Síða 1 af 1
Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Þri 31. Júl 2012 22:38
af agust1337
Kærasta bóður míns er að fara til Bandaríkjana í september og honum langar í galaxy note, og hann vill vita hvort það sé hægt að kaupa "unlocked" síma í Bandaríkjunum og nota hér í Evrópu.
Ég svo sem skil hann alveg þar sem hann er um 30 þúsund krónum ódýrari úti heldur en hér á landi.
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:08
af agust1337
upp
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:40
af hfwf
Ef hann er með stuðning við evrópskar símtíðnir þá já ekkert mál.
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 12:59
af agust1337
Hann vill vita hvor munurinn er á þeim símtíðunum, hver er hann?
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 13:11
af hfwf
http://www.gsmarena.com/samsung_galaxy_note-4135.php sérð hét t.d
ísland keyrir á tíðnunum ef ég man rétt 900 1800 og 2100 bæði fyrir 2g og 3g
svo er nova að vinna í 4g en ekki hugmynd hvaða tíðnir það eru en það er ekki LTE sem þú sérð þarna held eg.
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 13:21
af agust1337
Já okei, takk fyrir.
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 15:16
af J1nX
ég gerði einmitt þau mistök fyrir 4-5árum að kaupa mér síma í USA án þess að ath með þetta.. síminn var allstaðar sambandslaus nema á örfáum stöðum í miðbænum og nágreni, hann var orðinn sambandslaus í mosó og í hfj
Re: Kaupa síma í Bandaríkjunum og nota á Íslandi
Sent: Mið 01. Ágú 2012 16:23
af capteinninn
Keypti minn Nexus S í BNA og hann virkaði fínt hérna heima.
Bara að athuga með bandvíddina og þá ertu góður, ja líka hleðslutæki eða millistykki fyrir hleðslutækið