Hvernig prentara á ég að kaupa?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
karvel
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Þri 28. Des 2010 21:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvernig prentara á ég að kaupa?

Pósturaf karvel » Þri 25. Sep 2012 12:08

Ég þarf að fara að uppfæra prentarann á heimilinu og var að velta fyrir mér hvort ég fengi einhverjar ráðleggingar í þessum þræði :-k Notkunin á heimilinu felst helst í útprentun vegna námsins auk þess sem ég er prenta út töluverrt af ljósmyndum. Einnig þarf töluvert að skanna myndir þannig að spurningin er orðin um "fjölnotatæki" með WiFi. Hvað er ásættanleg upplaun í skanna 4800x4800 :?: Er Canon ráðandi á markaðnum eða koma aðrir til greina?
Ef einhver hefur þekkingu, reynslu og/eða ráðleggingar varðandi þessi mál væri slíkt vel þegið.


i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig prentara á ég að kaupa?

Pósturaf upg8 » Þri 25. Sep 2012 13:15

Mæli með að þú kaupir ódýran laser eða spjaldtölvu fyrir þessar skólaútprentanir og svo bleksprautuprentara fyrir ljósmyndirnar. Ég gerði þau mistök að kaupa bleksprautu og það er bara ekki sniðugt með háskólanámi... Mæli líka með prentara sem getur prentað á báðar hliðar þar sem kostnaðurinn við pappírinn er fljótur að telja.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig prentara á ég að kaupa?

Pósturaf Tiger » Þri 25. Sep 2012 13:40

Ég er engin sérfræðingur í þessu en fékk mér Canon fjölnota MG4150 og er mjög sáttur. Hann er þráðlaus þannig að hann er bara geymdur inní búri og allir geta prentað út hvaðan sem er, hvort sem það er PC eða iPhone/iPad. Og að skanna er auðvelt líka, sendist þráðlaust í þá tölvu sem þú velur bara á prentarunum.

Hvort þetta sé besti ljósmyndaprentari á markaðnum, þá nei....dugar hann mér... já og rúmlega það. Og hann er auto duplex og prentar báðu megin.