Búnaðurinn sem ég er með samanstendur af Pioneer vsx-806rds magnara sem á að geta keyrt 110w á 4ohm, en þar sem það er dálítið flókið að finna heimahátalara á þessum vöttum sem keyra á 4ohm, þá hef ég ákveðið að byggja sjálfur hátalara.
Ég viðurkenni það án rifrildis að ég er töluverður hávaðaseggur, en ég elska einnig tónlist í góðum, tærum gæðum, og skiptir hljómburður mig töluverðu máli.
En þar sem ég er ekki moldríkur þá hef ég eins og sést, ákveðið að prufa þetta, og ætla að gera þetta í áföngum.
Hátalararnir sem ég ætla að notast við eru á listanum hér að neðan.
Tvö pör:
JBL GT0628
180w (60w rms)
Tíðnisvið: 50hz-21khz
2ohm
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=GTO628Eitt par:
JBL C608GTi
600w (150w rms)
Tíðnisvið: 50hz-21khz.
4 ohm
Stakir Tweeterar
Crossover fylgir
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=C608GTiMagnari: ennþá spurningamerki. Á eftir að finna einn góðan fyrir hátalarana, og einn góðan fyrir bassakeillurnar þrjár sem ég nota.
Er í augnablikinu að keyra tvo 180w jbl bílhátalara með innbyggðum tweeterum (2ohm) og þrjár 250w mtx terminator keilur á þessum gamla sirka 200w jbl magnara sem ég skipti út fyrir annann magnara sem ég átti.
Bílmagnarinn keyrir á tölvuaflgjafa sem er breyttur þannig að úr honum liggja aðeins þrjár 12v snúrur sem fara í plúsinn á magnaranum, en einnig fer jörð úr aflgjafanum í magnarann og já, einfalt stuff.
Heimamagnarinn keyrir því bílmagnarann í gegnum jack tengi sem er framan á heimamagnaranum.