Ég á Beats - Studio útgáfuna og ég á líka Sennheiser HD 595.
Sennheiser heyrnartólin eru auðvitað margt um betri, enda nær öll reviews sem segja þetta séu bestu heyrnartól sem til eru í þessum verðflokk, that is $200-300. Sem gæti ekki verið sannara, ótrúleg heyrnartól.
Beats heyrnartólin skila þó aðeins dýpri bassa, ekki jafn tær hljómur samt. Það sem beats eru er hinsvegar bara tísku-heyrnartól, þetta er hálf gerður skartgripur. Ég er nýkominn frá NY þar sem ég sá örugglega fleiri vera bara með þau um hálsinn á sér og oft meira segja ekki tengt í neitt en ég sá að fólk var actually að hlusta á eitthvað úr þeim. En það var ótrúúlegur fjöldi sem ég sá vera með þessi heyrnartól, eiginlega mind blowing.
Það liggur hinsvegar ekki vafi á að þetta er best markaðsettustu heyrnartól sögunnar. Þau koma fyrir í rosalega mikið af þáttum og bíomyndum og endalaust af stjörnum sem sjást reglulega með þau. Enda eins og hefur komið fram að þú ert að borga meira fyrir merkið en gæðin. Alveg eins og með allar tískuvörur, sama hvort það er Armani peysa eða hvað. Þú borgar alltaf x-mikið fyrir merkið og það er til haugur af fólki sem kýs að gera það

Heyrnartólin eru samt sem áður alls ekki léleg, bara hægt ef fólk kýs að fá betri heyrnartól fyrir sama pening.
Beats heyrnartólin er hægt að brjóta saman og fylgdi með ferða-box utan um þau þannig ég nota þau alltaf þegar ég er að ferðast eitthvað. Sennheiserinn nota ég svo aftur á móti alltaf við tölvuna.