Síða 1 af 1

Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 13:32
af Klemmi
Sælir drengir,

mútta bað mig um að athuga hvort það væru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt, hvort þetta væri ekki bara úrelt og gott sem verðlaust?

Um ræðir 5 & 10 aura peninga, gamlar krónur o.s.frv.

Beztu kveðjur,
Klemmi

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 13:48
af hfwf
Klemmi skrifaði:Sælir drengir,

mútta bað mig um að athuga hvort það væru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt, hvort þetta væri ekki bara úrelt og gott sem verðlaust?

Um ræðir 5 & 10 aura peninga, gamlar krónur o.s.frv.

Beztu kveðjur,
Klemmi


Hægt að ATH safnara á ebay. Mesti verðmætin væru þar(hjá söfnurum) ananrs er þetta pretty much verðlaust held ég.

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 13:54
af AciD_RaiN
Það er ekki mikill peningur í þessu því miður. Ég er safnari og á alveg ógrynni af mynt og seðlum og þetta er allt nánast verðlaust ennþá... Láta þetta bara erfast til barnanna þinna osfr :P

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 13:56
af bulldog
ég safna bara mynt í núvirði :sparka

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 14:29
af razrosk
Hvað með mynt sem er frá árinu 1628 og 1858? Það getur varla verið verðlaust.. (ekki íslenskt auðvitað)

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Lau 08. Sep 2012 14:52
af Klemmi
Takk fyrir þetta strákar, ég segi henni þá bara að skella þessu aftur ofan í skúffu og bíða lengur ;)

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Sun 09. Sep 2012 02:26
af pattzi
Veit að Maðurinn sem á símabæ hefur verið að selja gott sem verðlausa mynt á ebay á morðfjár.

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Sun 09. Sep 2012 10:41
af urban
pattzi skrifaði:Veit að Maðurinn sem á símabæ hefur verið að selja gott sem verðlausa mynt á ebay á morðfjár.


ef að einhver kaupir eitthvað á morðfjár þá er það ekki verðlaust.

hlutir eru eingöngu verðlausir ef að kaupandi fæst ekki.

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Sun 09. Sep 2012 19:32
af bulldog
þetta er allt spurning um hvað fólk er tilbúið að borga fyrir hluti.

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Sun 09. Sep 2012 20:05
af krissiman
Á heilan poka af þessu hvað ertu til í að borga?

Re: Eru einhver verðmæti í 40 ára gamallri mynt?

Sent: Sun 09. Sep 2012 21:09
af Akumo
krissiman skrifaði:Á heilan poka af þessu hvað ertu til í að borga?


Hvernig væri að lesa þráðinn..