Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1125
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vandamál með gólfhitakerfi (aftur!)

Pósturaf DoofuZ » Sun 10. Mar 2013 22:52

Ég er með upphitað gólf í forstofunni, eldhúsinu og stofunni hjá mér og ég hef lítið sem ekkert fiktað í kerfinu síðan ég flutti inn, bara hækkað eða lækkað aðeins hitann með þráðlausri stýringu öðru hvoru eftir þörfum, en fyrir þónokkru síðan þá hætti kerfið allt í einu að hita gólfið og ég sé ekki betur en að það sé vegna þess að enginn hiti er að koma inná það.

Ég veit svosem lítið sem ekkert um svona kerfi en það eru tvö rör sem liggja frá ofninum inná baði yfir í kerfið og svo lengi sem ofninn sjálfur er með hita þá er efra rörið heitt en aldrei það neðra. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af kerfinu og rörunum, er einhver hér sem kann á svona kerfi og getur sagt mér hvað er að? Er kannski best að hafa samband við fagmenn? Hver er ódýrasta lausnin á þessu? :-k

20130306_152010.jpg
Stjórnstöðin, pípur og fleira
20130306_152010.jpg (84.04 KiB) Skoðað 18149 sinnum

20130306_152234.jpg
Einhverjir mælar fyrir neðan stjórnstöðina
20130306_152234.jpg (72.84 KiB) Skoðað 18149 sinnum

20130306_152717.jpg
Ofninn inná baði með tvö rör sem liggja yfirí hitastýringuna
20130306_152717.jpg (56.54 KiB) Skoðað 18149 sinnum
Síðast breytt af DoofuZ á Mið 14. Sep 2022 15:56, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16214
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1964
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Mar 2013 22:54

Þegar kerfi/ofnar hætta að hita þá er ástæðan oftast loft inná kerfinu.
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf IL2 » Sun 10. Mar 2013 22:58

Fær ofnin á baðinu heitt vatn?

Fær dælan rafmagn?

Er ekki hægt að tæma loft af kerfinu, sýnist það.
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 519
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Kristján Gerhard » Sun 10. Mar 2013 23:48

Hvaða stilling er á þessum loka?

MyndSkjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1125
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Mán 11. Mar 2013 00:45

GuðjónR skrifaði:Þegar kerfi/ofnar hætta að hita þá er ástæðan oftast loft inná kerfinu.

Já, datt það reyndar í hug. Ég er bara með tvo ofna, einn inní svefnherbergi og einn inná baði og ég gleymdi að nefna það að fyrir stuttu þá ætlaði ég að setja meiri hita á þá en það virkaði ekki, ég lagaði annan ofninn (þennan inná baði) með því að berja aðeins ofaná stillirinn en bróðir minn lagaði hinn, held hann hafi hleypt lofti úr honum samt ekki alveg viss en þeir eru báðir í lagi í dag.

IL2 skrifaði:Fær ofnin á baðinu heitt vatn?

Já, hann er vel heitur.

IL2 skrifaði:Fær dælan rafmagn?

Já, það er í lagi með rafmagnið, sé upplýsingar á LCD skjánum og get fiktað í kerfinu. Hins vegar þá er mótórinn (er það ekki þetta svarta?) mjög hljóðlátur, heyri varla neitt í honum ef ég slekk á honum og kveiki svo aftur. Er það eðlilegt? Man nú ekki eftir að hafa heyrt mikið í kerfinu öllu þegar það var í lagi síðast.

IL2 skrifaði:Er ekki hægt að tæma loft af kerfinu, sýnist það.

Hvernig geri ég það?

Kristján Gerhard skrifaði:Hvaða stilling er á þessum loka?

Hann er stilltur á 6. Skiptir það einhverju máli?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 519
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 11. Mar 2013 01:06

DoofuZ skrifaði:
Kristján Gerhard skrifaði:Hvaða stilling er á þessum loka?

Hann er stilltur á 6. Skiptir það einhverju máli?


Stillingin sem slík skiptir kannski ekki svo miklu máli ef hún er ekki 0. Þetta er lokinn sem skýtur heitu vatni inná kerfið eftir þörfum.

Er sama hitastig á báðum hitamælunum?
Lyftast streymismælarnir (litlu glæru mælarnir á efri grindinni).
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Dazy crazy » Mán 11. Mar 2013 11:18

Eru ekki kranar þarna á endanum á rörunum?


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf IL2 » Mán 11. Mar 2013 13:15

Einmitt sem ég var að velta fyrir mér. Hvítu stykkin þar sem rauði og blái kranarnir eru á endanum, eru það lofttappar?Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1125
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Þri 12. Mar 2013 03:33

Kristján Gerhard skrifaði:Er sama hitastig á báðum hitamælunum?
Lyftast streymismælarnir (litlu glæru mælarnir á efri grindinni).


Meinaru hvort stjórnstöðin og þráðlausa stillingin sýni sama hita? Já, sama hitastig kemur fram á báðum stöðum og ef ég hækka hitann sem ég vil setja kerfið á þá kemur það eins á báðum stöðum líka en ég finn samt engan hita í gólfinu og hitinn á mælunum breytist ekki. Og já, streymismælarnir lyftast. Ef ég slekk á kerfinu þá fara þeir alveg upp en svo þegar ég kveiki aftur á því þá falla þeir aðeins niður. Gott að vita að þetta eru streymismælar, en það að það er einhver hreyfing á þeim þýðir það að það sé í lagi með heitavatnsstreymið?

IL2 skrifaði:Einmitt sem ég var að velta fyrir mér. Hvítu stykkin þar sem rauði og blái kranarnir eru á endanum, eru það lofttappar?

Hef ekki hugmynd 8-[ Ef það er rétt, hvernig virka þeir? Gerist eitthvað ef ég sný þeim? Eða er þetta bara til að loka á vatnið? Þori lítið að fikta í krönunum án þess að vera nokkuð viss um hvað gerist.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3033
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 507
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 12. Mar 2013 04:04

Svona lítur lofttappi út
Mynd

Til að lofttæma ofn þá getur maður notað sérstakan ofnlykil til að tappa loftið af (eða mínus skrúfjárn til að bjarga sér) á litlu skrúfuna í miðjunni á hvíta plaststykkinu (loftið fer út þar sem pílan á hvíta stykkinu vísar) ef það er ekki loftmyndun á ofni þá drípur vatn úr gatinu sem pílan vísar á úr lofttappanum. Basicly lofttæma þar til vatn kemur út úr lofttappa.

Ættir að geta nýtt þér þessar leiðbeiningar til hliðsjónar http://www.no.is/is/einstaklingar/heitt-vatn/bilanir


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1125
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Þri 19. Mar 2013 14:56

Ok, ég fann tvo aftöppunarkrana á kerfinu (sjást á fyrstu myndinni lengst til hægri, svona hvítir tappar) og þegar það var skrúfað frá því þá kom á báðum stöðum bara strax vatn út en ekkert loft. Svo var prófað að tappa líka af ofninum inná baði og sama sagan þar. Það virðist alveg vera vatnsflæði inná kerfinu og svo er heitt vatn alveg að koma inná það, ég sé á hitamæli þar sem vatnið kemur inn að það er 25 gráður eða svo en það bara skilar sér ekki undir gólfið.

Þarf ég að láta rífa flísarnar af hjá mér til að komast til botns í þessu eða? :|

Hvað er annars þetta þrenna hvíta dæmi oná neðra rörinu á fyrstu myndinni?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 519
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 19. Mar 2013 15:02

Lokar sem stjórna streymi um 3 slaufur í gólfhitanum hjá þér. Nei þú þarft ekki að láta brjóta neitt.

Edit:

Það er rosalega vont að eiga við að bilanagreina svona kerfi án þess að geta þreifað á þeim. En það ætti nú að vera hægt að hjálpa þér eitthvað.

1. ertu til í að pósta betri myndum þar sem er hægt að lesa af mælum/lokum. (sjá mynd)
Mynd

2. Þreifaðu á framrásarkistunni (A). Er hún heit?

3. Þreifaðu á innsprautunarlokanum (B) er hann heitur?
Síðast breytt af Kristján Gerhard á Þri 19. Mar 2013 15:22, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16214
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1964
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf GuðjónR » Þri 19. Mar 2013 15:04

DoofuZ skrifaði:Ok, ég fann tvo aftöppunarkrana á kerfinu (sjást á fyrstu myndinni lengst til hægri, svona hvítir tappar) og þegar það var skrúfað frá því þá kom á báðum stöðum bara strax vatn út en ekkert loft. Svo var prófað að tappa líka af ofninum inná baði og sama sagan þar. Það virðist alveg vera vatnsflæði inná kerfinu og svo er heitt vatn alveg að koma inná það, ég sé á hitamæli þar sem vatnið kemur inn að það er 25 gráður eða svo en það bara skilar sér ekki undir gólfið.

Þarf ég að láta rífa flísarnar af hjá mér til að komast til botns í þessu eða? :|

Hvað er annars þetta þrenna hvíta dæmi oná neðra rörinu á fyrstu myndinni?


25°c hiti inná kerfið? það kalla ég ekki hita. Affallið af ofnunum hjá mér (það sem fer út í götu) er yfirleitt 25-35°c og studum mikið meira ef ég fíra upp.
Gólfið þitt er ekkert að fara að hitna með 25°c vatnshita. Höndin á þér er 37° þannig að ef þú snertir gólfið þá mun þér finnast það kalt.Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf odinnn » Þri 19. Mar 2013 15:28

DoofuZ skrifaði:Ok, ég fann tvo aftöppunarkrana á kerfinu (sjást á fyrstu myndinni lengst til hægri, svona hvítir tappar) og þegar það var skrúfað frá því þá kom á báðum stöðum bara strax vatn út en ekkert loft. Svo var prófað að tappa líka af ofninum inná baði og sama sagan þar. Það virðist alveg vera vatnsflæði inná kerfinu og svo er heitt vatn alveg að koma inná það, ég sé á hitamæli þar sem vatnið kemur inn að það er 25 gráður eða svo en það bara skilar sér ekki undir gólfið.

Þarf ég að láta rífa flísarnar af hjá mér til að komast til botns í þessu eða? :|

Hvað er annars þetta þrenna hvíta dæmi oná neðra rörinu á fyrstu myndinni?

Þetta "þrenna hvíta dæmi" eru stýrihausarnir sem stjórna ventlunum fyrir hverja vatnsslaufu. "Neðra rörið" er sem sagt útflæðið frá hitarörunum og "efra rörið" er inn flæðið (að mig minnir) og eru þessir glæru nabbar með rauða strikinu á efra rörinu að sýna versu mikið flæði er í hverri slaufu. Mótorinn er bara hringrásarmótor sem heldur hreyfingu á vatninu til að auka nýtni og svona litlir mótorar eru mjög hljóðlátir. Hvíti hausinn sem einhver spurði hvað er stilltur á og er á 6 er hitaventillinn sem stýrir því hvenær það er bætt við heitu vatni inná kerfið, ef hann skynjar það þannig að vatnið sem er að hringsóla í kerfinu sé nógu heitt þá leyfir hann því bara að halda áfram að hringsóla, ef ekki þá bætir hann við heitu vatni. Það að hitinn á vatninu sem kemur inná kerfið sé bara 25° þá minnir mig að það sé of lítið, ef ég man rétt þá var þetta stillt á 38° á kerfinu heima hjá foreldrum mínum. Þú þarft ekki að brjóta neitt nema einhver slaufan væri að leka en það er allt annar handleggur.

Ef þú tekur í gólfhitarörin sem fara úr grindinni og ofaní gólfið og finnst þau ekki heit eða jafnvel ekki volg þá eru þau ekki að fara að ná að hita gólfið neitt almennilega. Persónulega myndi ég prófa að hækka stillinguna á hitaventlinum þarna lengst til vinstri í 7 ef þú getur, sjá hvort hitinn á vatninu sem kemur inná kerfið hækki ekki (skífumælirinn fyrir neðan hitaventilinn). Það takmarkaða sem ég get séð á þessum myndum er að mér sýnist það vera gott flæði í slaufunum eins og er.

PS. ég er ekki pípari

Edit; ég er greinilega miklu lengur að skrifa en hinir strákarnir...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3033
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 507
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 19. Mar 2013 16:25

Ofnkrani/Gólfhitakrani (stykkið sem þú ert með stillt í 6) gæti verið bilaður. Litla typpið undir ofnhitanemanum gæti verið fast. Það þarf þá að taka ofhitanemann (hausinn) af og liðka pinnann undir honum með því að ýta honum inn nokkrum sinnum og jafnvel smyrja.


Just do IT
  √


juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf juggernaut » Þri 19. Mar 2013 19:15

Ég er pípari og það sem að Hjalti segir er það líklegasta
Ég sé samt á mótorlokunum (3 hvítir stórir hausar á neðri kistunni) að þeir eru ekki að biðja um meiri hita og það gæti þýtt að eitthvað sé að stjórnstöðinni.Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1394
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf kubbur » Þri 19. Mar 2013 19:44

Tek undir það sem hjaltiatla segir, væti verið að pinninn sé fastur og þá gleypir hann engu i gegnum sig, lenti i nákvæmlega því þegar eg for að leigja skrifstofuna

Og til að fá almennilegan hita i gólfin myndi eg hækka upp i ca 40 c°


Kubbur.Digital


einsii
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 01:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf einsii » Mið 20. Mar 2013 09:29

Prófaðu að smella vaxlokonum af neðri kistinnu og sjáðu hvort flæðimælarnir á þeirri efri fari af stað.
Ef rennslið fer ekki af stað við það þá er dælan mögulega ekki að snúast.
Þú ert með yfirhitaöryggi á túrnum sem líklega er tengt við dæluna og ef það er eitthvað að stríða þér fær dælan ekki straum.

En ef flæðiglösin sýna hreifingu þegar þú smellir vaxlokanum af þá er líklegt að þú þurfir einfaldega að skipta um batterý í hitanemunum í herbergjunum, jafnvel þarf að para þá aftur við tölvuna ef langur tími er liðinn.

Mér sýnist þú vera með Alpha dælu sem er álagstýrð. Þær dælur keyra sig niður þegar kerfið lokar einsog það er hjá þér núna, gæti verið ástæðan fyrir því að þú verður ekkert var við hana. Þú getur sett hana sjálfur í gang með að snúa hraðastillinum á henni á 1,2 eða 3. semsagt lengra en "volume" merkið sem hún er líklega einhverstaðar á núna.Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1125
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf DoofuZ » Fim 21. Mar 2013 01:39

Kristján Gerhard skrifaði:1. ertu til í að pósta betri myndum þar sem er hægt að lesa af mælum/lokum.

Já, hér eru góðar nærmyndir:

Er með leiðbeiningar til að stilla stjórnstöðina og samkvæmt því sem kemur fram þarna þá er kerfið á auto þar sem það fer eftir ákveðnu prógrammi sem skiptir á milli dag og nætur hitastillingar en hitastigið fyrir það er stillt á þráðlausu stillingunni og þarna á kerfið að fara í daghitann sem ég setti uppí 30 gráður.
20130321_001045.jpg
20130321_001045.jpg (67.43 KiB) Skoðað 17455 sinnum

Þetta var stillt á 60 venjulega, ef ég set það uppí 90 þá gerist ekkert en ef ég lækka það niður fyrir 30 þá slökknar á mótornum, líklega vegna þess að mælirinn fyrir neðan það er undir 30.
20130321_001324.jpg
20130321_001324.jpg (72.43 KiB) Skoðað 17455 sinnum

Þessi mælir bifast varla neitt sama hvað ég geri, er oftast í mesta lagi 30. Sá hann reyndar þjóta uppí 40 fyrr í kvöld þegar ég gerði factory reset á stjórnstöðinni en hann datt mjög fljótt aftur niður í tæplega 30 þegar kerfið fór aftur í gang.
20130319_221623.jpg
20130319_221623.jpg (78.05 KiB) Skoðað 17455 sinnum

Var með þetta alltaf stillt á 6, breytir engu ef ég set það á 7 eða 3
20130321_001008.jpg
20130321_001008.jpg (69.68 KiB) Skoðað 17455 sinnum

20130319_221735.jpg
20130319_221735.jpg (74.86 KiB) Skoðað 17455 sinnum

20130319_221822.jpg
20130319_221822.jpg (79.07 KiB) Skoðað 17455 sinnum


Kristján Gerhard skrifaði:2. Þreifaðu á framrásarkistunni (A). Er hún heit?

Nei, enginn hiti á því. Það segir okkur eitthvað er það ekki?

Kristján Gerhard skrifaði:3. Þreifaðu á innsprautunarlokanum (B) er hann heitur?

Já, vel heitt þarna.

Hjaltiatla skrifaði:Ofnkrani/Gólfhitakrani (stykkið sem þú ert með stillt í 6) gæti verið bilaður. Litla typpið undir ofnhitanemanum gæti verið fast. Það þarf þá að taka ofhitanemann (hausinn) af og liðka pinnann undir honum með því að ýta honum inn nokkrum sinnum og jafnvel smyrja.

Okeeei, og er alveg safe að bara taka hausinn af? Hvernig fer ég að því? Og hvaða typpi er þetta?

juggernaut skrifaði:Ég er pípari og það sem að Hjalti segir er það líklegasta
Ég sé samt á mótorlokunum (3 hvítir stórir hausar á neðri kistunni) að þeir eru ekki að biðja um meiri hita og það gæti þýtt að eitthvað sé að stjórnstöðinni.

Hvernig sést það? Ég sé að það eru snúrur frá þeim sem tengjast í stjórnstöðina, gæti kannski sambandsleysi þar verið málið?

einsii skrifaði:Prófaðu að smella vaxlokonum af neðri kistinnu og sjáðu hvort flæðimælarnir á þeirri efri fari af stað.
Ef rennslið fer ekki af stað við það þá er dælan mögulega ekki að snúast.
Þú ert með yfirhitaöryggi á túrnum sem líklega er tengt við dæluna og ef það er eitthvað að stríða þér fær dælan ekki straum.

En ef flæðiglösin sýna hreifingu þegar þú smellir vaxlokanum af þá er líklegt að þú þurfir einfaldega að skipta um batterý í hitanemunum í herbergjunum, jafnvel þarf að para þá aftur við tölvuna ef langur tími er liðinn.

Vaxlokur? Er dælan ekki að snúast ef mótorinn er í gangi? Ég er svo bara með einn hitanema og ef það þyrfti að skipta um batterý þá ætti slíkt tákn að koma á skjáinn á honum en svo er ekki svo batteríin ættu að vera í lagi. Og ég sé og heyri stjórnstöðina bregðast við þegar ég skipti á milli dag og nætur stillingarinnar á nemanum svo ég efast um að það þurfi að para hann aftur við tölvuna.

einsii skrifaði:Mér sýnist þú vera með Alpha dælu sem er álagstýrð. Þær dælur keyra sig niður þegar kerfið lokar einsog það er hjá þér núna, gæti verið ástæðan fyrir því að þú verður ekkert var við hana. Þú getur sett hana sjálfur í gang með að snúa hraðastillinum á henni á 1,2 eða 3. semsagt lengra en "volume" merkið sem hún er líklega einhverstaðar á núna.

Já, þetta er Alpha dæla. Ég hafði hingað til ekki skoðað nógu vel svissinn og hélt að ég væri að slökkva og kveikja á henni þegar ég fiktaði í honum en þá var ég bara að skipta á milli 2 og 3 en í 2 þá slekkur mótorinn á sér. Mótorinn hefur hingað til alltaf verið í 3, heyrist samt bara mjög lágt suð enda virðist hann ekki þurfa að hækka sig.

En svo prófaði ég að stilla kerfið á anti-freeze fyrir um klukkutíma eða svo og núna var hitamælirinn kominn uppí 50 gráður en samt hafði það engin áhrif og svo tók ég eftir að mótorlokarnir voru búnir að síga niður (lokast?), það s.s. sást ekki lengur í þetta bláa efst á þeim en svo eftir að ég setti kerfið aftur á auto þá var það ekki lengi að fara aftur niður í tæpar 30 gráður og þetta bláa kom aftur í ljós á mótorlokunum. Eiga þeir að virka öfugt eða?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 519
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf Kristján Gerhard » Fim 21. Mar 2013 10:36

Ef að svæðið við innsprautunarlokann er heitt og flæðimælarnir sýna allir að rennsli sé á slaufunum þá er bara kalt vatn að hringrása um slaufurnar.

Taktu lokahausinn (termóstatið) af innsprautunarlokanum með því að losa hlaupróna sem er undir lokahausnum. Lokinn sjálfur verður eftir í kistunni.
Mynd

Í lokahúsinu er pinninn sem lokahausinn notar til að stýra stöðu lokans. Pinninn ætti að standa uppúr og vera nokkuð greinilegur. á myndinni að neðan er dæmi um svona pinna.

http://hiti.danfoss.com/product/130735.jpg

Ef að pinninn er fastur og lokinn í lokaðri stöðu þá kemur ekki nýtt heitt vatn inná kerfið til að bæta upp fyrir kólnun vatnsins í slaufunni. Taktu um pinnann með töng og hreyfðu hann varlega inn og út, væri óvitlaust að setja einn dropa af olíu með leggnum á lokanum ef hann er stirður (matarolía er fín).

Byrjaðu á þessu.
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf juggernaut » Fim 21. Mar 2013 18:45

Ef að það sést í blátt á mótorlokanum er hann að biðja umm hita. Ég sé að þú skrifar að það hafi samt sést í blátt svo það er ekki málið.
Flæðiglösin sýna flott rennsli svo vandamálið er að það er ekki verið að blanda heitu vatni inn í kerfið.
Það bendir til eins og þér hefur verið bent á að pinninn sé fastur.
Ef að pinninn er ekki fastur getur verið pakkdósin sem spindillinn er í sé ónýt. Ef þetta er pettinarolli kista er það mjög líklegtSkjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf odinnn » Fim 21. Mar 2013 19:16

Góðar ábendinar hjá strákunum en mér dettur í hug að lausnins sé enn einfaldari... á myndunum sér maður að hitinn á vatninu sem er að koma inná kerfið (hitamælirinn til vinstri) er mun hærri en á myndinni sem var sett inn fyrst, ~25° upp í 60°. Mín ábending er að hækka aftur á thermostatinu og gefa því aðeins meiri tíma til að hita allt kerfið, er að velta fyrir mér hvort þú hafir ekki gefið þessu nægan tíma til að fá heitt vatn inná kerfið.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf juggernaut » Fim 21. Mar 2013 23:08

odinnn skrifaði:Góðar ábendinar hjá strákunum en mér dettur í hug að lausnins sé enn einfaldari... á myndunum sér maður að hitinn á vatninu sem er að koma inná kerfið (hitamælirinn til vinstri) er mun hærri en á myndinni sem var sett inn fyrst, ~25° upp í 60°. Mín ábending er að hækka aftur á thermostatinu og gefa því aðeins meiri tíma til að hita allt kerfið, er að velta fyrir mér hvort þú hafir ekki gefið þessu nægan tíma til að fá heitt vatn inná kerfið.Málið er að Termóið á ekki að vera stillt svona hátt. það er eitthvað annað sem er að hafa áhrif á þettaSkjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf odinnn » Fös 22. Mar 2013 00:01

juggernaut skrifaði:Málið er að Termóið á ekki að vera stillt svona hátt. það er eitthvað annað sem er að hafa áhrif á þetta

Það er örugglega rétt hjá þér, spáði ekkert í því að hann væri nánast í botni. En við erum samt sammála því að þetta sé líklegast thermóið eða ventillinn undir því, vanstillt, bilað eða frosið? Hlítur að vera þar sem hitinn á inn vatninu skaust upp um 35° þegar hann fór að hreyfa við thermóinu (reikna með að það hafi verið stöðugt í 25°og 60 gráðurnar komið eftir að hann prófaði). Kerfið sjálft er í lagi, bara hitinn kemst ekki inná kerfið.

Annars hef ég lítið sem ekkert sett upp svona heimakerfi, hef bara tengt stór kerfi eftir teikningu þar sem annað fyrirtæki sér um bilanir. Skil samt ekki þessa staðsetningu á þessum mótorloka þar sem ég get ekki gert mér grein fyrir því hvað hann er að opna/loka fyrir...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb


juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gólfhitakerfi

Pósturaf juggernaut » Fös 22. Mar 2013 18:34

odinnn skrifaði:
juggernaut skrifaði:Málið er að Termóið á ekki að vera stillt svona hátt. það er eitthvað annað sem er að hafa áhrif á þetta

Það er örugglega rétt hjá þér, spáði ekkert í því að hann væri nánast í botni. En við erum samt sammála því að þetta sé líklegast thermóið eða ventillinn undir því, vanstillt, bilað eða frosið? Hlítur að vera þar sem hitinn á inn vatninu skaust upp um 35° þegar hann fór að hreyfa við thermóinu (reikna með að það hafi verið stöðugt í 25°og 60 gráðurnar komið eftir að hann prófaði). Kerfið sjálft er í lagi, bara hitinn kemst ekki inná kerfið.

Annars hef ég lítið sem ekkert sett upp svona heimakerfi, hef bara tengt stór kerfi eftir teikningu þar sem annað fyrirtæki sér um bilanir. Skil samt ekki þessa staðsetningu á þessum mótorloka þar sem ég get ekki gert mér grein fyrir því hvað hann er að opna/loka fyrir...


Jú það er líklegast, en hann segir að kerfið hafi tekið kipp og farið í botn þegar hann fiktaði í tölvunni. Ég geri ráð fyrir að myndin sé tekin á þeim tíma.
Mótorlokarnir eru staðsettir á retúrnum frá slaufunum og opna og loka eftir því hvað Thermostöttin eru að biðja um.
Líklegt er að eitthvað sé að undir thermoinu en fyrst hann fékk allt á fullt við að fikta í tölvunni er líklega eitthvað að í samskiptum þar á milli.

Þú ættir að geta fengið leiðbeiningar hvernig á að endurstilla þetta hjá endursöluaðila en ef þú ert ekki klár í svona myndi ég hringja í fagmann