Sögur - Tölvufíkn

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7071
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1008
Staða: Ótengdur

Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf rapport » Mið 19. Sep 2012 20:06

Í tilefni að þessari frétt...

http://visir.is/tolvufikill-loks-laus-v ... 2120918759

Eru ekki nokkuð margir sem lenda í þessu?

Man eftir í gaggó að hafa eytt of miklum tíma í Machintosh Colour Classic :

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Advent ... ly_Beamish
http://en.wikipedia.org/wiki/SimCity_2000

Þegar ég byrjaði svi í menntó, þá var ég búinn að ákveða hætta að spila tölvuleiki ( og það tókst með því að selja makkann)

En tók þá a.m.k. tvö ár í Magic the Gathering s.s. frá Revised upp í c.a. Alliance/Mirage.

Auðvitað vantaði mann tölvu og það var 166mhz Tulip tölva (minnir að hún hafiu verið keypt á opnunartilboði þegar Elko byrjaði ... )

Þá var spilað :

http://en.wikipedia.org/wiki/Fallout_2

Fæ enn fiðring þegar ég horfi á introið... http://www.youtube.com/watch?v=e3PXiV95kwA


http://en.wikipedia.org/wiki/Full_Throt ... video_game)

http://en.wikipedia.org/wiki/Command_%26_Conquer


Fallout 2 spilun 24/7 + að ég vann bara næturvinnu um helgar eða var :fullur, varð til þess að ég kláraði aldrei menntó...

Féll á mætingu, í frönsku og eitt sinn í stærðfræði (hef nota bene fengið lægst 8,5 í stæ síðan þá ;-)

En það var nóg til að maður hætti bara.


Eftir 5-6 ár á vinnumarkaði (1998 - 2004) sem "ólærður" í verslun, byggingavinnu, skúringum, o.s.frv. + kominn með fjölskyldu og aftur orðinn húkked, núna á PS2, þá varð maður að grípa inn í þessa vitleysu.


Það var farið í THÍ og regla númer 1, 2 og 3 var að spila ekki tölvuleiki á meðan náminu stæði.

Besta ákvörðun ever = að hætta að spila tölvuleiki og brillera í skóla.

Ég er byrjaður aftur núna BF3 og PB og get misst mig eina og eina nótt en samviskan og það litla vit sem maður hefur leyfir ekki lengur að svona vitleysa fái að stjórna lífinu...


Óska honum Tómasi innilega til hamingju með árangurinn, ég veit að maður verður að hafa fyrir honum...




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf vesley » Mið 19. Sep 2012 20:21

Þetta er því miður að verða of algengt. Get nefnt nokkra úr mínum bekk í grunnskóla sem eru búnir að hverfa alveg samfélagslega séð vegna tölvunotkunar.



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf BjarkiB » Mið 19. Sep 2012 20:25

Ef ég náði að telja rétt þá kemur orðið "maður" fyrir 16 sinnum í þessari frétt.

Hvernig er samt skilgreint tölvufíkn? Ég get verið tld. mjög lengi í tölvunni, það er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim og er oftast í henni þegar ég er heima, en félagslíf og nám gengur alltaf fyrir.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6302
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 442
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf worghal » Mið 19. Sep 2012 20:31

ég datt soldið í þennan pakka og gerði ekkert nema að spila wow þegar ég kom heim úr skólanum og svo frammeftir, raidaði hardcore og hugsaði ekki um neitt annað.
allar mínar stundir sem voru ekki í skólanum fóru í wow, þar til ég fékk mér fartölvu... þá var það wow í öllum tímum sem leifðu fartölvur :-"

sem betur fer þá náði ég að tóna mig niður all svakalega í þessu síðustu ár og reyni sem mest að láta aðra hluti ganga fyrir.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf bulldog » Mið 19. Sep 2012 20:40

Mig langar ekki að læknast af minni tölvufíkn.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf HalistaX » Mið 19. Sep 2012 21:06

Hef nokkrum sinnum dottið í þetta. Í grunnskóla varð þetta soldið brútal, playstation 3 og TF2 allan daginn alla daga. Gat orðið snar geðveikur ef foreldrar mínir fóru að reyna að reka mig úr tölvuni. Þunglindi, geðvonska og svefnleysi.

Fyrir ca. ári síðan(um það leyti sem Skyrim kom út give or take) datt ég, í skammdeygisþunglindis tímabili mínu, í subbulega tölvufíkn. Lá í rúminu með Arrested Development í fartölvuni og Skyrim í Playstation 3. Náði meira en 100 klukkutímum í Skyrim á fyrstu vikunni.

Svo keypti ég Star Wars The Old Republic fyrir tvem vikum ásamt félögum mínum því þeir sögðust allir ætla að spila. Er nú kominn í level 37 en þeir sem byrjuðu að spila á sama tíma ég eru komnir í 21 max. Er búinn að nota flest ef ekki öll skrópin í skólanum, tek all-nighter reglulega og mér líður einfaldlega bara hræðilega.

Tölvufíkn er ekkert grín, sérstaklega ekki þegar þunglindi kemur með í teitið.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Yawnk » Mið 19. Sep 2012 21:12

Hef svosem alveg lent í þessu, til dæmis á sumrin þegar maður finnur enga sumarvinnu, þá dettur maður bara í 12 tímar á dag tölvuspilun og læti, fer bara úr tölvunni til að éta en fara á klóið ;)
En þegar skólinn byrjar þá lagast þetta nú, maður reynir nú að passa sig á að tapa ekki úr mætingu eða gleyma sér osfrvm.




MCTS
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Sun 23. Okt 2011 12:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf MCTS » Mið 19. Sep 2012 21:12

Veit ekki hvort maður var haldinn þessu en maður byrjaði að spila stíft Counter Strike Source þegar hann kom út árið 2004 og spilaði alveg stanslaust í 6 ár en fór alltaf út með félögum og svona og á fótboltaæfingar og át kvöldmat þegar hann var og svona þannig þetta fer bara allt eftir einstaklingum. Núna kíkir maður í leiki þegar maður nennir því


Tölvan: Örgjörvi: Intel i5 3570k Skjákort: Gigabyte HD7870 OC Version Harður diskur: Mushkin Chronos 120 GB SSD Vinnsluminni: Corsair Vengeance 2x4 GB 1600 mhz Örgjörvakæling: Noctua NH-D14 Aflgjafi: Thermaltake 775w
Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 19. Sep 2012 21:49

Það detta mjög margir inn í þennan pakka en sem betur fer eru flestir sem annað hvort rífa sig frá þessu eða missa áhugann.

Ég var svona seinni hluta grunnskóla og byrjun menntaskóla. Er núna á fyrsta ári í Háskóla og hef satt best að segja bara engan tíma til að spila tölvuleiki.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf chaplin » Mið 19. Sep 2012 22:05

BjarkiB skrifaði:Ef ég náði að telja rétt þá kemur orðið "maður" fyrir 16 sinnum í þessari frétt.

25 sinnum.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf CurlyWurly » Mið 19. Sep 2012 22:35

Ætla ekkert að vera dónalegur en það er að gera mig klikkaðan hvað það virðast allir hérna, og þá sérstaklega höfundur fréttarinnar (á vísi), ofnota orðið "maður" í ópersónulegum skilningi. Væri ekki möguleiki að segja í það minnsta "ég" þegar þið eruð að tala um sjálfa ykkur svona síendurtekið á netinu...

Kannski er ég undantekning en mér finnst mest sem ég er búinn að lesa af þessum þræði hálf ólæsilegt vegna þessa.


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB

Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf bAZik » Mið 19. Sep 2012 22:43

chaplin skrifaði:
BjarkiB skrifaði:Ef ég náði að telja rétt þá kemur orðið "maður" fyrir 16 sinnum í þessari frétt.

25 sinnum.

Nope, 16.



Skjámynd

Kveldúlfur
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 31. Maí 2011 12:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Kveldúlfur » Mið 19. Sep 2012 22:49

Er þetta ekki frekar tölvuleikjafíkn, þar sem ég vinn við tölvur í vinnunni og nota þær heima líka þá er ég tölvufíkill, fullt af tölvubúnaði til í dag, í bílum,mp3,símum osvfrv, doldið stór hópur á Íslandi þá með tölvufíkn.

Væri dapurt að klára tölvunarfræði, kerfisstjórnun og þess háttar nám bara til að lenda í að fjölskyldan biðji mann að fara í meðferð vegna tölvunotkunar.

En ég átti mitt tímabil sjálfur þar sem ég gat flokkast undir að vera tölvuleikjafíkill, stjórna því í dag mun betur en þegar ég var yngri.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf urban » Mið 19. Sep 2012 22:53

Kveldúlfur skrifaði:Er þetta ekki frekar tölvuleikjafíkn, þar sem ég vinn við tölvur í vinnunni og nota þær heima líka þá er ég tölvufíkill, fullt af tölvubúnaði til í dag, í bílum,mp3,símum osvfrv, doldið stór hópur á Íslandi þá með tölvufíkn.

Væri dapurt að klára tölvunarfræði, kerfisstjórnun og þess háttar nám bara til að lenda í að fjölskyldan biðji mann að fara í meðferð vegna tölvunotkunar.

En ég átti mitt tímabil sjálfur þar sem ég gat flokkast undir að vera tölvuleikjafíkill, stjórna því í dag mun betur en þegar ég var yngri.



að sjálfsögðu á þetta ekki við um vinnutíma.

ef að þú eyðir aftur á móti megninu af frítíma þínum eingöngu fyrir framan tölvu og átt erfitt með að slíta þig í burtu frá henni, truflar skóla, vinnu, vinasambönd sem ástarsambön, þá er þetta fíkn.

en fyrir mann sem að vinnur fyrir framan tölvu í 8 tíma á dag er alveg "eðlilegt" að eyða 1 - 3 tímum aukalega í persónuleg málefni.
en þegar að það fer í 5 - 7 tíma og ríkur síðan uppí 12tíma+ um helgar (eða í fríum) þá eru hlutirnir ekki eðlilegir.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 19. Sep 2012 23:07

Kveldúlfur skrifaði:Er þetta ekki frekar tölvuleikjafíkn, þar sem ég vinn við tölvur í vinnunni og nota þær heima líka þá er ég tölvufíkill, fullt af tölvubúnaði til í dag, í bílum,mp3,símum osvfrv, doldið stór hópur á Íslandi þá með tölvufíkn.

Væri dapurt að klára tölvunarfræði, kerfisstjórnun og þess háttar nám bara til að lenda í að fjölskyldan biðji mann að fara í meðferð vegna tölvunotkunar.

En ég átti mitt tímabil sjálfur þar sem ég gat flokkast undir að vera tölvuleikjafíkill, stjórna því í dag mun betur en þegar ég var yngri.

Hehe ég var einmitt að hugsa nákvæmlega sama :D En ég tengi persónulega betur við að vera háður því að vera nettengdur þar sem póstur og alls konar social dót tengir mann við aðra. Samt það væri verra ef ég væri allveg dottin úr tengslum við raunveruleikann þá gæti ég flokkað þetta sem vandamál. En án þess að reyna að vera í afneitun þá tel ég mig vera soldið mikið háðan því að vera nettengdur , fann fyrir því þegar ég var netlaus í sumar og var að skipta um internet þjónustuaðila, þó ekki það slæmt að ég hafi verið í eitthverjum fráhvörfum bara fannst þetta áhugavert tímabil að sjá hvernig hegðun mann breyttist og maður fór að gera allt aðra hluti en maður er vanur :).


Just do IT
  √


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Bjosep » Mið 19. Sep 2012 23:15

Hjaltiatla skrifaði:
Kveldúlfur skrifaði:Er þetta ekki frekar tölvuleikjafíkn, þar sem ég vinn við tölvur í vinnunni og nota þær heima líka þá er ég tölvufíkill, fullt af tölvubúnaði til í dag, í bílum,mp3,símum osvfrv, doldið stór hópur á Íslandi þá með tölvufíkn.

Væri dapurt að klára tölvunarfræði, kerfisstjórnun og þess háttar nám bara til að lenda í að fjölskyldan biðji mann að fara í meðferð vegna tölvunotkunar.

En ég átti mitt tímabil sjálfur þar sem ég gat flokkast undir að vera tölvuleikjafíkill, stjórna því í dag mun betur en þegar ég var yngri.

Hehe ég var einmitt að hugsa nákvæmlega sama :D En ég tengi persónulega betur við að vera háður því að vera nettengdur þar sem póstur og alls konar social dót tengir mann við aðra. Samt það væri verra ef ég væri allveg dottin úr tengslum við raunveruleikann þá gæti ég flokkað þetta sem vandamál. En án þess að reyna að vera í afneitun þá tel ég mig vera soldið mikið háðan því að vera nettengdur , fann fyrir því þegar ég var netlaus í sumar og var að skipta um internet þjónustuaðila, þó ekki það slæmt að ég hafi verið í eitthverjum fráhvörfum bara fannst þetta áhugavert tímabil að sjá hvernig hegðun mann breyttist og maður fór að gera allt aðra hluti en maður er vanur :).


Var einmitt að flytja sjálfur og var netlaus fyrstu 2 vikurnar. Mér lá svo sem ekkert á því að fá netið aftur því mér fannst svo hrikalega gott að vera laus við það einhvernveginn. Las alveg merkilega mikið og fór alveg merkilega snemma að sofa.

Get varla beðið eftir því að netið loki :megasmile




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf vesley » Mið 19. Sep 2012 23:17

Bjosep skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
Kveldúlfur skrifaði:Er þetta ekki frekar tölvuleikjafíkn, þar sem ég vinn við tölvur í vinnunni og nota þær heima líka þá er ég tölvufíkill, fullt af tölvubúnaði til í dag, í bílum,mp3,símum osvfrv, doldið stór hópur á Íslandi þá með tölvufíkn.

Væri dapurt að klára tölvunarfræði, kerfisstjórnun og þess háttar nám bara til að lenda í að fjölskyldan biðji mann að fara í meðferð vegna tölvunotkunar.

En ég átti mitt tímabil sjálfur þar sem ég gat flokkast undir að vera tölvuleikjafíkill, stjórna því í dag mun betur en þegar ég var yngri.

Hehe ég var einmitt að hugsa nákvæmlega sama :D En ég tengi persónulega betur við að vera háður því að vera nettengdur þar sem póstur og alls konar social dót tengir mann við aðra. Samt það væri verra ef ég væri allveg dottin úr tengslum við raunveruleikann þá gæti ég flokkað þetta sem vandamál. En án þess að reyna að vera í afneitun þá tel ég mig vera soldið mikið háðan því að vera nettengdur , fann fyrir því þegar ég var netlaus í sumar og var að skipta um internet þjónustuaðila, þó ekki það slæmt að ég hafi verið í eitthverjum fráhvörfum bara fannst þetta áhugavert tímabil að sjá hvernig hegðun mann breyttist og maður fór að gera allt aðra hluti en maður er vanur :).


Var einmitt að flytja sjálfur og var netlaus fyrstu 2 vikurnar. Mér lá svo sem ekkert á því að fá netið aftur því mér fannst svo hrikalega gott að vera laus við það einhvernveginn. Las alveg merkilega mikið og fór alveg merkilega snemma að sofa.

Get varla beðið eftir því að netið loki :megasmile



Gott að losna frá þessu öllu saman stundum. Fór oft að veiða í Veiðivötnum á sumrin. Var aldrei neitt símasamband þar eða neitt, maður er liggur við svekktur að það sé komið símasamband :roll:



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1167
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 155
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf g0tlife » Fim 20. Sep 2012 07:15

maður var gjörsamlega háður tölvu og leikjum. En eftir að ég byrjaði á sjó og tók 8 mánuði það ár þá læknaðist maður og sé ekki eftir því


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf upg8 » Fim 20. Sep 2012 08:51

Ég átti það til á unglingsárunum að flýja veruleikann með því að hanga í tölvunni, þreyttur á einellti og að passa ekki inn í hefðbundið skólakerfi. Taldi það betri kost en að prófa eitthver fíkniefni.
Ég kenni ekki á nokkurn hátt tölvunni um minn flótta frá því ömurlega sem mér þótti lífið vera á þeim tíma. Tölvan í dag er eitthvað mest uppbyggilega verkfæri sem ég hef aðgang að og ég nota hana ekki til flótta í dag heldur til þess að bæta mig, læra og vinna verkefni.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf starionturbo » Fim 20. Sep 2012 09:46

Ég fór í gegnum svona tímabil þegar ég var eitthvað um 14 ára aldurinn,
nema ég var bara að forrita á fullu en ekki leika mér,
en fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af þessu :')

ég sé ekki eftir því, vegna þess að þetta skilaði mér inná atvinnumarkaðinn þegar ég var orðinn 16 ára og vinn hjá einu stærsta IT fyrirtæki á norðurlöndunum í dag (og enn alveg ólærður).

Ég hef aldrei spilað tölvuleiki af einhverju viti, kannski max 4-5 tíma af quake á viku þegar mest var... ekki eins og þú verðir góður í karate á því að spila mortal combat.


Foobar

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf natti » Fim 20. Sep 2012 10:03

Yawnk skrifaði:Hef svosem alveg lent í þessu, til dæmis á sumrin þegar maður finnur enga sumarvinnu, þá dettur maður bara í 12 tímar á dag tölvuspilun og læti, fer bara úr tölvunni til að éta en fara á klóið ;)
En þegar skólinn byrjar þá lagast þetta nú, maður reynir nú að passa sig á að tapa ekki úr mætingu eða gleyma sér osfrvm.


Þú meinar þú fannst enga vinnu því þú eyddir öllum tímanum í tölvunni?
Þeir finna sem leita.

Svo er svosem annar vinkill...

Drykkja og reykingar meðal unglinga og barna hefur minnkað umtalsvert síðustu 14 ár...
(Skv einhverju línuriti sem ég sá um daginn, sem miðaði við úrtak af 10. bekkjar nemendum frá 1996/1997, og toppurinn var greinilega 1998, en svo minnkandi eftir það.)

Höfum við í alvöru áhyggjur af því að ungmenni séu of mikið í tölvunni að þau hafa ekki lengur tíma til að drekka og reykja sígó & hass?
Og að það sé betra að þessir einstaklingar hangi fyrir utan hverfissjoppuna öll kvöld?

Auðvitað getur það komið fyrir að tölvufíkn verður "vandamál", þ.e.a.s. fer að hafa veruleg áhrif á aðra þætti í lífi viðkomandi.
Engu að síður er það pínu þreytt hvernig margt sem viðkemur tölvum er "fíkn" en allt annað ekki.
Tildæmis þykir það víst ekki í lagi að einstaklingur (ungmenni eða fullorðinn) eyði meirihluta tímans þegar viðkomandi er heima (t.d. eftir skóla eða vinnu) í tölvunni.
Það sem þessi umræða hefur sprottið af sér er að foreldrar eru hvattir til að takmarka tölvunotkun barna sinna, oft við að hámarki 1klst á dag hef ég heyrt.
Á sama tíma þykir það "socially acceptable" að öllum frítíma þegar heim er komið sé varið fyrir framan sjónvarpið.
Og fyrir einstaklinga sem eru að ljúka framhaldsskóla eða eldri, þá þykir það í raun bara sjálfsagt að horft sé á sjónvarpið viðstöðulaust í 4-6klst á dag.
Þetta er auðveldara "nú til dags" þar sem fólk nær bara í þær þáttaseríur sem það vill horfa á.
Á mörgum heimilum er það þannig að það er kveikt á sjónvarpinu þegar fólk kemur heim og ekki slökkt fyrr en síðasti maður fer að sofa.
Og sumir sitja fyrir framan það og varla hreyfa sig nema til að sinna nauðsynlegum heimilisverkum.
En ef einstaklingur er 3-4 tíma í tölvunni á kvöldin, þá er það fíkn?

(Bætt við: Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr fíkninni sem slíkri, en það er þessi umræða þar sem er lögð ofuráhersla á að tölvur séu afsprengi hins illa.)


Mkay.

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf ZoRzEr » Fim 20. Sep 2012 10:54

Datt í svona pakka með EVE online 2002 - 2006. Heilt sumar 12-16 tímar á dag. 2006 missti ég áhugan á eiginlega öllum leikjum. Hafði ekki úthald eða áhuga að hanga í sama leiknum marga klst í einu.

Aftur á móti vakna ég kl 6, mættur í vinnuna kl 7 og fer í tölvuna, sem er mitt vinnutæki. Hætti að vinna kl 17. Kem heim og fer beint í tölvuna til miðnættis. 15 - 17 tímar á dag í tölvunni, bæði vinnu og til skemmtunar eftir vinnu alla virka daga.

Er það tölvufíkn?


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Frost » Fim 20. Sep 2012 11:51

ZoRzEr skrifaði:Datt í svona pakka með EVE online 2002 - 2006. Heilt sumar 12-16 tímar á dag. 2006 missti ég áhugan á eiginlega öllum leikjum. Hafði ekki úthald eða áhuga að hanga í sama leiknum marga klst í einu.

Aftur á móti vakna ég kl 6, mættur í vinnuna kl 7 og fer í tölvuna, sem er mitt vinnutæki. Hætti að vinna kl 17. Kem heim og fer beint í tölvuna til miðnættis. 15 - 17 tímar á dag í tölvunni, bæði vinnu og til skemmtunar eftir vinnu alla virka daga.

Er það tölvufíkn?


Myndi ekki telja það sem tölvufíkn þar sem þú eyðir meiri tíma í tölvunni sem vinnutæki.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf Yawnk » Fim 20. Sep 2012 12:58

natti skrifaði:
Yawnk skrifaði:Hef svosem alveg lent í þessu, til dæmis á sumrin þegar maður finnur enga sumarvinnu, þá dettur maður bara í 12 tímar á dag tölvuspilun og læti, fer bara úr tölvunni til að éta en fara á klóið ;)
En þegar skólinn byrjar þá lagast þetta nú, maður reynir nú að passa sig á að tapa ekki úr mætingu eða gleyma sér osfrvm.


Þú meinar þú fannst enga vinnu því þú eyddir öllum tímanum í tölvunni?
Þeir finna sem leita.

Svo er svosem annar vinkill...

Drykkja og reykingar meðal unglinga og barna hefur minnkað umtalsvert síðustu 14 ár...
(Skv einhverju línuriti sem ég sá um daginn, sem miðaði við úrtak af 10. bekkjar nemendum frá 1996/1997, og toppurinn var greinilega 1998, en svo minnkandi eftir það.)

Höfum við í alvöru áhyggjur af því að ungmenni séu of mikið í tölvunni að þau hafa ekki lengur tíma til að drekka og reykja sígó & hass?
Og að það sé betra að þessir einstaklingar hangi fyrir utan hverfissjoppuna öll kvöld?

Auðvitað getur það komið fyrir að tölvufíkn verður "vandamál", þ.e.a.s. fer að hafa veruleg áhrif á aðra þætti í lífi viðkomandi.
Engu að síður er það pínu þreytt hvernig margt sem viðkemur tölvum er "fíkn" en allt annað ekki.
Tildæmis þykir það víst ekki í lagi að einstaklingur (ungmenni eða fullorðinn) eyði meirihluta tímans þegar viðkomandi er heima (t.d. eftir skóla eða vinnu) í tölvunni.
Það sem þessi umræða hefur sprottið af sér er að foreldrar eru hvattir til að takmarka tölvunotkun barna sinna, oft við að hámarki 1klst á dag hef ég heyrt.
Á sama tíma þykir það "socially acceptable" að öllum frítíma þegar heim er komið sé varið fyrir framan sjónvarpið.
Og fyrir einstaklinga sem eru að ljúka framhaldsskóla eða eldri, þá þykir það í raun bara sjálfsagt að horft sé á sjónvarpið viðstöðulaust í 4-6klst á dag.
Þetta er auðveldara "nú til dags" þar sem fólk nær bara í þær þáttaseríur sem það vill horfa á.
Á mörgum heimilum er það þannig að það er kveikt á sjónvarpinu þegar fólk kemur heim og ekki slökkt fyrr en síðasti maður fer að sofa.
Og sumir sitja fyrir framan það og varla hreyfa sig nema til að sinna nauðsynlegum heimilisverkum.
En ef einstaklingur er 3-4 tíma í tölvunni á kvöldin, þá er það fíkn?

(Bætt við: Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr fíkninni sem slíkri, en það er þessi umræða þar sem er lögð ofuráhersla á að tölvur séu afsprengi hins illa.)


''Þú meinar þú fannst enga vinnu því þú eyddir öllum tímanum í tölvunni?
Þeir finna sem leita.''

Og hví heldur þú að ég hafi ekki leitað?
Ætli ég hafi ekki lágmark sótt um á 20+ fyrirtækjum, fékk ekki svar frá einu, ekki vera að koma með einhverjar fullyrðingar sem þú veist ekki neitt um.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sögur - Tölvufíkn

Pósturaf ZiRiuS » Fim 20. Sep 2012 12:59

upg8 skrifaði:Ég átti það til á unglingsárunum að flýja veruleikann með því að hanga í tölvunni, þreyttur á einellti og að passa ekki inn í hefðbundið skólakerfi. Taldi það betri kost en að prófa eitthver fíkniefni.
Ég kenni ekki á nokkurn hátt tölvunni um minn flótta frá því ömurlega sem mér þótti lífið vera á þeim tíma. Tölvan í dag er eitthvað mest uppbyggilega verkfæri sem ég hef aðgang að og ég nota hana ekki til flótta í dag heldur til þess að bæta mig, læra og vinna verkefni.


Ditto og kudos! (mjög spes að nota þessi orð saman)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe