Kínverskar vefverslanir

Allt utan efnis
Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kínverskar vefverslanir

Pósturaf Frantic » Fös 23. Mar 2012 00:59

DealExtreme senti út einhvern afsökunarpóst með myndbandi sem sagði að þau væri að stækka svo fljótt að þau þurftu að flytja í stærra vöruhús og þess vegna er búið að vera óvenjulega mikill ruglingur undanfarna mánuði. Ég er sjálfur að bíða eftir dóti frá þeim. Bara gaman að fá feita sendingu af einhverju drasli sem kostar ekki neitt.




frr
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Kínverskar vefverslanir

Pósturaf frr » Fös 23. Mar 2012 11:48

Dealextreme er orðið ömurlegt vægast sagt, var frábær sjoppa. Eru sennilega ekki að ráða við auknar vinsældir.
Það er útilokað að treysta á að vörurnar séu yfirleitt til. Hef tvisvar beðið í 2 mánuði. Ef þú kvartar yfir því, þá er pósturinn ekki lesinn, en pöntun blint cancelað.
Segjast ætla að bæta sig, en ég ætla að bíða í góðan tíma áður en ég panta aftur.
Ég hef verslað af eftirtöldum aðilum auk tinydeal:
dhgate.com (ath, ekki frí póstsending, er e.k. broker) Hef ekkert upp á þá að klaga
everbuying.com hluti pöntunar kom ekki, sá bara endurgreiðslu frá paypal engin skilaboð.
tinydeal.com Hef ekkert upp á þá að klaga.



Skjámynd

Höfundur
pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kínverskar vefverslanir

Pósturaf pattzi » Fös 23. Mar 2012 11:56

Hef verið að versla bara á ebay hefur gengið vel hingað til pantaði frá dealextreme um daginn og það er komið .

og svo hef ég pantar frá http://www.miniinthebox.com og http://www.lightinthebox.com sama fyrirtækið samt ef maður notar ekki paypal á miniinthebox kemur lightinthebox.com á kreditkortayfirlitið

og svo líka hef ég notað buyincoins.com

þeir eru líka allstaðar á ebay .