Síða 1 af 1
smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 11:13
af tomas52
http://www.ebay.com/itm/Wireless-Remote ... 416a392ceaþessi teikning fyrir þetta tæki skiljiði hana ?

þessi tvö þarna á hliðinni er + og - en þetta er bara 4 rása tæki en samt 12 útgangar þannig það eru 3 fyrir hvert ljós en hvað á að vera í hverju?
er semsagt að tengja ljósabúnað í bílinn minn og er með svona tæki þannig til að geta kveikt og slökt á þeim án þess að vera með kveikt á öllu kerfinu..
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:03
af tdog
Tengir plús af ljósi í D og mínusinn í O.
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:06
af playman
Vona að þetta hjálp þér eithvað

Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:07
af Squinchy
Já þetta er alveg skiljanleg mynd, einnig útskýrir myndin fyrir neðan hvernig snerturnar virka.
Setur 12V inn á D, svo fer eftir því hvort þú vilt vera að nota NO eða NC snerturnar (geri samt ráð fyrir því að þú munt vilja nota NO snertuna(eða það er það sem ég myndi gera))
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:22
af tomas52
þá hlýtur helvítis sendirinn ekki að virka því þetta virkar ekki sem þið eruð að segja mér að gera...
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:33
af tlord
tomas52 skrifaði:þá hlýtur helvítis sendirinn ekki að virka því þetta virkar ekki sem þið eruð að segja mér að gera...
er batterí í fjandans sendinum? Prófaðu líka að setja fjárans eyrað þitt á releyinn til að vita hvort kemur smá smellur.
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:40
af tomas52
tlord skrifaði:tomas52 skrifaði:þá hlýtur helvítis sendirinn ekki að virka því þetta virkar ekki sem þið eruð að segja mér að gera...
er batterí í fjandans sendinum? Prófaðu líka að setja fjárans eyrað þitt á releyinn til að vita hvort kemur smá smellur.
ekki batterí bara tengist á 12 v og það heyrist smellur... en samt kviknar ekkert ljós sama hvernig ég tengi þetta
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:46
af tlord
ónýt pera bara
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:48
af tomas52
nei hún virkar ef ég tengi beint í 12 straum
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:53
af tlord
tomas52 skrifaði:nei hún virkar ef ég tengi beint í 12 straum
en ef þú klippir annan peruvírinn og tengir endana í D og C
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 12:55
af tomas52
ertu að meina að brúa d og c? með + eða -?
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 13:00
af tlord
tomas52 skrifaði:ertu að meina að brúa d og c? með + eða -?
nei, bara hafa peruna tengda í 12V. kötta síðan annan vírinn sem fer í peruna, og láta köttuðu endana fara í D og C
taktu auðvita rafmagnið af á meðan þú græjar þetta til að skammhleypa ekki neinu
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 13:03
af axyne
Tengdu þetta bara einsog myndin sýnir. hringurinn með X-ið í miðjunni er perann.

Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 14:45
af Garri
Lang einfaldast er fyrir þig til að skilja þetta er að nota peru með tveimur vírum áföstum, slökkva og kveikja á sendinum og prófa snerturnar, notar annan vírinn í jörð. Eins getur þú notað volt mæli í sama tilgangi og stillt hann á viðnám eða að hann gefi hljóð þegar tengt er á milli.
Relay eru segulrofar sem keyra oft á minni straum og jafnvel spennu en þeir hleypa í gegnum sig. Þess vegna þarf að vera straumur á rofanum sjálfum og síðan þarf að vera straumur á sjálfri rásinni sem í þínu tilviki á að kveikja ljós.
Ef þú heyrir smelli þegar þú ýtir á fjarstýringuna, þá eru rofarnir að virka og þ.a.l. með straum á brettinu. Þá vantar bara að tryggja straum í rásirnar sem rofinn rýfur og tengir eftir notkun. Þarft bara að nota tvo af þeim. Einn vírinn þarf að liggja í rásina (plús kraftur) og annar þarf að liggja frá henni og vera tengdur þegar kveikt og ótengdur þegar slökkt. Ég mundi nota D fyrir kraft frá geymi og O sem kraft til peru. Jörðina færðu að sjálfsögðu hvar sem er.
Þú getur notað þriðja möguleikann í eitthvað auka eins og rauða díóðu sem sýnir með rauðu að slökkt osfv.
En auðvitað getur þú snúið þessu við og notað D fyrir peru og O sem kraft frá geymi, þá er þriðja rásin alveg geld.
Re: smá hjálp með ljósabúnað..
Sent: Mið 19. Sep 2012 17:27
af Squinchy
Held að best væri fyrir þig að gera þér ferð í miðbæjarradio eða íhluti og biðja þá til að sýna þér hvernig þetta virkar, annars eru þessar mynd lýsingar mjög fínar
einnig flott myndin sem playman setti inn, lýsir hvernig spólurofinn virkar