Síða 1 af 1
Icon fast í task bar (W7) - Leyst -
Sent: Mán 23. Júl 2012 00:15
af Yawnk
Sælir, ég setti Diablo III í task barinn niðri fyrir löngu, svo ætlaði ég að remova það þaðan, en svo get ég ekki hægri klikkað á iconið, ég fæ bara ekki upp gluggan sem á að koma, samt virkar að launcha leikinn, hvernig losna ég við þetta?

Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Mán 23. Júl 2012 00:42
af agust1337
Tvær leiðir sem ég þekki:
1) Endurræstu tölvunni þinni
2) Smelltu á start takkann og leitaðu af '%AppData%\Microsoft\Windows\Recent\AutomaticDestinations'
Þar inni farðu í Search boxið og leitaðu af '1b4dd67f29cb1962.automaticDestinations-ms' og eyddu því.
Segðu mér eftir þetta hvort það virki
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Mán 23. Júl 2012 00:56
af Yawnk
agust1337 skrifaði:Tvær leiðir sem ég þekki:
1) Endurræstu tölvunni þinni
2) Smelltu á start takkann og leitaðu af '%AppData%\Microsoft\Windows\Recent\AutomaticDestinations'
Þar inni farðu í Search boxið og leitaðu af '1b4dd67f29cb1962.automaticDestinations-ms' og eyddu því.
Segðu mér eftir þetta hvort það virki
Sæll, ég gerði eins og þú sagðir og eyddi því, og endurræsti tölvunni svo eftir það, það gerðist ekkert?
'
1b4dd67f29cb1962.automaticDestinations-ms' var eina skráin í möppuni líka, ef það breytir einhverju.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Mán 23. Júl 2012 07:49
af agust1337
Hmm...
Ég held að þú þurfir að fara í Repair Install og reinstalla windows.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Mán 23. Júl 2012 09:22
af Kristján
gastu ekki bara gert "unpin this program from taskbar" ???
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 16:29
af Yawnk
Kristján skrifaði:gastu ekki bara gert "unpin this program from taskbar" ???
Það er málið

ég kemst ekki í það!
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 16:37
af Pandemic
Búa til nýjan user account og henda þeim gamla?
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 16:45
af Jimmy
Lenti einmitt í þessu sama, líka með d3 :p
Minnir að þetta hafi farið þegar ég færði taskbarið yfir á annan skjá og hafði barið vertical.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 16:49
af upg8
Hvað gerist þegar þú heldur inni "Shift" á meðan þú hægrismellir með músinni?
Ef þú vilt skoða handvirkt hvað þú ert með "pinned" þá er þetta slóðin,
%USERPROFILE%\AppData\Roaming\Microsoft\Internet Explorer\Quick Launch
Þar er mappa sem heitir "User Pinned" og er "hidden"
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 21:25
af Yawnk
@Pandemic neeee, það er svo mikið vesen.
@Jimmy Ég er bara með einn skjá, ég er búinn að prófa að setja task barið á hlið og alveg efst, það virkaði ekki.
@upg8 Ég fór í þessa möppu, fann allt sem ég var með í task barnum, en D3 iconið var ekki þar
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
skil þetta ekki!
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 21:45
af upg8
En ef þú skoðar í þessa möppu?
C:\Users\Default\AppData\Roaming\Microsoft\Internet Explorer\Quick Launch
Þú sagðir heldur ekki hvort þú hefðir prófað að halda "shift" inni þegar þú hægrismellir með músinni.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 22:59
af Yawnk
upg8 skrifaði:En ef þú skoðar í þessa möppu?
C:\Users\Default\AppData\Roaming\Microsoft\Internet Explorer\Quick Launch
Þú sagðir heldur ekki hvort þú hefðir prófað að halda "shift" inni þegar þú hægrismellir með músinni.
Ekkert í þessari möppu.
Já, ég gleymdi að nefna það, ég fékk upp þetta venjulega og gerði bara delete, það eyddist upprunalega file'ið sem var í möppu í tölvunni, semsagt það sem ég gerði shortcut af.. og iconið er enn þarna, og hvað sem ég ýti á, þá fæ ég bara file deleted or moved.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 23:00
af bAZik
Gætir prófað System Restore á daginn áður sem þú installaðir þessu.
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 23:02
af Yawnk
bAZik skrifaði:Gætir prófað System Restore á daginn áður sem þú installaðir þessu.
Síðan ég installaði Diablo og setti iconið þarna? það eru margir mánuðir síðan!
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 23:05
af Danni V8
Mér var bent á þetta hérna á Vaktinni um daginn:
http://fixitcenter.support.microsoft.com/PortalÞetta er forrit frá MS sem þú nærð í og velur úr lista möguleg vandamál og forritið reynir að laga vandamálið. Ég var í veseni með icon í taskbarnum, voru öll í rugli eða bara ekki til staðar. Náði í þetta forrit og það lagaði vandamálið á 2 mínútum og hluti af því var restart.
Gæti mögulega virkað fyrir þig líka...
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 23:25
af upg8
Senda Blizzard og Activision skammarbréf...
Þetta er allavega algengt vandamál með þennan leik,
hér tókst allavega einhverjum að laga það hjá sér.
http://eu.battle.net/d3/en/forum/topic/4008051751
Re: Icon fast í task bar (W7)
Sent: Fös 27. Júl 2012 23:46
af Yawnk
Frábært, takk fyrir þetta, þetta er komið í lag
