Oracle Enterprise E-business suite

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8708
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1399
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf rapport » Mið 26. Sep 2012 17:31

Nú er í hámæli innaup á bókhaldskerfi ríkisins "orrans" svokallaða.

Fyrir varlega áætlaðar 4.000.000.000 kr. sem stefna í að verða 4.500.000.000 kr. á næstuni, þá er ríkið að fá afnot af bókhaldskerfi.

Ég er nokkuð viss um að hér eru margir sem hafa komið að rekstri, þróun og þjónustu við þetta kerfi.

Hver er ykkar skoðun?

Mín reynsla af þessu kerfi er í raun sú að kerfið vinnur sjaldnast almennilega það sem teldist lágmark í t.d. Navision (skýrslur o.þ.h.)

Til að fá brúkanlegar upplýsingar þá er annað hvort að exporta öllu í Excelskjal eða pumpa úr Orra í Business Objects eða álíka tól og vinna úr gögnunum þar.


Ekki að ég sé einhver stórnotandi en þetta kerfi er ljótasta bákn sem ég hef séð og heyrt af fyrir utan kannski reikningakerfi Vodafone, sá kerfishluti sem kom frá Rússlandi (kannski er þetta brara gróusaga en það kerfi á að vera djöfull)



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf Dagur » Mið 26. Sep 2012 18:07

Oracle Enterprise E-business suite ;)

Fyrir varlega áætlaðar 4.000.000.000 kr. sem stefna í að verða 4.500.000.000 kr. á næstuni, þá er ríkið að fá afnot af bókhaldskerfi.

Þetta er náttúrulega miklu meira en bara bókhalskerfi




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf axyne » Mið 26. Sep 2012 19:10

Nú var ég að bíða eftir líflegri umræðu um þetta mál eftir þáttinn hjá kastljósi á mánudag en hún hefur farið rólega af stað.

Eru svona margir tengdir aðilar hér sem geta/þora ekki að tjá sig? :o


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf Dagur » Mið 26. Sep 2012 22:05

Athugasemdir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna umræðu um kostnað vegna fjárhags- og mannauðskerfi ríksins

http://www.fjarmalaraduneyti.is/almenna ... r/nr/15875



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8708
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1399
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf rapport » Fim 27. Sep 2012 01:19

Dagur skrifaði:Athugasemdir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna umræðu um kostnað vegna fjárhags- og mannauðskerfi ríksins

http://www.fjarmalaraduneyti.is/almenna ... r/nr/15875


Þessar tölur eru fyrir leyfi og rekstur s.s. allt innan samnings.

Allt utan samnings, viðgerðir útköll, aðlaganir o.þ.h. er ekki inní þessum tölum og það er a.m.k. önnur eins upphæð.


lol - hljóp smá á mig, OeBS en ekki OeeBS.


"Miklu meira en bókhaldskerfi"

Veit ekki betur en að eignaskráningahlutinn hafi aldrei virkað sem almennileg eignaskrá og þegar reynt var að kynna kerfishlutann þá kunni sá sem kynnti hann ekkert á kerfið...

Verkbókhaldið er bara notað af einni stofnun svo ég viti, Vegagerðinni sem fékk líka að borga brúsann fyrir "séraðlögunina".

HR hlutinn er vægast sagt lélegur og gamaldags og endalaus vinna fer fram í excel til að uppl´syingar úr HR meiki sens.

Vinnustund er svo 50% Tímon kerfið sem tengist OeBS ekki neitt og er líklega greitt fyrir sérstaklega.

AP samþykkt reikinga virkar nú ekki betur en svo að það er hægt að senda reikninga til yfirlestrar milli stofnana fyrir mistök MJÖG auðveldlega, þar sem allir starfsmenn ríkisins birtast í fellilistanum.

Fyrir utan þá staðreynd að kerfið er ógeðslega slow og það kostar óhemju peninga að tefja fyrir nær öllu skrifstofufólki ríkisins.

Hver stofnun á að bera ábyrgð á sér og hafa eigið bókhaldskerfi.

Fjársýslan getur svo barist viðað samræma upplýsingarnar, það mundi spara ríkinu helling "in the end" mundi ég halda...



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf intenz » Fim 27. Sep 2012 01:57

Ég var að horfa á öll Kastljós videoin áðan og verð nú að segja að viðtalið við Gunnar fjársýslustjóra var hrikalegt, manni líður bara kjánalega að hlusta á hann afsaka sig endalaust.

Yfirlýsing frá Fjársýslu Ríkisins (sem er ábyrgt fyrir kaupum, innleiðingu og rekstri kerfisins):

"Þær 160 millj. kr. sem veittar voru á fjárlögum árið 2001 var ætlað að standa straum af þarfagreiningu og gerð útboðsgagna. Ekki var um að ræða fjárhæð til kaupa á nýju kerfi né reksturs þess því þörfin lá ekki fyrir né hvaða kröfur átti að gera til kerfisins. Upphæðin var eingöngu ætluð til undirbúnings á fyrsta hluta verksins."

Samt segir orðrétt í skýrslunni sem lak út (2.2. Fjárheimildir):

"Áætlanir um kaup á nýju fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkissjóð kom fyrst inn á borð Alþingis þegar fjárlagafrumvarp 2001 var lagt fram. Þar er kostnaður vegna kaupa nýs kerfis talinn vera 160 m.kr."

Mér finnst Gunnar H. Hall fjársýslustjóri og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sæta rosalegri ábyrgð. Verður spennandi að fylgjast með.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf fallen » Fim 27. Sep 2012 04:02

Þvílíka og aðra eins drullu eru þessir menn með langt uppá hnakka. Ég kúgaðist smá við að sjá fjársýslustjórann hjá Kastljósi í kvöld. Er Ísland að reyna setja eitthvað met í því að ráða ábyrgðarlausa aumingja í ábyrgðarstöður? Þetta er löngu komið gott.

Mér leið bara illa í hvert skipti sem hann var að reyna troða því inn í viðtalið hversu vel hann og hans starfsfólk hefði staðið sig í innleiðingunni og svo í að díla við þau endalausu vandamál sem fylgdu. Það eina sem vantaði var að hann hefði staðið upp og bókstaflega klappað sjálfum sér á bakið. Hvernig sjá menn eitthvað stolt í gjörðum sínum við þessar kringumstæður? Þetta er náttúrulega bara siðblinda.

Ég veit ekki hvort það skipti máli þótt þessir tappar segi allir af sér, næsti maður sem færi í djobbið myndi skilja sjálfsvirðinguna eftir úti þegar hann gengi inn til að skrifa undir ráðningarsamninginn og drulla svo jafn mikið á sig í starfi.

Djöfull er stjórnsýsla landsins ógeðsleg.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf Daz » Fim 27. Sep 2012 10:44

Ég þekki þetta kerfi ekki neitt persónulega og ekki neitt uppsetninguna hérna á Íslandi. En ég VEIT að kerfið sjálft er mjög gott, en nákvæmlega hvað var sett upp og hvaða þarfir það átti að uppfylla er örugglega alveg í ruglinu. Oracle kerfið sjálft er mjög öflugt og mikið notað í heiminum. Held að Navision kerfið sé ekki nógu sveigjanlegt miðað við stærðina.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3614
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Oracle Enterprise E-business suite

Pósturaf dori » Fim 27. Sep 2012 11:00

Stundum er gott að vera ekki með svona rosalega miðstýrt bákn en vera frekar með eitthvað staðlað snið fyrir gögn sem kerfið sendir frá sér þannig að það sé hægt að bera saman gögn frá mismunandi kerfum. Það er líka stundum gott að slaka aðeins á í "séraðlögun" og athuga hvort það sem þú heldur að þú sért að biðja um sé virkilega eitthvað sem sparar þér tíma á endanum s.s. hvort það sé ódýrara að aðlaga kerfi að vinnubrögðum eða vinnubrögð af kerfi.

M.v. þessa 4-5 milljarða tölu þá myndi ég halda að það hefði mátt skoða kost tvö aðeins betur.