Síða 1 af 1

The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 07:26
af svanur08
Fleiri hérna en ég að bíða spenntir eftir hobbitanum í bíó? Þetta á víst að vera 3 kaflar eins og The Lord of the Rings :)

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 08:10
af Gilmore
Skrítið ef þeir gera 3 myndir, því The Hobbit er bara ein frekar þunn bók og stutt saga, en Lord of the Rings er epic saga sem telur 3 þykkar bækur.

Það eru þá örugglega einhverjar aðrar bækur eftir Tolkien í dæminu annars verður lopinn ansi teygður. :)

Kannski maður skelli sér, held ég hafi ekki farið í bíó síðan ég sá Return of the King.

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 08:16
af kubbur
Vona bara að hún verði sem líkust bókinni

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 08:27
af GuðjónR
svanur08 skrifaði:Fleiri hérna en ég að bíða spenntir eftir hobbitanum í bíó? Þetta á víst að vera 3 kaflar eins og The Lord of the Rings :)


Ef þetta verður jafn langdregið og leiðinlegt og Lord of the rings þá hef ég engan áhuga... :face

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 08:31
af Frost
GuðjónR skrifaði:
svanur08 skrifaði:Fleiri hérna en ég að bíða spenntir eftir hobbitanum í bíó? Þetta á víst að vera 3 kaflar eins og The Lord of the Rings :)


Ef þetta verður jafn langdregið og leiðinlegt og Lord of the rings þá hef ég engan áhuga... :face


:droolboy

That is all.

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 08:55
af vesley
Það er nú mjög mikið sem gerist í The Hobbit en veit ekki alveg hvernig honum tókst að gera 3 myndir úr þessari 1 sögu.

Býst frekar við því að hann hafi notað eitthvað úr Silmarillion

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 09:22
af Frost
vesley skrifaði:Það er nú mjög mikið sem gerist í The Hobbit en veit ekki alveg hvernig honum tókst að gera 3 myndir úr þessari 1 sögu.

Býst frekar við því að hann hafi notað eitthvað úr Silmarillion


Samkvæmt því sem ég las einhverntíman á facebook síðunni hjá The Hobbit þá nota þeir slatta úr Silmarillion.

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 09:23
af worghal
GuðjónR skrifaði:
svanur08 skrifaði:Fleiri hérna en ég að bíða spenntir eftir hobbitanum í bíó? Þetta á víst að vera 3 kaflar eins og The Lord of the Rings :)


Ef þetta verður jafn langdregið og leiðinlegt og Lord of the rings þá hef ég engan áhuga... :face

heyrðu, vertu bara úti [-(

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 09:31
af svanur08
Það átti fyrst að vera tvær myndir svo var því breytt í þrjár.

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 10:21
af Klemmi
Ég er mjög spenntur fyrir myndunum og finnst alls ekki slæmt að þeir hafi skipt henni niður í 3 myndir. Ég las bókina aftur fyrir um 3 árum síðan og man að ég var undrandi á því hversu margt gerist í þessari annars stuttu bók, held það sé ekkert vandamál að búa til 6-7klst af myndefni úr henni ef það á að fara ágætlega í persónusköpunina í kringum alla þessa karaktera sem koma fram og alla parta þessa blessaða ævintýris :happy

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 12:34
af kubbur
er einmitt að lesa hana aftur núna á ensku og það er alveg stórkoslegt hvað það gerist mikið í þessari bók, hlakka til að sjá hvernig þeir útfæra partinn í gegnum misty mountains

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 13:03
af Xovius
Finnst æði að þeir skipti henni svona mikið niður, þá verður ekki jafn miklu hent út :)

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 13:46
af Gilmore
LOTR hefði þá átt að vera 9 myndir, en hún er kannski aðeins langdregnari en Hobbit.

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 16:00
af CurlyWurly
Gilmore skrifaði:LOTR hefði þá átt að vera 9 myndir, en hún er kannski aðeins langdregnari en Hobbit.

Ef myndirnar væru 9 og allar í svipaðri lengd og lengri útgáfur núverandi 3 mynda (2 og hálfur til 3 og hálfur tími IIRC) þá væru LOTR maraþonin nú talsvert færri og strembnari.
Held af það þyki alveg nógu mikið að ætla að taka frá tæplega 9 tíma fyrir framan imbann, hvað þá ef þetta væri 9*2,5klst=22,5 klst...

Sólarhringsmaraþon anyone?

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 16:44
af kubbur
CurlyWurly skrifaði:
Gilmore skrifaði:LOTR hefði þá átt að vera 9 myndir, en hún er kannski aðeins langdregnari en Hobbit.

Ef myndirnar væru 9 og allar í svipaðri lengd og lengri útgáfur núverandi 3 mynda (2 og hálfur til 3 og hálfur tími IIRC) þá væru LOTR maraþonin nú talsvert færri og strembnari.
Held af það þyki alveg nógu mikið að ætla að taka frá tæplega 9 tíma fyrir framan imbann, hvað þá ef þetta væri 9*2,5klst=22,5 klst...

Sólarhringsmaraþon anyone?

Hahaha það væri sjúklega gaman

Re: The Hobbit

Sent: Fim 27. Sep 2012 16:48
af Frost
kubbur skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:
Gilmore skrifaði:LOTR hefði þá átt að vera 9 myndir, en hún er kannski aðeins langdregnari en Hobbit.

Ef myndirnar væru 9 og allar í svipaðri lengd og lengri útgáfur núverandi 3 mynda (2 og hálfur til 3 og hálfur tími IIRC) þá væru LOTR maraþonin nú talsvert færri og strembnari.
Held af það þyki alveg nógu mikið að ætla að taka frá tæplega 9 tíma fyrir framan imbann, hvað þá ef þetta væri 9*2,5klst=22,5 klst...

Sólarhringsmaraþon anyone?

Hahaha það væri sjúklega gaman


Fögnuðum einmitt ég og einn félagi minn prófalokum með því að taka allar LOTR myndirnar í Extended útgáfu. Það var fjör :drekka