Flugvöllurinn

Allt utan efnis

Höfundur
Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Flugvöllurinn

Pósturaf Skippó » Fös 26. Apr 2013 14:21

Sælt gott fólk,

Núna er að koma upp sú umræða á fésbókinni að Flugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni og upp eftir til Keflavíkur.

Hver er ykkar skoðun á þessu máli?


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Apr 2013 14:27

Er það ekki bara hið besta mál?



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf FriðrikH » Fös 26. Apr 2013 14:32

Hólmsheiði, Keflavík... Hvort sem er þá væri ég ánægður með að losna við hann úr Vatnsmýrinni.



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Bassi6 » Fös 26. Apr 2013 14:35

Hafa hann áfram í Vatnsmýrinni!


Gates Free


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf capteinninn » Fös 26. Apr 2013 14:41

Getur einhver komið með TL:DR útgáfu af rökum með flugvelli í Vatnsmýrinni og á móti því.

Mér heyrist að þetta sé basically sumir vilja færa hann til að byggja á landinu sem hann er að taka upp í miðborginni, aðrir vilja hafa hann því að landsbyggðin getur flogið þá nánast beint á sjúkrahús.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Xovius » Fös 26. Apr 2013 15:04

Keflavík er bara svo helvíti langt frá.




Höfundur
Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Skippó » Fös 26. Apr 2013 15:13

Ég er ekkert á móti því að færa hann EN! Ef það á að færa hann þá finnst mér að Landspítalinn eigi að fara með honum upp á Keflavík. Annars finnst mér bara að Reykjarvíkur borg getur bara fundið sér eitthvað annað til byggja á.


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Plushy » Fös 26. Apr 2013 15:14

Fínt eins og þetta er.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf dori » Fös 26. Apr 2013 16:11

Mér finnst að það eigi annað hvort að hafa hann þar sem hann er eða færa innanlandsflugið til Keflavíkur. Allavega ekki byggja nýjan flugvöll einhversstaðar rétt fyrir utan bæinn með öllum þeim kostnaði sem slíku ævintýri fylgir.

Helst vil ég seinni kostinn - engin ástæða fyrir því að hafa flugvöll inní miðbæ (hvar finnst slíkt annarsstaðar?).

Ég sé ekki hvernig rökin með sjúkraflug halda vatni. Ef það er eitthvað neyðarástand þá er hægt að fljúga með flugvél til Keflavíkur og færa sjúklinginn svo yfir í þyrlu og fara til Reykjavíkur. Annars finnst mér líka vitleysa að byggja alla sjúkrahúsastarfsemi landsins inní miðbæinn á höfuðborginni. Það væri miklu sniðugra, ef það á á annað borð að byggja nýtt sjúkrahús, að hafa þetta í einhverjum öðrum kjarna til að létta álag á umferðinni í 101 á morgnanna.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf DabbiGj » Fös 26. Apr 2013 16:17

Flott einsog er, ég bý í örskammri fjarlægð frá flugvellinum og finnst það vera frásinna að það eigi að byggja nýja flugstöð uppá hólmsheiði fyrir milljarða þegar að þessi flugvölur er ágætur og staðsetningin gerir hann mikilvægan varðandi sjúkraflug o.s.f. þau rök um að það þurfi að rýma fyrir nýrri byggð meðan að það standa tugir ef ekki hundruðir gatna auðar í Úlfarsárdal og Hafnarfirði.

Þessi flugvöllur angrar mig ekki og það myndi ganga frekar hart að innanlandsflugi ef að hann yrði færður t.d. til Keflavíkur eða ráðist væri í eitthvað jafn kjánalegt og að fara að byggja flugstöð fyrir milljarða á Hólmsheiði, þeir sem ég þekki í flugrekstri og flugmenn hrista bara hausinn yfir þeim hugmyndum.

Annars skiptir þetta svosem litlu máli hvað ég skrifa hér en ég bendi þeim sme hafa áhuga á að halda flugvellinum áfram í Vatnsmýrinni á facebooksíðu um þessi málefni https://www.facebook.com/flugvollinnafram?fref=ts

Ef að flugvöllurinn verður rifinn af borgaryfirvöldum að þá verður það ekki gert í þeim tilgangi að bæta lífa borgarbúa eða með almannahagsmuni í fyrirrúmi heldur til að geta náð í rándýrt byggingarland og reist blokkir til að þétta byggð.

Nýr flugvöllur kostar 17-20 milljarða og ég get séð margt annað sniðugara sem að almannafé má verja í heilbrigðiskerfið heldur en fegurðarkeppni milli fjölbýlishúsa og
flugskýla.

Sumir nefna að fljúga ætti með sjúklinga til Keflavíkur og þaðan með þyrlur en það er mjög háð veðurskilyrðum hvort að þyrlan geti á annað borð farið í loftið eða lent, t.d. er aldrei möguleiki á lenda við sjúkrahús þegar að aðstæður til blindflugs myndast og þær krefjast flugbrautar.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Haxdal » Fös 26. Apr 2013 16:21

Plushy skrifaði:Fínt eins og þetta er.

x2

Sem einstaklingur sem eyddi vetrinum bíllaus og þurfti að fara útá flugvöll 2x með stuttum fyrirvara útaf óveðursseinkunum þá hefði ég síður viljað borga leigubíl til Keflavíkur eða uppá einhverja heiði.. nógu andskoti dýrt að hafa þurft að borga fyrir leigubíl útí Vatnsmýrina.

Og ef völlurinn fer á þessa Heiði þá má búast við óveðursseinkunum Reykjavíkurmegin en ekki bara landsbyggðarmegin svo já nei, bara hafa þetta einsog þetta er.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1687
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Stutturdreki » Fös 26. Apr 2013 16:24

dori skrifaði:.. engin ástæða fyrir því að hafa flugvöll inní miðbæ (hvar finnst slíkt annarsstaðar?).


(Sorry.. man ekki lengur hvernig maður býr til url..)

Los Angeles : http://www.mapquest.com/maps?name=Los+A ... irect=true

Washington DC : http://www.mapquest.com/maps?name=Ronal ... irect=true

Boston : http://www.mapquest.com/maps?name=Logan ... irect=true

NYC : http://www.mapquest.com/maps?name=John+ ... irect=true

I.e. það er bara frekar algengt að flugvellir séu innann borgarmarka.

dori skrifaði:Ég sé ekki hvernig rökin með sjúkraflug halda vatni. Ef það er eitthvað neyðarástand þá er hægt að fljúga með flugvél til Keflavíkur og færa sjúklinginn svo yfir í þyrlu og fara til Reykjavíkur. Annars finnst mér líka vitleysa að byggja alla sjúkrahúsastarfsemi landsins inní miðbæinn á höfuðborginni. Það væri miklu sniðugra, ef það á á annað borð að byggja nýtt sjúkrahús, að hafa þetta í einhverjum öðrum kjarna til að létta álag á umferðinni í 101 á morgnanna.


Einhverstaðar las ég að þyrlur gætu ekki lent við spítalana í Reykjavík nema af því að það er flugturn í Reykjavík.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2380
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 150
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf littli-Jake » Fös 26. Apr 2013 16:35

dori skrifaði:
Ég sé ekki hvernig rökin með sjúkraflug halda vatni. Ef það er eitthvað neyðarástand þá er hægt að fljúga með flugvél til Keflavíkur og færa sjúklinginn svo yfir í þyrlu og fara til Reykjavíkur.


:face
Að fara úr flugvél, yfir í þirlu, þirluflug til rvk. Þetta tekur allt tíma. Plús að það væri alltaf lengra að fljúa til keflavíkur en rvk svo það er líka aukning á tíma sem tæki að flitja sjúkling. Þegar er verið af flitja sjúkling svona er ástandið alvarlegt. Þá geta 10 min skipt bínsa miklu máli.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf dori » Fös 26. Apr 2013 16:44

Stutturdreki skrifaði:
dori skrifaði:.. engin ástæða fyrir því að hafa flugvöll inní miðbæ (hvar finnst slíkt annarsstaðar?).


I.e. það er bara frekar algengt að flugvellir séu innann borgarmarka.
Taktu eftir því að ég segi inní miðbæ ekki innan borgarmarka.

Stutturdreki skrifaði:Los Angeles : http://www.mapquest.com/maps?name=Los+A ... irect=true
4 klst og 30 mínútna labb
Stutturdreki skrifaði:Washington DC : http://www.mapquest.com/maps?name=Ronal ... irect=true
1 klst og 30 mínútna labb
(Þú þyrftir að labba slatta langan hring úr miðbænum yfir á flugvöllinn þarna...) 25 mínútur með almenningssamgöngum
(Google vill ekki einu sinni að maður labbi þetta...) klukkutími með almenningssamgöngum

Og nú Reykjavík hálftíma labb (fer eftir því hvað þú telur vera miðbæinn en alltaf ~30 mín).

Stutturdreki skrifaði:
dori skrifaði:Ég sé ekki hvernig rökin með sjúkraflug halda vatni. Ef það er eitthvað neyðarástand þá er hægt að fljúga með flugvél til Keflavíkur og færa sjúklinginn svo yfir í þyrlu og fara til Reykjavíkur. Annars finnst mér líka vitleysa að byggja alla sjúkrahúsastarfsemi landsins inní miðbæinn á höfuðborginni. Það væri miklu sniðugra, ef það á á annað borð að byggja nýtt sjúkrahús, að hafa þetta í einhverjum öðrum kjarna til að létta álag á umferðinni í 101 á morgnanna.


Einhverstaðar las ég að þyrlur gætu ekki lent við spítalana í Reykjavík nema af því að það er flugturn í Reykjavík.
Ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að redda þessu. Viðurkenni samt að ég hef núll vit á flugi og umfangi neyðarflugs með sjúklinga. Ef það er ekki hægt að redda því þá er hvort eð er verið að tala um að byggja nýtt sjúkrahús. Ef það væri t.d. byggt miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur...?



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1687
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Stutturdreki » Fös 26. Apr 2013 16:59

'Miðbær' er afstætt hugtak, og hvað þá fjarlægðir þegar þú berð samann borgir af mismunandi stærð :)

Og þetta með lendingarnar tengjist líklega því að lenda þegar það er ekki æðislegt veður og top skyggni.

Það mætti endilega færa flugvöllinn fyrir mér (aðflug fyrir lendingar úr suðri er beint yfir húsið sem ég bý í) og spítalann með (bjánaleg staðsettning hvort eð sem er) en að flytja hann bara til að byggja blokkir í Vatnsmýrinni er ótrúlega léleg hugmynd en það virðist samt vera aðal drifkrafturinn á bakvið allar hugmyndir um flutning.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Apr 2013 16:59

Nota KEF völlinn bara, leggja svo hraðlest milli KEF og RVK.
Málið dautt.



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1687
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Stutturdreki » Fös 26. Apr 2013 17:04

Eitt varðandi Keflavík, völlurinn í Reykjavík er varaflugvöllur fyrir Keflavík, ef honum yrði lokað (vegna veðurs.. kemur fyrir) þyrfti að lenda á Akureyri eða Egilsstöðum þegar það er lokað í Keflavík.

En það væri fínt að fá Egilsstaðir -> Akureyri -> Reykjavík hraðlest og þá væri hægt að leggja innannlandsflugið niður.. nema kannski til eyja. :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7194
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1060
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf rapport » Fös 26. Apr 2013 17:08

Það þyrfti ekki að vera hraðlest, venjuleg lest fer hraðar en fólksbíll á þessari leið.

En ef flugvöllurinn er tekinn úr Vatnsmýrinni, þá vil ég líka að samgöngumiðstöðin fari úr miðbænum.

Það er alveg óþarfi að hafa eitthvað rútu, strætó terminal á "the sweet spot", þetta ætti að vera í Mjódd eða Ártúnið eða eitthvað.

Þess vegna í Kópavogi, Kringlunni eða eitthvað...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf dori » Fös 26. Apr 2013 17:09

Stutturdreki skrifaði:'Miðbær' er afstætt hugtak, og hvað þá fjarlægðir þegar þú berð samann borgir af mismunandi stærð :)

Og þetta með lendingarnar tengjist líklega því að lenda þegar það er ekki æðislegt veður og top skyggni.

Það mætti endilega færa flugvöllinn fyrir mér (aðflug fyrir lendingar úr suðri er beint yfir húsið sem ég bý í) og spítalann með (bjánaleg staðsettning hvort eð sem er) en að flytja hann bara til að byggja blokkir í Vatnsmýrinni er ótrúlega léleg hugmynd en það virðist samt vera aðal drifkrafturinn á bakvið allar hugmyndir um flutning.

Ég er svosem alveg sammála því að það að byggja einhverjar blokkir eigi ekki að vera drifkrafturinn á bakvið þetta. Satt með miðbæinn og hvernig fjarlægðir eru afstæðar. Reykjavík er náttúrulega lítil borg. En þetta er mjög nálægt miðbænum. Ég hef ekki farið til allra þessa bandarísku flugvalla sem þú bendir á. Lenti samt á LAX fyrir stuttu og fór inní borgina. Það var alveg löng ferð með lest/strætó og svo fór ég til baka með leigubíl og það var alveg mjög langt - ekkert sambærilegt því hvernig þetta er hérna. Sama með evrópska flugvelli sem ég hef farið á...



Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf Zpand3x » Fös 26. Apr 2013 17:13

Fyrir mér má hann vera í Reykjavík.. en bara ef þeir láta trén í Öskjuhlíð í friði. Það að þeir ætli að fella hundruði trjáa þarna er grátlegt. Hjóla þarna allavega 1 sinni í viku allt árið, á stígunum inná milli trjánna. Þetta er eini "skógurinn" í miðbænum og nágreni með almennilega stíga.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf ponzer » Fös 26. Apr 2013 17:44

Burt með flugvöllinn úr Reykjavík og bætum völlinn í Kef til að taka á móti öllu flugi og bætum samgöngur milli Rvk-Kef helst lest.

Góður púnktur af Facebook útaf umræðunni útaf Hólmsheiði...

Einn góður flugvallapunktur hér. Ég er aðeins búin að vera að skoða í hvaða hæð flugvellirnir eru hér hjá Flugvfélagi Íslands, og er Keflavíkurflugvöllur í 52m hæð og flugvöllurinn í Færeyjum er í 85m hæð og Vestmanneyjaflugvöllur í 99 m hæð og það vita nú allir hvernig gengur að fljúga þangað þegar er rigning og þokusuddi. Síðan dettur mönnum í hug að fara með Reykjavíkurflugvöll upp í 136m hæð yfir sjó, þarf ég að segja eitthvað meira?


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Apr 2013 17:46

rapport skrifaði:Það þyrfti ekki að vera hraðlest, venjuleg lest fer hraðar en fólksbíll á þessari leið.

En ef flugvöllurinn er tekinn úr Vatnsmýrinni, þá vil ég líka að samgöngumiðstöðin fari úr miðbænum.

Það er alveg óþarfi að hafa eitthvað rútu, strætó terminal á "the sweet spot", þetta ætti að vera í Mjódd eða Ártúnið eða eitthvað.

Þess vegna í Kópavogi, Kringlunni eða eitthvað...


Já og nýji spítalinn líka úr bænum, hafa hann uppá Hólmsheiði við hliðina á fangelsinu.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf DaRKSTaR » Fös 26. Apr 2013 18:06

alveg á tæru að ef flugvöllurinn verður fluttur útfyrir höfuðborgarsvæðið þá geta þeir eins lagt hann bara af því enginn fer að fljúga suður og þurfa að greiða 5-6 þús kall í leigubíl til að komast í reykjavík.

þessi framkvæmt getur aldrei staðið undir sér enda veit ég ekki hvar borgin ætlar að finna alla þessa milljarða sem þetta kostar.. ríkið mun aldrei koma nálægt þessu enda hefur það enga skildu til.. þessi flugvöllur tilheyrir reykjavík og þurfa þeir að greiða brúsann ef þeir vilja ráðast í þessar framkvæmdir.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


stjani11
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Lau 29. Jan 2011 13:59
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf stjani11 » Fös 26. Apr 2013 18:16

...og þurfa að greiða 5-6 þús kall í leigubíl til að komast í reykjavík


Það fara rútur á milli keflavíkur og BSÍ...



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Flugvöllurinn

Pósturaf appel » Fös 26. Apr 2013 19:16

Flytja hann á Hólmsheiði, og leyfa einkaaðilum að byggja hann. Það kostar skít á priki að malbika smá spotta. Væri hægt að gera nýjan flugvöll þarna á Hólmsheiði fyrir milljarð. Ég skil ekki vandamálið. Landssvæðið í Vatnsmýrinni er líklega 10 milljarða virði.


*-*