Síða 1 af 1

Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 18:31
af Yawnk
Hvar væri besti staðurinn fyrir 15 ára unglinga að vinna? semsagt fæddur 1996... fyrir utan í Vinnuskólanum?
Einhverjar hugmyndir?

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 18:33
af AciD_RaiN
Er þessi einstaklingur fær á einhverjum sérstökum sviðum?

Annars bara afgreiðslustörf eins og bónus. Skylst að það sé ekkert hrikalega borgað :)

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 18:35
af worghal
staðir eins og bónus koma sterkir inn fyrir 15 ára gamla krakka og það borgar margfalt betur en vinnuskólinn.

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 18:37
af Yawnk
Ég veit um Bónus, það var prófað þar ;) ekkert að fá þar... Þeir eru með fasta starfsmenn á sumrin, sem hafa verið áður, en eru í skóla núna.. Þannig að þeir fá forgang

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 18:51
af Gislinn
Sækja um í fiskvinnslu (t.d. í eyjum). \:D/

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 20:21
af pattzi
Ég er að vinna í olís en reyndar eru þeir fastir á 18 ára á árinu :megasmile

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 22:44
af arons4
Eins og Gislinn segir myndi ég reyna komast í fiskvinnslu, ef nóg er að gera og þú stendur þig vel færðu helling af yfirvinnu, græðir mest svoleiðis :).

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 22:55
af Yawnk
arons4 skrifaði:Eins og Gislinn segir myndi ég reyna komast í fiskvinnslu, ef nóg er að gera og þú stendur þig vel færðu helling af yfirvinnu, græðir mest svoleiðis :).

Hvar gæti maður komist í fiskvinnslu? Ef maður býr í Reykjavík ;) Eyjar eru ekki möguleiki :P

Re: Vinna

Sent: Fös 30. Mar 2012 22:56
af Klaufi
Yawnk skrifaði:
arons4 skrifaði:Eins og Gislinn segir myndi ég reyna komast í fiskvinnslu, ef nóg er að gera og þú stendur þig vel færðu helling af yfirvinnu, græðir mest svoleiðis :).

Hvar gæti maður komist í fiskvinnslu? Ef maður býr í Reykjavík ;) Eyjar eru ekki möguleiki :P


HB Grandi kemur fyrst í huga, þó það sé alltaf haugur af fólki sem sækir um.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 01:22
af ViktorS
Fiskvinnsla og löndun er náttúrulega rugl vel borgað, hef kynnst því frá vinum mínum frá fjörðunum. En ég byrjaði að vinna hjá N1 akkúrat fyrir 2 árum (Er 94 módel þannig jafn gamall og þú varst) í vaktavinnu með vaktaálagi svo að ég var á fínustu launum, svo fékk ég vinnu næsta sumar og aukavinnu með skóla í vetur og svo er ég að hefja þriðja sumarið eftir 1-2 mánuði og launin hafa hækkað síðan ég byrjaði.

Ef þú nærð að redda þér einhverri vinnu þá nærðu hugsanlega að festa þig í sessi þarna ef þú stendur þig vel og það er alltaf gott uppá framtíðina.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 01:59
af Tbot
Ég held að vandamálið hjá honum sé að hann er ekki 16 og ég held megi því ekki hafa 40 tíma vinnuviku.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 02:02
af Klaufi
Tbot skrifaði:Ég held að vandamálið hjá honum sé að hann er ekki 16 og ég held megi því ekki hafa 40 tíma vinnuviku.


Þetta kerfi í dag er alltof letjandi fyrir unglinga..

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 03:10
af natti
Yawnk skrifaði:
arons4 skrifaði:Eins og Gislinn segir myndi ég reyna komast í fiskvinnslu, ef nóg er að gera og þú stendur þig vel færðu helling af yfirvinnu, græðir mest svoleiðis :).

Hvar gæti maður komist í fiskvinnslu? Ef maður býr í Reykjavík ;) Eyjar eru ekki möguleiki :P


Afhverju eru eyjar ekki möguleiki?
Eða hvað með annarsstaðar í fisk utan höfuðborgarsvæðisins?
Svona án alls djóks, þá í staðinn fyrir að "hanga" hérna í Rvk, þá gætiru kannski reddað þér vinnu í fiski úti á landi, (mögulega leigt þér bara herbergi á skítogkanil á meðan) og eftir sumarið komið til baka með haug af seðlum í vasanum.
Auk þess færðu mögulega helling út úr þessu, reynslu, smá ævintýri, kynnast nyju fólki etc. etc.
(Og þarft að hlusta á karla tuða um hvernig þeir séu nú að sýna borgarbarninu hvernig á að vinna...)

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 03:16
af Halli13
natti skrifaði:
Yawnk skrifaði:
arons4 skrifaði:Eins og Gislinn segir myndi ég reyna komast í fiskvinnslu, ef nóg er að gera og þú stendur þig vel færðu helling af yfirvinnu, græðir mest svoleiðis :).

Hvar gæti maður komist í fiskvinnslu? Ef maður býr í Reykjavík ;) Eyjar eru ekki möguleiki :P


Afhverju eru eyjar ekki möguleiki?
Eða hvað með annarsstaðar í fisk utan höfuðborgarsvæðisins?
Svona án alls djóks, þá í staðinn fyrir að "hanga" hérna í Rvk, þá gætiru kannski reddað þér vinnu í fiski úti á landi, (mögulega leigt þér bara herbergi á skítogkanil á meðan) og eftir sumarið komið til baka með haug af seðlum í vasanum.
Auk þess færðu mögulega helling út úr þessu, reynslu, smá ævintýri, kynnast nyju fólki etc. etc.
(Og þarft að hlusta á karla tuða um hvernig þeir séu nú að sýna borgarbarninu hvernig á að vinna...)


Kannski af því að hann er 15 ára, væri í fyrsta lagi mjög óábyrgt af foreldrum að leyfa 15 ára syni sínum að búa í eyjum í heilt sumar og síðan eru bara mjög fáir 15 ára unglingar sem gætu séð um sig sjálfir ef við förum útí það.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 04:18
af natti
Halli13 skrifaði:Kannski af því að hann er 15 ára, væri í fyrsta lagi mjög óábyrgt af foreldrum að leyfa 15 ára syni sínum að búa í eyjum í heilt sumar og síðan eru bara mjög fáir 15 ára unglingar sem gætu séð um sig sjálfir ef við förum útí það.


Ef við förum út í það þá eru ótrúlega margir 15 ára unglingar sem gætu séð um sig sjálfir ef þeir fá tækifæri til.
Þetta er einstaklingsbundið (og mismunandi eftir fjölskyldum), en svona til samanburðar þá getum við jú auðvitað sagt að það sé óábyrgt að 15 ára strákur fari úr heimabyggð og fái kannski góða vinnu og sé að vinna yfir sumarið og þéna pening; en á sama tíma ábyrgt að 15 ára strákur sé "heima" allt sumarið, "vinnur" max 4 daga í viku, 4 klst í senn (vinnuskólinn) en foreldrarnir sjá strákinn samt ekkert né vita hvað hann gerir allt sumarið því hann er meira og minna einhvernstaðar annarsstaðar en heima hjá sér, og sefur oft ekki heima hjá sér.
Þannig að í samanburði, þá þarf þetta ekkert að vera óabyrgt. Auk þess þá er ekki eins og það sé sjálfgefið að hann sé einn allan tímann. Og það er ekki eins og það séu ekki dæmi um að krakkar hafa gert þetta í gegnum tíðina. Eða fengið vinnu á bóndabæ eða e-ð þ.h. Svo tekur fólk "úti á landi" bara oft vel á móti svona ungmennum sem sýna dugnað.


Fyrir þá einstaklinga sem að í alvöru sýna frumkvæði og vilja gera eitthvað annað en að liggja á grasinu í vinnuskólanum þá á frekar að hjálpa þeim með það en ekki drepa það niður með fordómum á borð við það að 15 ára einstaklingur sé örugglega of vitlaus til að sjá um sig sjálfur í 2 mánuði. (Svo ég tali nú ekki um að þú hálfpartinn borgar með þér með því að fara í vinnuskólann, það er svo illa "launað".)
Það er magnað hvað "unglingar" geta komið á óvart þegar þeir fá stuðning og tækifæri til en ekki þjappað ofaní sama vinnuskólamótið eins og öðrum á sama aldursári.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 11:54
af dori
Þú gætir sótt um hjá fyrirtækjum sem gera svipað og vinnuskólinn (svona garðavinna og drasl) nema hvað það væri raunveruleg vinna en ekki bara að pota í beð. Það eru alltaf auglýsingar frá milljón svona fyrirtækjum í smáauglýsingunum í fréttablaðinu. Gætir örugglega fengið eitthvað þar.

Svo eru svona almenn afgreiðslustörf, búðir eða bakarí, eitthvað sem þú gætir skoðað.

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 12:11
af arons4
Halli13 skrifaði:Kannski af því að hann er 15 ára, væri í fyrsta lagi mjög óábyrgt af foreldrum að leyfa 15 ára syni sínum að búa í eyjum í heilt sumar og síðan eru bara mjög fáir 15 ára unglingar sem gætu séð um sig sjálfir ef við förum útí það.

Fullt af liði sem gerir þetta. Sumir vinnustaðir sjá meira segja um að redda íbúð/herbergi(þá er X upphæð tekin af launum fyrir því held ég).

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 12:59
af Yawnk
Takk fyrir svörin! :)

Re: Vinna

Sent: Lau 31. Mar 2012 13:05
af Lallistori
Tékkaðu á Nettó , Krónunni , Hagkaup , American Style eða einhverjum álíka stöðum.
Finnur alveg pottþétt eitthvað.