littli-Jake skrifaði:Vá hvað það er heimskulegt að splitta henni þannig.
Og hey þar sem þú vinnur í bíó er ég með pælingu handa þér. Hvað er málið með það að fara í bíó og kanski 3-4 síningar í gangi í einu og hafa hlé á öllum myndunum á nánast sama tíma? Afhverju ekki að dreifa þessu aðeins svo að það séu ekki allir að reyna að komast á wc eða kaupa pop á sama tíma.....?
Nú er þetta svolítið út fyrir mitt svið í bíóinu, en það eru sýningarstjórarnir sem sjá um þetta..
Þetta fer bara allt eftir lengdinni á myndinni, hléin á þessum hefðbundnu myndum eru yfirleitt í kringum klukkutíma eftir innhleypingu, +/- 10 mín.
Þess vegna vill það oft til að hlé skarast á, sérstaklega í Álfabakka þar sem 6 sýningar eru í gangi í einu (reyndar ekki hlé í VIP).. Þó byrja yfirleitt aldrei fleiri en 2 hlé á sama tíma.
En það er nú yfirleitt aldrei það mikið að gera lengur að það myndast einhverjar rosalegar raðir í sjoppunni eða á klósettið, en yfirleitt þegar raðir eru komnar á klósettið þá er það bara því allt fólkið fer t.d. bara á klósettið uppi

Hlé eru sjálkrafa 12 mínútur sem á að duga (kannski ekki ef þú ætlar á klóið, í smók og svo í sjoppuna þegar yfir 100 manns eru á sýningunni), en við dyraverðirnir í Álfabakkanum styttum þó oft þann tíma ef allir eru komnir inn í sal fyrr
