Síða 1 af 3

Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 00:45
af dedd10
Sælir,

Ég var að spá hvort einhver hérna þekkti til þessarar síðu:
http://www.c2coffer.com/

Er eitthvað öruggt að versla við þetta?

Er að leita mér að fake Beats By Dr. Dre haha og það er slatti þarna inni,

Ef ekki, veit einhver hérna um síðu þar sem hægt er að kaupa fake svoleiðis..?

Takk

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 00:48
af Frost
Mætti ég forvitnast af hverju þig vantar fake Beats By. Dr. Dre :catgotmyballs ?

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 01:07
af dedd10
haha okkur félögunum vantar 2-3 svona í eitt atriði, ekki alveg að tíma í ekta og enginn sem við höfum fundið til að lána, allt í lagi að tékka bara á fake ;)

Veit einhver hvar er hægt að kaupa svona fake?
Helst Studio en Solo er í lagi lika

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 04:09
af Stubbur13
Ég ætla að prófa að panta mér eins Beats af þessari síðu og ég á og bera það svo saman.

Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 11:39
af tdog
Stubbur13 hvernig finnst þér Beats hljóma?

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 12:49
af dedd10
Fann þetta líka:
http://www.fyygame.com/monster-beats-by ... black.html

veit einhver eitthvað um þessa síðu?

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 14:58
af Stubbur13
tdog ég á svona http://beatsbydre.com/products/Products ... 5799&cat=2 og mér finnst helvíti gott sound úr þessu.

Svo hef ég prófað Pro nokkrum sinnum og eftir að hafa prófað þau þá mundi ég alveg kaupa mér þanning fyrir 400$ ef ég væri úti.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 15:03
af vesley
Stubbur13 skrifaði:tdog ég á svona http://beatsbydre.com/products/Products ... 5799&cat=2 og mér finnst helvíti gott sound úr þessu.

Svo hef ég prófað Pro nokkrum sinnum og eftir að hafa prófað þau þá mundi ég alveg kaupa mér þanning fyrir 400$ ef ég væri úti.



Prufaðu önnur heyrnartól í sama verðflokk og þá muntu ekki vilja kaupa Beats.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 15:13
af DJOli
Shit meiraðsegja sennheiser framleiða heyrnatól sem eru 300 dollurunum ódýrari og skila betri hljómgæðum.

þú borgar svona 100 tops fyrir gæðin, restin fyrir fokking merkið.

Auk þess er fólk sem veit ekki shit um tóngæði, bara tónlistarmenn eða söngvarar sem kunna bara að syngja og semja texta að auglýsa þetta.
Tökum sem dæmi.
http://beatsbydre.com/picsvids/Pictures.aspx
Þarna er m.a. mynd af Gwen stefani. Greyjið kann gjörsamlega ekki að nota heyrnatól.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 15:44
af Gerbill
DJOli skrifaði:Shit meiraðsegja sennheiser framleiða heyrnatól sem eru 300 dollurunum ódýrari og skila betri hljómgæðum.

þú borgar svona 100 tops fyrir gæðin, restin fyrir fokking merkið.

Auk þess er fólk sem veit ekki shit um tóngæði, bara tónlistarmenn eða söngvarar sem kunna bara að syngja og semja texta að auglýsa þetta.
Tökum sem dæmi.
http://beatsbydre.com/picsvids/Pictures.aspx
Þarna er m.a. mynd af Gwen stefani. Greyjið kann gjörsamlega ekki að nota heyrnatól.


Meirasegja Sennheiser, er ég að rugla eða eru Sennheiser heyrnatól ekki með þeim betri? ;o

Er þetta ekki annars bara svipað og Skull Candy draslið, "lookar svo cool"

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:06
af pattzi
Shitt hvað ég ætla að kaupa mér svona heyrnartól.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:21
af Frost
pattzi skrifaði:Shitt hvað ég ætla að kaupa mér svona heyrnartól.


Vona innilega að þú sért ekki að meina alvöru Beats heyrnatól...

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:54
af vargurinn
beats= "mac" heyrnatólanna ?

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:55
af valdij
Ég á Beats - Studio útgáfuna og ég á líka Sennheiser HD 595.

Sennheiser heyrnartólin eru auðvitað margt um betri, enda nær öll reviews sem segja þetta séu bestu heyrnartól sem til eru í þessum verðflokk, that is $200-300. Sem gæti ekki verið sannara, ótrúleg heyrnartól.

Beats heyrnartólin skila þó aðeins dýpri bassa, ekki jafn tær hljómur samt. Það sem beats eru er hinsvegar bara tísku-heyrnartól, þetta er hálf gerður skartgripur. Ég er nýkominn frá NY þar sem ég sá örugglega fleiri vera bara með þau um hálsinn á sér og oft meira segja ekki tengt í neitt en ég sá að fólk var actually að hlusta á eitthvað úr þeim. En það var ótrúúlegur fjöldi sem ég sá vera með þessi heyrnartól, eiginlega mind blowing.

Það liggur hinsvegar ekki vafi á að þetta er best markaðsettustu heyrnartól sögunnar. Þau koma fyrir í rosalega mikið af þáttum og bíomyndum og endalaust af stjörnum sem sjást reglulega með þau. Enda eins og hefur komið fram að þú ert að borga meira fyrir merkið en gæðin. Alveg eins og með allar tískuvörur, sama hvort það er Armani peysa eða hvað. Þú borgar alltaf x-mikið fyrir merkið og það er til haugur af fólki sem kýs að gera það :)

Heyrnartólin eru samt sem áður alls ekki léleg, bara hægt ef fólk kýs að fá betri heyrnartól fyrir sama pening.

Beats heyrnartólin er hægt að brjóta saman og fylgdi með ferða-box utan um þau þannig ég nota þau alltaf þegar ég er að ferðast eitthvað. Sennheiserinn nota ég svo aftur á móti alltaf við tölvuna.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:57
af pattzi
Frost skrifaði:
pattzi skrifaði:Shitt hvað ég ætla að kaupa mér svona heyrnartól.


Vona innilega að þú sért ekki að meina alvöru Beats heyrnatól...



júmms ætla skoða þetta um mánaðarmót þetta er svo nett .

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 16:57
af pattzi
Frost skrifaði:
pattzi skrifaði:Shitt hvað ég ætla að kaupa mér svona heyrnartól.


Vona innilega að þú sért ekki að meina alvöru Beats heyrnatól...



júmms ætla skoða þetta um mánaðarmót þetta er svo nett .

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 17:37
af Stubbur13
vesley skrifaði:
Stubbur13 skrifaði:tdog ég á svona http://beatsbydre.com/products/Products ... 5799&cat=2 og mér finnst helvíti gott sound úr þessu.

Svo hef ég prófað Pro nokkrum sinnum og eftir að hafa prófað þau þá mundi ég alveg kaupa mér þanning fyrir 400$ ef ég væri úti.



Prufaðu önnur heyrnartól í sama verðflokk og þá muntu ekki vilja kaupa Beats.


Eflaust rétt hjá þér, langaði bara að prófa Beats, sé ekkert eftir því þar sem mér finnst þetta rosalega góður hljómur og gott í ræktinni.

En það sem mig líkar við Beats er að þetta eru flott heyrnatól og hljóðið er gott og svo einangrað að þú heyrir ekkert nema í þinni tónlist og þeir sem sitja við hliðin á þér heyra ekkert í því sem þú ert að hlusta á það er allavegana mín reynsla.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 18:00
af dori
Stubbur13 skrifaði:En það sem mig líkar við Beats er að þetta eru flott heyrnatól og hljóðið er gott og svo einangrað að þú heyrir ekkert nema í þinni tónlist og þeir sem sitja við hliðin á þér heyra ekkert í því sem þú ert að hlusta á það er allavegana mín reynsla.
Það er eiginlega bara skilgreiningin á lokuðum heyrnartólum...

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 18:06
af dedd10
Einhver með eitthvað sem gæti mælt gegn því að prufa að panta eitt stk af þessum:
http://www.c2coffer.com/buy/21312473/Mo ... hones.html

Eða með ábendingu á síðu sem selur þetta á svipuðu verði og lookar eins og virkar haha

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 18:27
af AciD_RaiN
dedd10 skrifaði:Einhver með eitthvað sem gæti mælt gegn því að prufa að panta eitt stk af þessum:
http://www.c2coffer.com/buy/21312473/Mo ... hones.html

Eða með ábendingu á síðu sem selur þetta á svipuðu verði og lookar eins og virkar haha

Sýnist ekki vera hægt að nota paypal þarna þannig ég myndi persónulega ekki taka áhættuna :shock:

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 18:49
af DJOli
Monster (þeir sem framleiða hlutina í heyrnatólin) eru samt mesta skítkompaný sem ég veit um.

Þeir "Overpræsa" allt.
nokkur dæmi:

http://sm.is/index.php?sida=flokkur&flo ... di=Monster

Rca snúra (ekki frá monster)
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... dda19550cc
Hdmi snúrur (ekki frá monster) undir 5þús kallinum!.
http://www.att.is/index.php?cPath=48_67 ... dda19550cc

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 19:28
af stebbi23
en gæti verið að tollurinn geri svona heyrnartól upptæk?
man eftir frétt um daginn þar sem það var verið að tala um að tollurinn gerði eftirlíkingar upptækar...

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 19:56
af AciD_RaiN
stebbi23 skrifaði:en gæti verið að tollurinn geri svona heyrnartól upptæk?
man eftir frétt um daginn þar sem það var verið að tala um að tollurinn gerði eftirlíkingar upptækar...

Ég man bara eftir því að þeir gerðu fake nokia batterý upptæk vegna hættu á að þau leki eða springi. Annars man ég ekki eftir nainu öðru en fylgist nú ekki mikið með innlendum fréttum...

Ég pantaði mér fake rolex og fór með reikninginn til þeirra og sagði "djöfull er maður flottur á því með fake rolex í fake armani" þannig að fake heyrnatól ætti ekki að skapa mikið vandamál í tollinum :)

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 21:39
af dori
AciD_RaiN skrifaði:
stebbi23 skrifaði:en gæti verið að tollurinn geri svona heyrnartól upptæk?
man eftir frétt um daginn þar sem það var verið að tala um að tollurinn gerði eftirlíkingar upptækar...

Ég man bara eftir því að þeir gerðu fake nokia batterý upptæk vegna hættu á að þau leki eða springi. Annars man ég ekki eftir nainu öðru en fylgist nú ekki mikið með innlendum fréttum...

Ég pantaði mér fake rolex og fór með reikninginn til þeirra og sagði "djöfull er maður flottur á því með fake rolex í fake armani" þannig að fake heyrnatól ætti ekki að skapa mikið vandamál í tollinum :)

Reyndar eru falsaðar vörur bannaðar og eru gerðar upptækar. Ég held samt að það sé ekki gert nema þegar um er að ræða vörur ætlaðar til endursölu.

Re: Random kína netverslanir / Fake Beats By Dr. Dre

Sent: Sun 15. Apr 2012 22:45
af dedd10
Ég efast einhvernvegin um að tollurinn myndi fara að gera eitthvað mál úr einu stk af fake heyrnatólum haha,

En ég sendi fyrirspurn varðandi þetta stk:
http://www.c2coffer.com/buy/21312473/Mo ... hones.html

Og þar sagði seljandinn að þeir tækju við greiðslu í gegnum PayPal, þannig ég er svona að íhuga að panta eitt svona stk og sjá hvernig það fer,

Hann sagði þegar ég spurði um útlitið að þau væru alveg eins og á myndunum, vona það amk haha.