Síða 1 af 1
Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 13:34
af GuðjónR
Þessi frétt er á síðu 134 á textavarpinu í dag, þar er talað um að "einhverjir"
fylgist með netnotkun, er það ekki jafn ólöglegt og niðurhal á höfundavörðu efni?
Fylgst með þeim sem sækja netefni
Ný bresk rannsókn bendir til þess að
fylgst sé með nánast öllum sem sækja
höfundarréttarvarið efni á netið.
Upplýsingunum er safnað í stóra
gagnagrunna en ekki er ljóst hver
safnar þeim eða í hvaða tilgangi. Nú
til dags er algengt að menn sæki sér
tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþætti í
gegnum svokallaðar torrent skrár á
netinu. Þannig er meðal annars hægt að
nálgast höfundarréttarvarið efni án
endurgjalds. Í mörgum tilvikum liggur
ekki fyrir hverjir það eru sem eru að
safna þessum upplýsingum, hvað þá í
hvaða tilgangi. Höfundar
rannsóknarinnar velta meðal annars upp
þeim möguleika að samtök rétthafa vilji
halda nákvæmt bókhald yfir hverjir séu
að stela efni í gegnum netið.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 13:51
af Daz
Ég held að þetta eftirlit sem var lýst í rannsókninni og var skýrara í ensku fréttinni sé ekki ólöglegt. Það eru bara forrit sem tengjast við venjuleg torrent og fylgjast með því hvaða ip tölur eru að deila og hvaða eru að sækja. Þetta eru "public information".
Ég nota aldrei torrent og þekki þetta því ekki, en minnir að ég hafi lesið í þessu samhengi að í mörgum torrent forritum væri innbyggðir blacklistar af einmitt ip tölum sem væru talin svona "info gatherers".
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 16:46
af C2H5OH
Systkini mín og foreldrar búa út í þýskalandi, og litla systir mín náði í einhverja mynd á piratebay og svo 2-3 vikum seinn fékk pabbi sekt upp á 1000 evrur frá einhverri stofnun sem vinnur fyrir þýska ríkið...
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 16:50
af appel
C2H5OH skrifaði:Systkini mín og foreldrar búa út í þýskalandi, og litla systir mín náði í einhverja mynd á piratebay og svo 2-3 vikum seinn fékk pabbi sekt upp á 1000 evrur frá einhverri stofnun sem vinnur fyrir þýska ríkið...
Meiri mafían.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 17:01
af Gúrú
C2H5OH skrifaði:Systkini mín og foreldrar búa út í þýskalandi, og litla systir mín náði í einhverja mynd á piratebay og svo 2-3 vikum seinn fékk pabbi sekt upp á 1000 evrur frá einhverri stofnun sem vinnur fyrir þýska ríkið...
Náði í og þar með dreifði.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 17:02
af GuðjónR
C2H5OH skrifaði:Systkini mín og foreldrar búa út í þýskalandi, og litla systir mín náði í einhverja mynd á piratebay og svo 2-3 vikum seinn fékk pabbi sekt upp á 1000 evrur frá einhverri stofnun sem vinnur fyrir þýska ríkið...

Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 17:17
af appel
Það væri áhugavert hvort maður gæti fengið einhverja random mynd á Íslandi með löglegum leiðum. Documentera það, kannski taka upp svona heimildarmynd... um greyið íslending sem vill horfa á ákveðna kvikmynd, svo labbar hann á milli fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og leitar að myndinni... sem þarf jú að vera í blu-ray því það er það sem fæst á t.d. piratebay.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 17:21
af halldorjonz
C2H5OH skrifaði:Systkini mín og foreldrar búa út í þýskalandi, og litla systir mín náði í einhverja mynd á piratebay og svo 2-3 vikum seinn fékk pabbi sekt upp á 1000 evrur frá einhverri stofnun sem vinnur fyrir þýska ríkið...
Er ekki löglegt að niðurhala svona bíómyndum, bara ekki dreifa þeim?
Ef hún hefði downloadað og sett max upload speed á 0.1kb t.d. semsagt þú nærð ekki einu sinni að dreifa 1mb(af 700mb) af myndinni
hefði hún samt fengið þessa sekt?
Fáranlegt samt

Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 18:05
af DJOli
Þessar sögur eru búnar að ganga sem eldur í sinu um helstu torrentsíður internetsins.
Það sem alltaf er sagt, er að komi þessir þýskarar (einhverjar ákveðnar stofnanir úti með "útsmogna" lögmenn, og ætla að kæra þig, nema þú borgir xxx til xxxx evrur, eigirðu að leyfa þeim að kæra þig. Þeir eru ekki með nein sönnunargögn, bara vitund af því að þú hafir verið að gera eitthvað.
Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta betur.
Grein um svipað mál í Svíþjóð.
http://torrentfreak.com/police-warn-int ... rs-120818/Eins og ég segi, þá kæra þeir að öllum líkindum ekki hvort eð er.
En ef þú borgar þeim þá ertu nánast að játa sekt þína.
Edit: nokkrar greinar í viðbót.
http://torrentfreak.com/copyright-troll ... ts-120801/http://torrentfreak.com/accused-movie-p ... on-120723/
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Mið 05. Sep 2012 22:27
af fedora1
Það þarf að lesa ensku síðuna eins og oft áður.
http://www.bbc.com/news/technology-19474829"It is questionable whether the monitors observed would actually have evidence of file-sharing that would stand up in court," he added.
Lawyers have previously cast doubt on whether evidence collected from an IP address can be used in court because such an address pinpoints the internet connection used for downloading rather than a specific individual.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Fim 06. Sep 2012 01:55
af Minuz1
a) það er ekki hægt að kæra nettengingu
b) það er ekki hægt að biðja þig um að framvísa framburði sem sakfellir sambýlisfólk þitt.
c) það er ekki hægt að útiloka það að það sé hægt að brjótast inn á þráðlausa netkerfið þitt
það er hægt að frá 256-4000 bita encryption á diska sem kostar ekkert og er ekki hægt að cracka.
Re: Fylgst með þeim sem sækja efni yfir netið
Sent: Fim 06. Sep 2012 04:14
af chaplin
Vinkona mín býr í Flórída, þegar hún flutti í ákveðið hverfi fékk hún og fjölskyldan bréf um að ef þau væri grunuð um ólöglegt niðurhal væri hægt að kæra þau fyrir x upphæð (minnir að það hafi verið um hálf milljón bandaríkjadollara).
Needless to say - þau hafa ekki þorað að sækja neitt og auðvita worth mentioning, þau borga ekki f. netið - heldur fyrirtæki sem meðlimur í fjölskyldunni vinnur fyrir. Líklegast ástæðan f. því að öll netnotkun sé vöktuð hjá þeim.