Síða 1 af 1

Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 03:54
af HalistaX
Lentum í því í vinnuni aðfaranótt föstudags að það var brotist inn í skúr hjá okkur og því eina sem var stolið var Posi(You know, korta-renni-thingy'ið). Síðan þá hef ég verið að velta einu fyrir mér:
Afhverju að stela Posa? Posinn er náttúrulega skráður á vinnustaðinn minn í gegnum Valitor ,eða einhvern álíka sem þjónustar þetta, svo að ef einhver rennir korti í honum þá kæmi það á okkur. Er hægt að nota Posa í eitthvað annað eða kannski endursetja hann? Kannski hægt að útbúa svona korta-skimmer'a sem er alltaf verið að finna á hraðbönkunum?

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 04:25
af worghal
ég held að það þurfi að fá hann sér stilltan frá valitor og nánast hver sem er getur sótt um þannig.
það var eitthvað mál fyrir nokrum árum um par sem labbaði milli húsa í "styrktar söfnun" með posa en svo kom á daginn að þau voru bara að reyna að afla peninga fyrir fíkniefnum.
veit ekki hvort posinn kom beint frá valitor eða var stolinn.

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 10:23
af Gúrú
Að sjálfsögðu er hægt að misnota posa.

Það er hægt að nota hann í það að skanna inn og geyma upplýsingar um kredit og debitkort hvar sem þau má nálgast
og nota þau í það að versla, annað hvort yfir netið eða síma.
Það er líka hægt með fáránlega einföldum búnaði að búa til ný kort, tvífara þeirra upphaflegu, sem að geta jafnvel virkað í hraðbönkum.

*Það þarf ábyggilega að cracka hann eða einhvern algórithma til að gera þetta en mögulega ekki

Afhverju að stela Posa?


Vegna þess að posar eru verðmæt tæknivara? :wtf

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 11:31
af dori
Það er hægt að misnota posann. Þeir geta rennt stolnum kortum í gegnum posann. Rosa fínt, þið fáið peningana, rite? Svo fara þeir í "endurgreiðslu" og borga inná eitthvað annað kort.

Hef heyrt um svona case. Alltaf að hringja strax og tilkynna um að þessu er stolið.

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 12:20
af HalistaX
Gúrú skrifaði:Að sjálfsögðu er hægt að misnota posa.

Það er hægt að nota hann í það að skanna inn og geyma upplýsingar um kredit og debitkort hvar sem þau má nálgast
og nota þau í það að versla, annað hvort yfir netið eða síma.
Það er líka hægt með fáránlega einföldum búnaði að búa til ný kort, tvífara þeirra upphaflegu, sem að geta jafnvel virkað í hraðbönkum.

*Það þarf ábyggilega að cracka hann eða einhvern algórithma til að gera þetta en mögulega ekki

Afhverju að stela Posa?


Vegna þess að posar eru verðmæt tæknivara? :wtf

Haha já ókei, þar hef ég það. Þjófurinn gleymdi nebblega straumbreytinum, Posinn heldur ekki hleðslu ;)

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 14:29
af Tesli
Gúrú skrifaði:Að sjálfsögðu er hægt að misnota posa.

Það er hægt að nota hann í það að skanna inn og geyma upplýsingar um kredit og debitkort hvar sem þau má nálgast
og nota þau í það að versla, annað hvort yfir netið eða síma.
Það er líka hægt með fáránlega einföldum búnaði að búa til ný kort, tvífara þeirra upphaflegu, sem að geta jafnvel virkað í hraðbönkum.

*Það þarf ábyggilega að cracka hann eða einhvern algórithma til að gera þetta en mögulega ekki

Afhverju að stela Posa?


Vegna þess að posar eru verðmæt tæknivara? :wtf


Það er ekki hægt að "cracka" posana, öryggisstuðlar bæði í hardware á tækjunum og í software sjá til þess, ásamt því að nota lykilorð fyrir aðal functionin eins og að endurgreiða inn á kort (allavega enginn náð því ennþá). Það er því enginn tilgangur með því að stela posa nema ætla að skemma fyrir eða fara að greiða inn á þann sem maður stal frá.
Þessum tækjum er ekki stolið til þess að geyma debit/kredit upplýsingar, það virkar bara ekki þannig, ef fólk vill copera segulröndina eru til mikið auðveldari leiðir til þess sem involva ekki að brjótast inn í posatæki.
Pinnið á minnið verður sett alveg á um áramótin og þá er ekki hægt að nota segulröndina til þess að taka greiðslu á venjulegum kredit/debit og tekur því ekki fyrir þjófa að vera með coperuð kort.
Í versta falli ef allt gengur upp og endurgreitt er inn á kort þá eru öflugar endurkröfudeildir farnar í málið og laga það strax.
Þessi tæki eru einnig bara leigutæki og ekki erfitt að sjá hvaðan hvert tæki kom, þar að leiðandi er ekki hægt að koma þessu í verð nema að selja tækið á svörtum markaði sem ég er ekki að sjá að einhver geti gert með eitt eða örfá tæki.
Resistance is futile, látið posatækin í friði í innbrotum :P
PS. Er reyndur starfsmaður hjá ónefndu fyrirtæki sem sér um posa og allt sem kemur þeim við ;)

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Sun 29. Júl 2012 15:03
af Pandemic
Þessir posar eru skráðir inní kerfinn með product id nr og þeir eru eign kortafyrirtækjana, svo þú myndir ekki græða neitt á því að koma með posan og ætla að configa hann fyrir eitthvað annað fyrirtæki. Það er líka hægt að loka á þennan posa hjá kortafyrirtækjunum, annaðhvort inní kerfinu sjálfu eða einfaldlega setja bara upp nýtt samningsnr og flytja reksturinn yfir á það og loka gamla.
Þú getur heldur ekki opnað posan því hann myndi birta TAMPER og þá er hann læstur þangað til eigandinn(kortafyrirtækið) opnar hann. Svona fyrir utan það, þá eru þeir líka með skynjara og birta TAMPER ef þeir verða fyrir hnjaski t.d. í innbroti.

edit: endurtók eiginlega allt sem Tesli sagði.

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 12:32
af tlord
sem betur fer, eru þeir sem fremja glæpi yfirleitt heimskir

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 13:10
af rapport
tlord skrifaði:sem betur fer, eru þeir sem fremja glæpi yfirleitt heimskir


a.m.k. þeir sem kemst upp um ;-)

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 14:41
af HalistaX
Tesli skrifaði:Það er ekki hægt að "cracka" posana, öryggisstuðlar bæði í hardware á tækjunum og í software sjá til þess, ásamt því að nota lykilorð fyrir aðal functionin eins og að endurgreiða inn á kort (allavega enginn náð því ennþá). Það er því enginn tilgangur með því að stela posa nema ætla að skemma fyrir eða fara að greiða inn á þann sem maður stal frá.
Þessum tækjum er ekki stolið til þess að geyma debit/kredit upplýsingar, það virkar bara ekki þannig, ef fólk vill copera segulröndina eru til mikið auðveldari leiðir til þess sem involva ekki að brjótast inn í posatæki.
Pinnið á minnið verður sett alveg á um áramótin og þá er ekki hægt að nota segulröndina til þess að taka greiðslu á venjulegum kredit/debit og tekur því ekki fyrir þjófa að vera með coperuð kort.
Í versta falli ef allt gengur upp og endurgreitt er inn á kort þá eru öflugar endurkröfudeildir farnar í málið og laga það strax.
Þessi tæki eru einnig bara leigutæki og ekki erfitt að sjá hvaðan hvert tæki kom, þar að leiðandi er ekki hægt að koma þessu í verð nema að selja tækið á svörtum markaði sem ég er ekki að sjá að einhver geti gert með eitt eða örfá tæki.
Resistance is futile, látið posatækin í friði í innbrotum :P
PS. Er reyndur starfsmaður hjá ónefndu fyrirtæki sem sér um posa og allt sem kemur þeim við ;)

Það hélt ég líka.. :P

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 16:46
af pattzi
Tesli skrifaði:
Gúrú skrifaði:Að sjálfsögðu er hægt að misnota posa.

Það er hægt að nota hann í það að skanna inn og geyma upplýsingar um kredit og debitkort hvar sem þau má nálgast
og nota þau í það að versla, annað hvort yfir netið eða síma.
Það er líka hægt með fáránlega einföldum búnaði að búa til ný kort, tvífara þeirra upphaflegu, sem að geta jafnvel virkað í hraðbönkum.

*Það þarf ábyggilega að cracka hann eða einhvern algórithma til að gera þetta en mögulega ekki

Afhverju að stela Posa?


Vegna þess að posar eru verðmæt tæknivara? :wtf


Það er ekki hægt að "cracka" posana, öryggisstuðlar bæði í hardware á tækjunum og í software sjá til þess, ásamt því að nota lykilorð fyrir aðal functionin eins og að endurgreiða inn á kort (allavega enginn náð því ennþá). Það er því enginn tilgangur með því að stela posa nema ætla að skemma fyrir eða fara að greiða inn á þann sem maður stal frá.
Þessum tækjum er ekki stolið til þess að geyma debit/kredit upplýsingar, það virkar bara ekki þannig, ef fólk vill copera segulröndina eru til mikið auðveldari leiðir til þess sem involva ekki að brjótast inn í posatæki.
Pinnið á minnið verður sett alveg á um áramótin og þá er ekki hægt að nota segulröndina til þess að taka greiðslu á venjulegum kredit/debit og tekur því ekki fyrir þjófa að vera með coperuð kort.
Í versta falli ef allt gengur upp og endurgreitt er inn á kort þá eru öflugar endurkröfudeildir farnar í málið og laga það strax.
Þessi tæki eru einnig bara leigutæki og ekki erfitt að sjá hvaðan hvert tæki kom, þar að leiðandi er ekki hægt að koma þessu í verð nema að selja tækið á svörtum markaði sem ég er ekki að sjá að einhver geti gert með eitt eða örfá tæki.
Resistance is futile, látið posatækin í friði í innbrotum :P
PS. Er reyndur starfsmaður hjá ónefndu fyrirtæki sem sér um posa og allt sem kemur þeim við ;)


Jú það verður alveg hægt að renna kortinu í gegn líka Annað væri mesta rugl

Er sjálfur með 3 debetkort og eitt þeirra er með örgjörva og hin tvö eru samt ný

og tvö kreditkort í + og þau eru bæði með örgjörva en alveg hægt að renna þeim líka í gegn og mun vera hægt.

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 17:32
af Revenant
pattzi skrifaði:Jú það verður alveg hægt að renna kortinu í gegn líka Annað væri mesta rugl

Er sjálfur með 3 debetkort og eitt þeirra er með örgjörva og hin tvö eru samt ný

og tvö kreditkort í + og þau eru bæði með örgjörva en alveg hægt að renna þeim líka í gegn og mun vera hægt.


Eftir PIN daginn:

Ef kortið er með örgjörva, þá verður söluaðilinn að slá inn lykilorðið sitt til að leyfa segulrönd m.ö.o. það verður miklu meira mál að nota segulrönd heldur en örgjörva.
Ef kortið er ekki með örgjörva, þá er hægt að strauja kortið beint (eins og "venjulega").

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 17:53
af pattzi
Revenant skrifaði:
pattzi skrifaði:Jú það verður alveg hægt að renna kortinu í gegn líka Annað væri mesta rugl

Er sjálfur með 3 debetkort og eitt þeirra er með örgjörva og hin tvö eru samt ný

og tvö kreditkort í + og þau eru bæði með örgjörva en alveg hægt að renna þeim líka í gegn og mun vera hægt.


Eftir PIN daginn:

Ef kortið er með örgjörva, þá verður söluaðilinn að slá inn lykilorðið sitt til að leyfa segulrönd m.ö.o. það verður miklu meira mál að nota segulrönd heldur en örgjörva.
Ef kortið er ekki með örgjörva, þá er hægt að strauja kortið beint (eins og "venjulega").


............................................................................................

Re: Er hægt að nota notaðann Posa í eitthvað annað?

Sent: Þri 31. Júl 2012 23:15
af Tesli
Jú það verður alveg hægt að renna kortinu í gegn líka Annað væri mesta rugl

Er sjálfur með 3 debetkort og eitt þeirra er með örgjörva og hin tvö eru samt ný

og tvö kreditkort í + og þau eru bæði með örgjörva en alveg hægt að renna þeim líka í gegn og mun vera hægt.


Öll kreditkort eru með örgjörva nú þegar og stefnt er að því að öll debitkort verði það líka innan skamms. Þegar ég sagði að öll venjuleg kredit og debitkort verða að örgjörva lesa þá var ég að meina þau sem eru með örgjörva. En auðvitað verður hægt að lesa þau kort sem ekki eru með örgjörva ennþá með segulrandarlestri.
En það verður ekki hægt að segulrandalesa örgjörvakort eftir þennan tíma á uppfærðum posum nema að nota bakleið sem er mjög kvimleið og aðeins notuð ef örgjörvi er bilaður. Til dæmis er leiðin til þess á Verifone posunum að setja kortið í örgjörvalesarann "inn - út - inn - út - inn - út - lykilorð - lesa segulrönd" en þá tekur söluaðilinn fulla ábyrgð á færslunni.
Söluaðilar eru því ekki að fara að leika sér að taka segulrandarlestur á plúskortin þín með tilfylgjandi veseni og taka ábyrgð á færslunni þinni eftir að pinnið á minnið verður sett á. ;)