Síða 1 af 4
Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:53
af tdog
Jæja,
nú er ég tjúllaður. Ég hef ekki fengið mér skál af kókópuffsi í nokkra mánuði núna, en í gær datt ég í fílinginn og keypti mér pakka. Djöfull varð ég sár þegar ég tók eftir því að það er búið að breyta áferðinni og uppskriftinni af þessu æðislega morgunkorni. Núna er það óætt.
Kókópuffspakki fæst gefins á Akranesi gegn því að vera sóttur.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:55
af GuðjónR
Eru ekki mörg ár síðan því var breytt? og svo breytt aftur....og kannski aftur?
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:58
af tdog
Seinast þegar ég fékk mér pöffs þá var það allavega ekki svona. Núna er eins og mjólkin geri kornin ekki mýkri. Og kornin eru mun harðari.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:58
af sakaxxx
já ég tók eftir því í síðustu viku algjörlega óætt núna

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:59
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Eru ekki mörg ár síðan því var breytt? og svo breytt aftur....og kannski aftur?
Það er bara stutt síðan þeir gjörsamlega eyðilögðu þetta. Maður fær sér coca puffs til að fá sér óhólt, sætt og bragðgott morgunkorn...ef mann langar í holt þá fær maður sér eitthvað annað. En núna er þetta handónýtt coca puffs

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:00
af Benzmann
sammála, fékk mér eina skál um daginn, fékk mér 2 skeiðar, svo fór afgangurinn bara í ruslið
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:04
af Dagur
http://www.visir.is/sykurminna-morgunko ... 2120129555Á næstunni munu morgunkornin Cocoa Puffs og Honey Cheerios fara í sölu með nýrri uppskrift í verslunum um land allt.
„Þessar tegundir sem auðkenndar eru með bláum topp og íslenskum umbúðum munu leysa eldri tegundir af hólmi á næstu vikum. Þær innihalda mun lægra magn sykurs en forverar þeirra ásamt því að innihalda minni fitu og salt.
Þessar breytingar á uppskrift eru gerðar til að koma til móts við auknar kröfur neytenda um minni sykur og salt í matvöru," segir í tilkynningu frá Nathan & Olsen.
Þetta er svo heimskulegt. Ef fólk vill ekki óhollustu þá á það bara að sleppa því að kaupa Cocoa Puffs, ekki skemma það fyrir okkur hinum. Svo mun þetta lið troða í sig þessum nýju tegundum og skilur ekkert í því af hverju það er enn að fitna.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:05
af tdog
Tiger skrifaði:GuðjónR skrifaði:Eru ekki mörg ár síðan því var breytt? og svo breytt aftur....og kannski aftur?
Það er bara stutt síðan þeir gjörsamlega eyðilögðu þetta. Maður fær sér coca puffs til að fá sér óhólt, sætt og bragðgott morgunkorn...ef mann langar í holt þá fær maður sér eitthvað annað. En núna er þetta handónýtt coca puffs

Segðu, pöffsið er svona spari, og núna er búið að tortíma því.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:07
af Páll
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:08
af GuðjónR
Gaddem it...
Núna verður maður að hamstra pökum sem eru ekki með "bláan" topp..

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:12
af slubert
fuld korn; þetta er einsog að borða harðplast með pappírs bragði. Enginn á heimilinu sáttur með þetta sorp.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:19
af intenz
Ég hætti að borða þetta þegar þeir breyttu þessu fyrir löngu síðan.
Svo breyttu þeir aftur til baka, en þeir misstu dyggan viðskiptavin.
If it ain't broke, don't fix it

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 15:24
af Gunnar
opnaði mér um daginn gamlann pakka af coca puffs. mmmm það var freeekar gott. en pakkinn hvarf líka á 2 dögum.

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:32
af Danni V8
Ég var eitthvað búinn að heyra um þetta nýja kókópöffs. Á samt pakka af gamla hérna heima og hef verið að narta í það yfir bíómyndum. Núna þori ég ekki að klára það og kaupa nýju tegundina

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:37
af AciD_RaiN
Minnir mig aðeins á weetos

Annars er pabbi algjör cocoa puffs fíkill og spýtti þessu út úr sér efitr fyrstu skeið... Þeir hljóta að vera að tapa eitthvað á þessu...
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:40
af Tiger
Þá fær maður sér bara þetta á sunnudögum sem er ekki verra en gamla Puffsið. Og þeir með nýja og stærri SYKRAÐA SYKURPÚÐA....ekkert hollustu bull.

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 18:32
af worghal
nostalgia

var hægt að fá í kosti og svo hvarf það

ég var ekki búinn að fá mér svona í einhver 10-15 ár og svo fékk ég mér svona í fyrra og fékk bara gusu af nostalgiu!
þetta hefur lítið breist

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 18:58
af Ingi90
Löngu hættur þessari Cocoa Puffs vitleysu eftir að þeir fóru í breytingar
Datt inná Frosties aftur bara gott!

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 19:09
af gardar
Eru kostur ekki að flytja inn og selja gamla kókó pöffsið? Kæmi mér ekki á óvart þar sem þeir flytja inn allan fjandan af amerískum vörum.
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 19:18
af rapport
Svarið er.... Kostur...
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 19:21
af Sphinx
skil ekki afhverju eingin flytur inn Twinkies ! best i heimi
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 19:23
af worghal
Sphinx skrifaði:skil ekki afhverju eingin flytur inn Twinkies ! best i heimi
spurning hvort að innihaldið sé löglegt í evrópu

Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 19:27
af Hargo
Var ekki hægt að fá Twinkies í Kosti?
Re: Cocoa Puffs
Sent: Sun 04. Mar 2012 21:33
af littli-Jake
Dagur skrifaði:http://www.visir.is/sykurminna-morgunkorn/article/2012120129555
Á næstunni munu morgunkornin Cocoa Puffs og Honey Cheerios fara í sölu með nýrri uppskrift í verslunum um land allt.
„Þessar tegundir sem auðkenndar eru með bláum topp og íslenskum umbúðum munu leysa eldri tegundir af hólmi á næstu vikum. Þær innihalda mun lægra magn sykurs en forverar þeirra ásamt því að innihalda minni fitu og salt.
Þessar breytingar á uppskrift eru gerðar til að koma til móts við auknar kröfur neytenda um minni sykur og salt í matvöru," segir í tilkynningu frá Nathan & Olsen.
Þetta er svo heimskulegt. Ef fólk vill ekki óhollustu þá á það bara að sleppa því að kaupa Cocoa Puffs, ekki skemma það fyrir okkur hinum. Svo mun þetta lið troða í sig þessum nýju tegundum og skilur ekkert í því af hverju það er enn að fitna.
Word
Re: Cocoa Puffs
Sent: Mán 05. Mar 2012 07:58
af Glazier
Shit hvað Coca Puffs er orðið ógeðslegt.. borðaði 3 skeiðar áðan, restin fór í vaskinn!
