Að stofna netverslun

Allt utan efnis

Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Að stofna netverslun

Pósturaf jardel » Mán 10. Des 2012 02:52

Gilda sömu skatt lög um vefverslun og venjulega búð þá er ég að tala um fyrstu vikunar til að sjá hvort þetta veltir einhverju.
nú er vefverslun opin allan sólarhringin svo maður getur þá ekki borgað sér lámarkslaun, er eitthvað verið að fylgjast með vefverslunum sem eru að hefja tilraunarekstur?
Ég einfaldlega þekki þetta bara ekki.
Varla þarf maður að stofna félag fyrir svona tilrauna starfsemi.
Eins með hvernig best er að senda vörur út á land og taka á móti greiðslum
Það væri gaman að heyra i einhverjum sem þekkir inn á þetta.




vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf vesley » Mán 10. Des 2012 02:56

Getur sótt um VSK númer fyrir þína kennitölu, ef þú flytur inn sjálfur ertu að borga alla skatta og það sem ég hef heyrt frá góðum endurskoðanda þá er það alveg í lagi.

VSK númer á þína eigin kennitölu dugar fyrir 800.000-1.000.000 kr í veltu á ári.
Ef þú ert með VSK númer þarftu að standa skil sjálfur á öllum skatt þegar varan selst. En borgar hinsvegar ekki VSK þegar þú kaupir vöruna sjálfur til að selja.




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf jardel » Mán 10. Des 2012 03:04

vesley skrifaði:Getur sótt um VSK númer fyrir þína kennitölu, ef þú flytur inn sjálfur ertu að borga alla skatta og það sem ég hef heyrt frá góðum endurskoðanda þá er það alveg í lagi.

VSK númer á þína eigin kennitölu dugar fyrir 800.000-1.000.000 kr í veltu á ári.
Ef þú ert með VSK númer þarftu að standa skil sjálfur á öllum skatt þegar varan selst. En borgar hinsvegar ekki VSK þegar þú kaupir vöruna sjálfur til að selja.



Ég þakka þér fyrir svarið. Segjum svo sem að ég kaupi inn vörur fyrir 80.000 kr og sel þær allar fyrir = 180.000 kr þá er nú ekki mikið eftir af aurnum ef ég greiði skatt?
Hvernig er þá best að borga sér laun?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf AntiTrust » Mán 10. Des 2012 03:09

Þarft nú að selja fyrir ansi mikið meira en 180þús til að geta farið að borga þér e-r laun af viti. Þetta er ekki eins auðvelt og margir halda, margir sem eru í langan tíma að koma þessu í gang á meðan þeir vinna fyrir sér annarsstaðar, áður en þeir geta farið að lifa á þessu - bara eins og með flestan annan buisness.



Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf ASUStek » Mán 10. Des 2012 03:12

Gerir þetta oftast ekki nema með vinnu og semi innkomu og Ekki taka lán,og bara vera almennilegur eins og þú ert núna þá kemur þetta vonandi á endan bara lestu þig vel um og fræddu þig um þetta :P



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf tdog » Mán 10. Des 2012 09:52

jardel skrifaði:
vesley skrifaði:Getur sótt um VSK númer fyrir þína kennitölu, ef þú flytur inn sjálfur ertu að borga alla skatta og það sem ég hef heyrt frá góðum endurskoðanda þá er það alveg í lagi.

VSK númer á þína eigin kennitölu dugar fyrir 800.000-1.000.000 kr í veltu á ári.
Ef þú ert með VSK númer þarftu að standa skil sjálfur á öllum skatt þegar varan selst. En borgar hinsvegar ekki VSK þegar þú kaupir vöruna sjálfur til að selja.



Ég þakka þér fyrir svarið. Segjum svo sem að ég kaupi inn vörur fyrir 80.000 kr og sel þær allar fyrir = 180.000 kr þá er nú ekki mikið eftir af aurnum ef ég greiði skatt?
Hvernig er þá best að borga sér laun?


Fyrir utan það að þú þarft að kaupa fleiri vörur fyrir 80 þúsund (vasklaust því þú ert með vasknúmer), svo vaskurinn af 80 er 20 þúsund (því þú selur vöruna og þarft að borga af henni skatt) og því er framlegðin engin.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf Daz » Mán 10. Des 2012 10:08

tdog skrifaði:Fyrir utan það að þú þarft að kaupa fleiri vörur fyrir 80 þúsund (vasklaust því þú ert með vasknúmer), svo vaskurinn af 80 er 20 þúsund (því þú selur vöruna og þarft að borga af henni skatt) og því er framlegðin engin.

Ég er búinn að lesa þetta yfir nokkrum sinnum en ég skil þetta ekki. Gætirðu umorðað þetta/útskýrt nánar?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf tdog » Mán 10. Des 2012 10:17

Hann kaupir vörur fyrir 80.000 inn í fyrsta skiptið (borgar ekki VSK af því því hann kaupir vörurnar út á VSK númerið sitt)
Hann selur vöruna fyrir 180.000 (með VSK því hann selur vöruna í gegnum VSK númerið sitt)
Virðisaukinn af þessum 80.000 eru 20.000 og því skilar hann aðeins 80.0000 krónum í framlegð.
Hann þarf svo að kaupa fleiri vörur, til þess að halda versluninni gangandi fyrir aðrar 80.000 krónur.
Hann græðir þá ekki krónu.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf Daz » Mán 10. Des 2012 10:24

tdog skrifaði:Hann kaupir vörur fyrir 80.000 inn í fyrsta skiptið (borgar ekki VSK af því því hann kaupir vörurnar út á VSK númerið sitt)
Hann selur vöruna fyrir 180.000 (með VSK því hann selur vöruna í gegnum VSK númerið sitt)
Virðisaukinn af þessum 80.000 eru 20.000 og því skilar hann aðeins 80.0000 krónum í framlegð.
Hann þarf svo að kaupa fleiri vörur, til þess að halda versluninni gangandi fyrir aðrar 80.000 krónur.
Hann græðir þá ekki krónu.

Upphaflegt "hlutafé" er 80.000
Keypt vara fyrir 80.000, staðan er 0
Seld vara fyrir 180.000, staðan er 143.000. (180 þúsund að frádregnum VSK).
Kaupir vöru fyrir 80.000, staðan er 63.000 og til er lager af vörum.

Ég átta mig bara ekki alveg á því hvernig þú segir að það sé engin framlegð af sölunni, eða ávöxtun á upphaflegu fjárfestingunni. Ef kaupverð utan VSK væri 80 þúsund og söluverð með VSK væri 100 þúsund, þá myndi ég aftur á móti skilja þetta aðeins betur.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf tdog » Mán 10. Des 2012 10:26

Ééég ruglaðist aðeins á tölum þarna, ég miðaði við söluverð með vaski á 100 þúsund. Ég bið forláts. Ég ætti að halda svefinun áfram.



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf methylman » Mán 10. Des 2012 10:50

Og eittenn það er mikill misskilningur að þú þurfir ekki að borga VSK af innkaupum, þú þarft að greiða hann svo innkaupsverð á vöru fyrir 80.000 margfaldast með 1,255 til þess að finna út verð með VSK. Og þar eð þú ert með veltu undir 3.000.000 árlega verður þú settur í svokölluð ársskil þ.e. virðisaukinn er gerður upp fyrir árið í heild í mars og þarft að passa það að vera með fjármagn tilbúið til þess að borga, en gætir líka átt inneign ef varan hefur ekki selst. Það var gamla söluskattskerfið sem virkaði þannig að þú gast keypt vöru án skatts þar var það sá sem seldi neytandanum sem var ábyrgur fyrir innheimtu skattsins. En VSK kerfið var tekið í notkun til þess að bæta innheimtu og þar er innheims við hverja sölu og hver og einn seljandi ábyrgur fyrir sínum hlut. Eins og sést best þegar þú kaupir eitthvað að utan, þá er sá sem afgreiðir vöruna í gegn um tollinn ábyrgur fyrir innheimtu VSK og þú færð ekki vöruna afhenta nema að vera búinn að greiða skattinn eða vera í lánsviðskiftum við Tollstjóra (tollkrít). Þeir spyrja síðan ekkert að því hvað þú ætlar að gera við vöruna, enda kemur það þeim ekkert við. En sem tilraunarekstur þá þarft þú ekki að innheimta VSK ef reksturinn er innan ákveðinna marka, en þá máttu ekki leggja VSK á söluna og stinga honum í vasann t.d. innkaup 80.000 + 20.400 VSK innkaup 100.400 álagning 50% Söluverð 150.600 og enginn VSK ofaná enda ætlar þú ekki að skila honum. Hinsvegar ef þú setur VSK á nótu og skilar ekki þá getur Skatturinn sagt að þú sért að leggja á skatt og stela honum!


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf Daz » Mán 10. Des 2012 10:55

tdog skrifaði:Ééég ruglaðist aðeins á tölum þarna, ég miðaði við söluverð með vaski á 100 þúsund. Ég bið forláts. Ég ætti að halda svefinun áfram.


Sveifaðu endilega svolítið meira :happy :-k

Til að skrifa eitthvað áhugavert hérna, þá má svo velta fyrir sér hversu líklegt bissnissmódelið sé að virka að kaupa eitthvað af netinu í magni og reyna svo að selja hérna heima með uþb 100% álagningu. Fyrir svo utan að það eru haldin námsskeið í þessu, sem sést best á öllu draslinu sem má kaupa á hópkaup og álíka síðum.




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf jardel » Mið 12. Des 2012 05:10

Hvernig ætli þessar fatabúðir geta gengið?
Maður borðar ekki föt



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf Xovius » Mið 12. Des 2012 07:14

jardel skrifaði:Hvernig ætli þessar fatabúðir geta gengið?
Maður borðar ekki föt


Kvenfólk gerir það held ég...



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf Daz » Mið 12. Des 2012 07:56

jardel skrifaði:Hvernig ætli þessar fatabúðir geta gengið?
Maður borðar ekki föt


Fatabúðir sem geta gefið 50-80% afslátt? Ætli sumum þeirra dugi ekki að selja 2-3 flíkur á dag til að reksturinn gangi.




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf jardel » Fös 14. Des 2012 00:58

Er ekki allt i lagi að nota bara sinn eigin bankareiknig og póstkröfu meðan maður er að koma sér af stað og veltan er engin?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf gardar » Fös 14. Des 2012 01:06

jardel skrifaði:Er ekki allt i lagi að nota bara sinn eigin bankareiknig og póstkröfu meðan maður er að koma sér af stað og veltan er engin?



Jújú, getur líka sleppt því að vera með vsk númer ef veltan er lítil.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5961
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf appel » Fös 14. Des 2012 01:16

Rekstrarhagfræði... internet forum style.


*-*


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að stofna netverslun

Pósturaf jardel » Fös 14. Des 2012 02:05

Takk fyrir svörin