Síða 1 af 2
Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Þri 04. Sep 2012 17:30
af rapport
Miðbæjarradíó seldi sín 30stk af raspberry pi á no time og eru að panta meira.
Stórgóð þjónusta og fín verð hjá þeim og til að ýta undir að einhver hérna á klakanum selji þetta út úr búð, þá hvet ég alla sem hafa áhuga á að láta þau vita svo þau geti pantað meira.
Verðið var e-h um 8-9þ. með glæru boxi sem er ágætt og að sjálfsögðu er verslunin alveg frábær.
Vil styðja þetta framtak þeirra með því að láta ykkur vita ;-)
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 14:42
af rapport
Komin til þeirra...
rétt innan við 7þ. og box á 1600kr.
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 14:52
af axyne
rapport skrifaði:Komin til þeirra...
rétt innan við 7þ. og box á 1600kr.
Er það ekki svipað verð og ef maður pantar utan frá ?
edit
Fylgir eitthvað með, usb snúra, power supply og SD kort ?
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 15:17
af vikingbay
Snilld, er vitað hvenar er von á næstu sendingu?
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 15:22
af Pandemic
Fengu 100 stykki í dag

Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 15:50
af PepsiMaxIsti
Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:00
af viddi
PepsiMaxIsti skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Ég keyri xbmc á minni, virkar mjög smooth eftir að ég overclockaði örrann í 800mhz

Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:09
af PepsiMaxIsti
viddi skrifaði:PepsiMaxIsti skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Ég keyri xbmc á minni, virkar mjög smooth eftir að ég overclockaði örrann í 800mhz

Ertu þá að ná að keyra hd myndir og svoleiðis,
hvernig ferðu að því að overclokka örrann í þessu?
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:28
af rapport
PepsiMaxIsti skrifaði:viddi skrifaði:PepsiMaxIsti skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Ég keyri xbmc á minni, virkar mjög smooth eftir að ég overclockaði örrann í 800mhz

Ertu þá að ná að keyra hd myndir og svoleiðis,
hvernig ferðu að því að overclokka örrann í þessu?
Bara leita á Google...
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:32
af Gúrú
rapport skrifaði:PepsiMaxIsti skrifaði:Ertu þá að ná að keyra hd myndir og svoleiðis,
hvernig ferðu að því að overclokka örrann í þessu?
Bara leita á Google...
*Bíður eftir einkennismálsgrein Zedro til margra ára*

Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:34
af chaplin
Kúdos til rapports fyrir reportið!
En annars er held ég Raspberry Pi 2.0 á leiðinni, verður spennandi að sjá speccana.
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 16:44
af fannar82
viddi skrifaði:PepsiMaxIsti skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Ég keyri xbmc á minni, virkar mjög smooth eftir að ég overclockaði örrann í 800mhz

ertu að nota þetta build?
http://www.raspbmc.com/
Re: RassPæ
Sent: Fim 06. Sep 2012 17:25
af viddi
fannar82 skrifaði:viddi skrifaði:PepsiMaxIsti skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta í?
Er þetta fínt til að vera XBMC settup á?
Ég keyri xbmc á minni, virkar mjög smooth eftir að ég overclockaði örrann í 800mhz

ertu að nota þetta build?
http://www.raspbmc.com/
Nota
OpenELEC hraðvirkara og léttara í keyrslu, svo getur maður gert einfalt config skjal fyrir openELEC til að oc'a örrann.
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 19:53
af lollipop0
Snilld! ætla að fá mér 1stk.
pantaði í Júni en ekki ennþá búinn að fá hann
svo kemur þessi
"Raspberry Pi - shipping delay" (28/08/12)
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 21:10
af Snorrmund
Snilld, keypti mér eitt stykki í dag

En mér vantar samt SD kort og hleðslutæki.
Hef heyrt að það sé mælt með amk ~700mA fyrir hleðslutækið og engin "noname" SD kort. Vitiði hvar er ódýrast að kaupa gott micro usb hleðslutæki og SD kort? Er þá ekki málið að kaupa amk 4 gb ?
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 21:34
af Steini B
Snorrmund skrifaði:Snilld, keypti mér eitt stykki í dag

En mér vantar samt SD kort og hleðslutæki.
Hef heyrt að það sé mælt með amk ~700mA fyrir hleðslutækið og engin "noname" SD kort. Vitiði hvar er ódýrast að kaupa gott micro usb hleðslutæki og SD kort? Er þá ekki málið að kaupa amk 4 gb ?
Getur notað venjulegt símahleðslutæki, eru örugglega öll yfir 700mA
Hérna er í Elko á 1500kr. 1000mA (fást líka í N1 á svipuðu verði)
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=846Hérna er mjög gott SD kort á 2.750
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4773Djö, nú er ég virkilega farinn að spá í að hringja á morgun og panta mér eitt stykki

Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 23:40
af Daz
Snorrmund skrifaði:Snilld, keypti mér eitt stykki í dag

En mér vantar samt SD kort og hleðslutæki.
Hef heyrt að það sé mælt með amk ~700mA fyrir hleðslutækið og engin "noname" SD kort. Vitiði hvar er ódýrast að kaupa gott micro usb hleðslutæki og SD kort? Er þá ekki málið að kaupa amk 4 gb ?
Öll símhleðslutækin sem ég er með við hliðina á mér (3 fyrir þá sem kunna að telja) eru 0,7A, eða 700mA ef ég man mínar SI einingar rétt.
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 23:48
af pattzi
Get ekki googlað
Hvað er þetta?
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fim 06. Sep 2012 23:53
af Xovius
pattzi skrifaði:Get ekki googlað
Hvað er þetta?
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
http://lmgtfy.com/?q=Raspberry+Pi
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 08:28
af fannar82
Xovius skrifaði:pattzi skrifaði:Get ekki googlað
Hvað er þetta?
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
[Óleyfilegum hlekk eytt]?q=Raspberry+Pi
Nú er ég forvitinn, hvað var óleyfilegt?
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 09:24
af dori
lmgtfy.com
Það er auðvitað frekar dónalegt.
Annars, fyrir pattza sem virðist ekki kunna á internetið þá er þetta einkatölva á stærð við kreditkort. Hún er með HDMI og composite tengi þannig að þú getur notað hvaða sjónvarp sem er sem tölvuskjá og svo þarftu bara lyklaborð og mús fyrir utan tölvuna. Missionið á bak við tölvuna, ef mig misminnir ekki harkalega, er að kenna krökkum forritun en þetta er samt nógu öflugt til að keyra flesta venjulega vinnu sem fólk gerir í dag (ef þú þarft ekki rosa fancies effect á allt auðvitað). Tölvan, sökum smárrar stæðar, varð rosalega vinsæl meðal tölvuáhugamanna og mjög margir eru að hakka í þessu og nota þetta í alls konar hluti sem þú hefur venjulega þurft miklu dýrari eða stærri tæki í (t.d. htpc).
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 10:08
af playman
Svo er auðvitað hægt að spila Quake 3 á þessu
http://www.youtube.com/watch?v=e_mDuJuvZjI
Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 10:59
af Xovius
fannar82 skrifaði:Xovius skrifaði:pattzi skrifaði:Get ekki googlað
Hvað er þetta?
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
[Óleyfilegum hlekk eytt]?q=Raspberry+Pi
Nú er ég forvitinn, hvað var óleyfilegt?
Fannst Let Me Google That For You frekar viðeigandi fyrst hann sagðist ekki geta googlað

Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 14:23
af fannar82
Hvað ætla menn að nota þetta í annað en XBMC

Re: Smásala á Raspberry Pi á Íslandi
Sent: Fös 07. Sep 2012 15:24
af kubbur
Þægilegur portable wep key hacker, getur komið fyrir nokkrum svona her og þar um Reykjavík...