Hef verið allt mitt líf með gleraugu og hef stundum sofið með þau(óvart) og ég keypti mér fyrir 2 árum Reykjavík Eyes umgjörð í Auganu og þetta er lang lang besta umgjörð sem ég hef verið með. Hún er fislétt og hefur ekki klikkað til þessa. Augað virðist líka vera með superb byrgja í glerjum, virkilega endingasterk og góð.
Til gamans má geta að ég verslaði titanium umgörð í Optical Studio á sínum tíma og hún brotnaði á öðrum degi erlendis og eyðilagði ferðina fyrir mér, þeir vildu ekki senda mér nýja með DHL, tek það fram að þetta er fyrir þónokkrum árum

. Svo var ég plataður af starfsmanni þarna að kaupa gleraugu því þau væru að fá glerin á "rosalega góðu verði og allir hinir væru með lélega byrgja", endaði með því að fá flöskubotna þó svo að ég hafi tekið það sérstaklega fram að ég þyrfti sérþynnt gler. Fór með gleraugun til baka og sagði að þeim að þetta væru lélegustu gler sem ég hefði notað og þau væru alltof þykk,þung og til að bæta gráu ofan á svart þá fannst mér litirnir vera eitthvað skrítnir þegar ég var með þau . Stelpan sagði svo við mig "Þú ert að borga tugiþúsunda fyrir nokkra millimetra til eða frá",

. Ég vona hennar vegna að þetta hafi verið mismæli, frekar oft léleg þjónusta á þeim bæ(Kannski er ég bara svo óheppin).