N1 og honum leyst illa á þetta þar sem að þetta yrði til þess að það verður hægt að bjóða Kínadekk á enn lægra verði heldur en þau eru í dag, með tilheyrandi fjölgun á lélegum dekkjum á vegum landsins.

Sem er mjög slæm þróun svona kínadekk eru engan veginn gerð til að höndla þessi veðurskilirði hérna heima.

En svo spurning hvort þetta skili sér til neitandans yfir höfuð... verslunarmenn hérna heima eiga örugglega bara eftir að hirða mismuninn




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf Klemmi » Lau 09. Nóv 2013 14:12

C2H5OH skrifaði:Sem er mjög slæm þróun svona kínadekk eru engan veginn gerð til að höndla þessi veðurskilirði hérna heima.

En svo spurning hvort þetta skili sér til neitandans yfir höfuð... verslunarmenn hérna heima eiga örugglega bara eftir að hirða mismuninn


Erfitt að segja hvort þetta skili sér til neytandans, en þetta gerir það allavega að verkum að dekkjasalar hafa möguleikann á því að bjóða þau á talsvert lægra verði heldur en "alvöru" dekk.

Eins og þessi maður nefndi að þá geta svona Kínadekk litið voðalega vel út þegar þú skoðar þau, gúmmíið virkar fínt og mynstrið flott, en svo bregðast þau mjög misjafnlega við frosti, geta þá orðið mjög hörð og þar með minnkað gripið til muna.



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Pósturaf Skaz » Lau 09. Nóv 2013 18:43

Varðandi dekkjaumræðuna þá má nú alveg nefna það að ansi mörg dekk seld hérlendis eru nú þegar framleidd í Kína, þannig að það er ekkert algilt að það séu léleg dekk. Mikið af þeim eru evrópsk merki sem að marki halda að séu framleidd í Evrópu. Vissulega eru þarna slæm dekk inn á milli.

En um samninginn þá á eftir að staðfesta hann á Alþingi og á Kínverska þinginu. Það er eitthvað sem að liggur fyrir á Alþingi held ég og er að fara að komast á dagskrá. Eftir að bæði ríkin hafa staðfest samninginn tekur hann gildi eftir 60 daga.

En áhrif þessa samnings á tölvuvörur eru líklegast hverfandi. VSK er ekkert á förum þannig að 25,5% bætast alltaf við vöru + sendingarkostnað.

Það er líklegra að fyrirtæki með þjónustusamninga og hráefnaflutninga hagnist mest á þessum samning. Hver veit kannski fara íslenskir aðilar sleppt milliliðunum í Evrópu með vörur en ég efast um það sé þess virði.