Síða 1 af 1

3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 10:57
af mikkidan97
Mynd

http://www.instructables.com/id/LED-Cube-and-Arduino-Lib/

Ég bjó til einn svona með Arduino Mega 2560 R3, en mér finnst díóðurnar vera frekar daufar. Af hverju gætu þær verið svo dimmar? Eru það díóðurnar eða borðið?

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 12:33
af tdog
Hvaða lit notaðiru?

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 13:04
af axyne
Hvað ertu að multiplexa hratt á milli hæða? ef þú ert að gera of hratt þá getur ljósið orðið of dauft.

Getur tjekkað á mínum
viewtopic.php?f=9&t=45086&p=424515&hilit=LED+cube#p424515

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 13:32
af tdog
Það fellur líka ekki sama spennan yfir alla liti, græn díóða þarf hærri spennu en rauð t.d.

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 14:18
af dori
Sumar díóður eru líka ekkert rosalega bjartar. Þú þyrftir helst að sýna hvernig díóður þú ert að nota. Mynd/myndband myndi líka hjálpa.

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 14:24
af mikkidan97
tdog skrifaði:Hvaða lit notaðiru?

Ég er með 5mm grænar díóður sem ég fékk af gömlum móttökubúnaði í vinnunni, svo ég veit ekki hvernig díóður þetta er.

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 14:28
af Jónas Þór
ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 14:38
af Domnix
Ef þú ert að nota spennuna beint úr arduino gæti það útsýrt þetta, þar sem spennan er held ég bara 5V. Hægt að laga það með því að hanna þetta með utanaðkomandi power, t.d. 9V batteríi. Getur líka gerst ef þú ert með of hátt viðnám. Prófaðu að lækka viðnámið fyrst.

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 19:36
af mikkidan97
Domnix skrifaði:Ef þú ert að nota spennuna beint úr arduino gæti það útsýrt þetta, þar sem spennan er held ég bara 5V. Hægt að laga það með því að hanna þetta með utanaðkomandi power, t.d. 9V batteríi. Getur líka gerst ef þú ert með of hátt viðnám. Prófaðu að lækka viðnámið fyrst.

Ég er aðeins með 220 ohm viðnám

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 19:37
af mikkidan97
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)

Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 19:55
af dori
mikkidan97 skrifaði:
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)

Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér

Hann er að segja að straumurinn á pinnunum sé hugsanlega það lítill að díóðurnar verði ekki nógu bjartar (það á samt að þurfa lítinn straum til að láta "venjulegar" díóður skína).

En það sem hann er að tala um er að nota utanaðkomandi straum til að keyra díóðurnar en stjórna þeim með Arduinonum. Þú gerir það með transistor.

Sjá hér

Re: 3x3x3 LED Teningur

Sent: Sun 29. Júl 2012 20:10
af Domnix
dori skrifaði:
mikkidan97 skrifaði:
Jónas Þór skrifaði:ertu bara að keyra þær á 5v úr arduino? ef svo þá held ég að straumurinn sé ekki nægur fyrir svona margar perur, þarft annan power source( þó ég viti ekki specs á þeim)

Ég keyri þær á þeim voltum sem pinnarnir geta gefið frá sér

Hann er að segja að straumurinn á pinnunum sé hugsanlega það lítill að díóðurnar verði ekki nógu bjartar (það á samt að þurfa lítinn straum til að láta "venjulegar" díóður skína).

En það sem hann er að tala um er að nota utanaðkomandi straum til að keyra díóðurnar en stjórna þeim með Arduinonum. Þú gerir það með transistor.

Sjá hér


Falleg og auðveld útfærsla :happy En já það að hækka spennuna er í raun bara það sama og lækka viðnámið til að fá hærri straum gegnum perurnar. Vissulega þurfa díóður lítinn straum og straumurinn beint út frá Arduino ætti að meira en duga. Prófaðu bara að stinga díóðunni á milli tveggja tengja og setja annað í high og hitt í low. Prófaðu svo að taka mismunandi viðnám og sjáðu hversu mikið birtan frá perunni lækkar. Veldu síðan það viðnám sem þér finnst henta best.