Depending á áhuganum sem þú hefur á CCNA / networking... þá gætiru líka reynt að læra það "sjálfur" (ie án námskeiðs) samhliða kerfisstjóra-náminu þínu...
Annars er Promennt (gamla "iSoft") líka með CCNA námskeið.
(Veit ekkert um gæðin þar, hef heyrt bæði gott og slæmt.)
kubbur skrifaði:æ veit ekki með ccna, hef heyrt að það sé rosalega hátt fall á öllu sem inniheldur cisco og ég hugsa að það sé alveg nóg til að byrja með að fá mcitp gráðuna
Fyrir þá sem geta átt erfitt með lestur (víxla orðum og svona) þá getur stundum verið tricky að taka krossapróf á ensku. En á móti kemur að við (sem non-english-speaking þjóð) fáum 30 mín í "viðbótartíma" við það sem þú færð í enskumælandi löndum.
CCNA er ekki sérstaklega erfitt í sjálfu sér, en það coverar mikið af efni.
Það lýsir því kannski ágætlega að rafvirkjar/fræðingar hafa verið látnir taka CCNA til þess að þeir skilji betur netkerfi.
Og fyrst að þeir geta gert það, þá finnst mér að einstaklingur sem hefur raunverulegan áhuga á CCNA/tölvum ætti ekki að láta þetta vefjast neitt fyrir sér.
Prívat og persónulega finnst mér CCNA námskeiðin frekar dýr.
Nú veit ég ekki hvaða grunn þú hefur í networking, en ef þú hefur einhvern grunn/þekkingu fyrir, þá væri ekki óvitlaust að skoða námsefnið fyrst og sjá hvort þú getir ekki sparað þér 300þús í námskeiðakostnað.
Góð hugmynd væri t.d. að fjárfesta í þessari bók:
http://www.ciscopress.com/bookstore/pro ... 158720438X(Jafnvel þó þú ákveðir svo að taka CCNA nám/námskeið, þá gætiru þó amk verið örlítið undirbúinn og komið með hnitmiðaðar spurningar til að fá betur útskýrt það sem þú skilur ekki nógu vel. Færð þá líka mun meira út úr námskeiðinu.)
Hérna er bókalistinn fyrir CCNA related efni:
http://www.ciscopress.com/bookstore/browse.asp?st=42104(Ath: það er oft hægt að fá þessar sömu bækur ódýrari á Amazon. Kóperaðu bara ISBN númerið og leitaðu eftir því á Amazon...)
+ Margar bækur er hægt að kaupa ódýrari á PDF formati.
++ Fylgstu með
http://www.ciscopress.com/deals/ en þar er verið að selja "eBooks" á $9.99, ný bók hvern dag (ebook deal of the day)
Þú getur valið hvort þú vilt taka CCNA gráðuna í einu eða tveim prófum. Þannig að ef þú ert smeykur þá er "auðveldara" að taka tvö próf.
(Sjá:
http://www.cisco.com/web/learning/le3/l ... _home.html)
Varðandi simulatora/æfingar (must til að skilja hvað þú ert að gera) þá geturu gert þrennt:
1. Sett upp dynamips/GNS3 (virtual router stuffedístuff). Getur verið troublesome stundum.
2. Keypt/fundið online rack rentals. Til fullt sem þú getur keypt, en það er einstaka "free" til líka. (power of google)
3. Það eru fullt af fyrirtækjum sem eiga "afgangs" routera (gamalt stuff sem enginn getur notað, en er splendid í svona basic lærdóm). Gætir eflaust fundið og fengið fyrir slikk.