Síða 1 af 1
Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 18:36
af capteinninn
Hefur einhver af ykkur skoðað þessa Tomorrowland hátíð í Belgíu?
Tel mig ekki vera neinn technohund en miðað við hvernig þetta lítur út í
Tomorrowland 2012 aftermovie er þetta allsvakalegt show sem maður myndi jafnvel skella sér á bara til að sjá þetta
Maður væri alveg til í að sjá þetta bara útaf production-value-inu sem er í þessu
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 18:40
af Nördaklessa
þakka þér fyrir þetta

best að skipuleggja ferð á næsta ári

Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 18:42
af noizer
Ég komst ekki í ár en ég ætla eins og ég get að reyna að komast á næsta ári. Þeir voru að sýna live frá hátíðinni sem var á þessu ári og ég horfði á helling af því, algjör snilld.
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 18:42
af worghal
klikkað flott þema í kringum þessa hátíð

Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 19:46
af J1nX
væri svo sjúklega mikið til í að fara, veit ekki hversu oft ég er búinn að horfa á Tomorrowland 2011 aftermovie, á reyndar eftir að sjá þessa.. tjecka a henni þþegar ég er búinn í work
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 20:38
af Olli
popp og kók
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:17
af jonandrii
uppselt 2012 og 2013 skilst mér

Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:22
af vesley
jonandrii skrifaði:uppselt 2012 og 2013 skilst mér

Auðvitað uppselt 2012
Miðasalan fyrir 2013 er ekki byrjuð.
Stefni á að fara á þessa hátíð á næsta eða þarnæsta ári ef allt gengur upp.
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:37
af halldorjonz
Ég og vinur minn ætluðum á þessa hátíð, miðasala byrjaði kl 9 um morguninn á sunnudegi minnir mig, þannig við vöknuðum í þynkunni eldhressir
vinur minn var meira segja búinn að kaupa flugmiða og alles,eeen það seldist upp á innan við klukkutíma!!!!!!! og við náðum hvorugir og ég held að það
hafi reynt svona 40 aðrir Íslendingar og það komust held ég svona 5 hámark. frekar klikkað.....
Þannig það er alls ekki gefið að fara á þessa hátíð þó þú eigir seðlana fyrir því

Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:45
af mercury
helvíti öflug maskína sem höndlar söluna á þessu ef það seldust upp 180þús miðar á 40 mín.
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:47
af worghal
halldorjonz skrifaði:Ég og vinur minn ætluðum á þessa hátíð, miðasala byrjaði kl 9 um morguninn á sunnudegi minnir mig, þannig við vöknuðum í þynkunni eldhressir
vinur minn var meira segja búinn að kaupa flugmiða og alles,eeen það seldist upp á innan við klukkutíma!!!!!!! og við náðum hvorugir og ég held að það
hafi reynt svona 40 aðrir Íslendingar og það komust held ég svona 5 hámark. frekar klikkað.....
Þannig það er alls ekki gefið að fara á þessa hátíð þó þú eigir seðlana fyrir því

af hverju geriði ekki hópferð út á þetta?
eins og ég hef núna tvisvar farið á Wacken þrátt fyrir að að sé auglýst "sold out" í bæði skiptin, en ég fékk mína miða gegnum gaur sem sér um hópferð íslendinga. hann fær sína miða frá fyrirtæki í DK sem eru með svona hópferðir og endursölu miða.
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 21:51
af chaplin
Ég og amk. 2 félagar mínir förum næsta ár, sé þig þar frændi!

Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 22:31
af halldorjonz
"ID&T decided to give Belgians an exclusive chance with a presale (80,000 of the 180,000 tickets) on Saturday, March 24. In less than one day, all of the tickets sold out and at some moments there were 2,000,000 people on the online waiting list. The worldwide sale started Saturday, April 7 at 11am. Within less than 2 hours, the other 100,000 tickets sold out."
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 23:37
af GullMoli
Shi, ég hélt að þetta væri einhver mega hátæknisamkoma

En annars, í vídeoinu á 19:00 er þetta alveg klárlega íslenska, veit einhver hvaða lag þetta er?
EDIT: Derp, sé núna að allur lagalistinn er gefinn upp <.<
Re: Tomorrowland
Sent: Mán 10. Sep 2012 23:41
af halldorjonz
GullMoli skrifaði:En annars, í vídeoinu á 19:00 er þetta alveg klárlega íslenska, veit einhver hvaða lag þetta er?
Jam þetta er Íslenska og lagið er " M-3ox ft. Heidrun - Beating Of My Heart "
http://www.youtube.com/watch?v=FcVjVvt9m1A orginal..
http://www.youtube.com/watch?v=-DwoAqoh5HI remix..
