Síða 1 af 2
losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:09
af bulldog
Eru menn hérna með einhver góð ráð til þess að losna við kvef ? Ég veit að það er ekki til nein lækning við því en kannski einhver góð ráð til þess að minnka það

Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:14
af jagermeister
Otrivin Menthol nefsprey, losar um allar stíflur og þú getur andað aftur
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:41
af vesley
Nefspray og hrár hvítlaukur (já étur hann bara) og soðin engifer-rót (drekkur vatnið) .
Rótsterkt en drepur bókstaflega allt kvef.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:47
af Gerbill
vesley skrifaði:Nefspray og hrár hvítlaukur (já étur hann bara) og soðin engifer-rót (drekkur vatnið) .
Rótsterkt en drepur bókstaflega allt kvef.
Mjög gott líka að gera te, saxa niður engifer, nokkrar sítrónu sneiðar og smá hunang.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:51
af hfwf
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:58
af FuriousJoe
Nefsprey og sopi af vodka eða einhverju sterku. Mátt fá þér meira en 1 sopa ef við á.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 16:00
af Gerbill
FuriousJoe skrifaði:Nefsprey og sopi af vodka eða einhverju sterku. Mátt fá þér meira en 1 sopa ef við á.
Ekki verra ef það sé 15+ ára viský.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 16:14
af dori
Panodil hot (hitastillandi verkjalyf) með hunangi útí til að mýkja hálsinn (og bragðbæta auðvitað).
Ég myndi fara varlega í nefspreyið, sérstaklega mentholið, þú mátt alls ekki nota það of mikið.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 17:41
af vesi
Fór strax til docks og fékk sýklalyf, og tek mikið af C-vítamíni. nefspray mentol og panodil hot,, hef bara ekki tíma til að vera með kvef núna.. einnig sýð ég vatn í meðalstórum potti og set pottin á platta setur handklæði yfir og anda að mer gufuni (passa ekki of heit samt) kvölds og morgna.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 17:54
af Kosmor
ég raida alltaf lyfjaskápinn bara, finn eitthvað sniðugt og vakna eldhress

Ekki skemmir samt fínn sterkur sopi á góðu kvöldi, þessvegna tveir ef um föstudagskvöld er að ræða.
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 17:54
af Moquai
guuufubað yo
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 18:48
af agust1337
Farðu í sturtu heita(sem er eiginlega að verða af gufubaði) eða farðu í gufubað og andaðu að þér gufunni, hefur oft virkað fyrir mig

Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 20:06
af Prentarakallinn
Góð kjötsúpa og drekka mikið af vatni, og ekki gleyma að halda á sér hita með trefli og alltaf vera í sokkum. Works every time

Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 20:13
af Nördaklessa
vodka
Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 20:53
af bulldog
það var of mikið af því um seinustu helgi ....

Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 20:58
af gutti
engiferte ég drekk það hverju kveldi

Re: losna við kvef
Sent: Fös 07. Sep 2012 22:47
af hagur
Fullt af húsráðum til við kvefi eins og sést í þessum þræði, en ultimately þá er það bara tíminn sem læknar kvef. 5-7 daga tekur líkamann oftast að vinna bug á kvef-veirunni, ef ég man rétt.
Ef einhver finndi pottþétt lyf gegn kvefi þá væri sá hinn sami á grænni grein

Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 01:22
af Moquai
hagur skrifaði:Fullt af húsráðum til við kvefi eins og sést í þessum þræði, en ultimately þá er það bara tíminn sem læknar kvef. 5-7 daga tekur líkamann oftast að vinna bug á kvef-veirunni, ef ég man rétt.
Ef einhver finndi pottþétt lyf gegn kvefi þá væri sá hinn sami á grænni grein

trúúú, en mér finnst gufubað alveg gera það með allt þetta nefrennsli.
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 02:34
af Marmarinn
Mitt ráð er að anda að sér gufu, setti vatn + sjávarsalt í pott, lok með loftgötum. Gerði svo smá trekt úr álpapír yfir loftgötin
til að hleypa gufunni þétt út svona 20cm fyrir ofan pottinn.
Bullsauð vatnið og gat þannig andað að mér þéttri gufu og notaði líka handklæði yfir hausinn.
Einnig setti ég smá olíu með mentol bara í álpappírstrekkitina.
Það má æfa sig með þetta, en þetta virkaði mjög vel.
Og svo snýta sér , með góðum pappír, eins og vitlaus maður. Hreinsa allt út.
Helst myndi ég vilja prufa svona skolkönnu eins og ég hef séð, það myndi hreinsa allt duglega út.
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 03:14
af HalistaX
Grænn Gold Coast.... works every time.
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 06:48
af Krissinn
Marmarinn skrifaði:Mitt ráð er að anda að sér gufu, setti vatn + sjávarsalt í pott, lok með loftgötum. Gerði svo smá trekt úr álpapír yfir loftgötin
til að hleypa gufunni þétt út svona 20cm fyrir ofan pottinn.
Bullsauð vatnið og gat þannig andað að mér þéttri gufu og notaði líka handklæði yfir hausinn.
Einnig setti ég smá olíu með mentol bara í álpappírstrekkitina.
Það má æfa sig með þetta, en þetta virkaði mjög vel.
Og svo snýta sér , með góðum pappír, eins og vitlaus maður. Hreinsa allt út.
Helst myndi ég vilja prufa svona skolkönnu eins og ég hef séð, það myndi hreinsa allt duglega út.
Ertu að meina svona Neti pot?
http://24.media.tumblr.com/tumblr_lv490 ... o1_400.jpg
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 09:30
af Marmarinn
Já, nákvæmlega. Hvar ætli þetta fáist?
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 13:40
af Krissinn
Marmarinn skrifaði:Já, nákvæmlega. Hvar ætli þetta fáist?
Já það er nú málið, Sá auglýsingu í byrjun árs um að þetta væri komið til Íslands en ég man ekki hvar þetta fæst... Var búinn að sjá svona auglýsingar með svona dóti á erlendum stöðvum áður....
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 13:46
af hfwf
Re: losna við kvef
Sent: Lau 08. Sep 2012 13:53
af tdog
Skemmtilegt off-topic efni.
http://articles.mercola.com/sites/artic ... toxic.aspxÞáttur 17. í 8. seríu af House fjallar um svona Neti pott.