Síða 1 af 5

Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:34
af razrosk
Hvernig er það ef ég myndi segja upp í vinnunni, gæti ég farið á atvinnuleysisbætur?

Ásæða uppsagnar er einfaldlega óásættanlega lítil laun miðað við fullt starf.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:36
af angelic0-
lendir á 40daga bið....

láttu þá frekar segja þér upp...

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:38
af worghal
þér þarf að vera sagt upp og það þarf að gefa upp ástæðuna, slæmt ef að ástæðan er "lét segja sér upp" :)

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:39
af angelic0-
worghal skrifaði:þér þarf að vera sagt upp og það þarf að gefa upp ástæðuna, slæmt ef að ástæðan er "lét segja sér upp" :)


þeir gætu sagt honum upp vegna "niðurskurðar"

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:39
af Kristján
finndu þer aðra vinnu bara

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:51
af DabbiGj
Hvernig væri að reyna að fá launahækkun, vinna meiri yfirvinnu frekar en að verða baggi á samfélaginu ?

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:52
af FriðrikH
Ef þér er sagt upp þá þarf það að vera vegna niðurskurðar, ef það er gert, þá getur fyrirtækið ekki ráðið annan mann í þinn stað.

Af hverju leitar þú þér ekki að nýrri vinnu og vinnur bara á meðan?

En ef þú ert bara ósáttur við launin og ætlar þér bara að fara á atvinnuleysisbætur út af því að þær eru ekki mikið lægri, þá finnst mér það vera mjög lélegt attitude og reyndar vera hugsunarháttur sem væri þér og foreldrum þínum (geri ráð fyrir að þú sért ungur) til skammar. Það er ekki sjálfsagt að geta tekið meðvitaða ákvörðun um að vinna ekki og ætlast til þess að annað fólk láti þig hafa peninga fyrir að sitja á rassgatinu.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:53
af biturk
láttu segja þér upp ef launin eru skammarleg, átt ekki að láta bjóða þér uppá það!

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 17:55
af FriðrikH
biturk skrifaði:láttu segja þér upp ef launin eru skammarleg, átt ekki að láta bjóða þér uppá það!


Ef hann sættir sig ekki við launin, þá á hann að segja upp, ekki öfugt. Óþolandi þegar fólki finnst sjálfsagt að svíkja út bætur.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:04
af Kristján
þessi þráður á eftir að fara úti vitlausu fljótt...

botn strikið er:

leitaðu af annari vinnu
fáðu launahækkun
vinna meira
fá þér aðra vinnu með þessari

hvað ertu gamall og hvar ertu að vinna ?

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:04
af angelic0-
FriðrikH skrifaði:
biturk skrifaði:láttu segja þér upp ef launin eru skammarleg, átt ekki að láta bjóða þér uppá það!


Ef hann sættir sig ekki við launin, þá á hann að segja upp, ekki öfugt. Óþolandi þegar fólki finnst sjálfsagt að svíkja út bætur.


Ertu tard :?: menn hafa alltaf rétt á lágmarksframfærslu :!: engin svik í gangi þar :!:

Ekki að ég sé neitt á atvinnuleysisbótum samt, en ég sé enga vankanta á því að mönnum séu greiddar bætur...

Annars geturu farið og talað við Félagsmálastofnun í því bæjarfélagi sem að þú ert í og fengið framfærslu þar á meðan að þú ert á 40daga bið... svo að þetta sé nú allt löglegt og þú sért ekki að svíkja Friðrik vin okkar...

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:07
af KristinnK
Það er skylda þeirra sem þiggja samfélagsþjónustu svo sem menntun, löggæslu, heilsugæslu, etc., að vera skapandi samfélagsþegnar. Atvinnuleysisbætur eru til að fólk getur haldið sér á floti á meðan það leitar sér að vinnu, ekki annar valkostur við að skila einhverju frá sér.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:11
af FriðrikH
Að biðja um að vinnuveitandi segi sér upp til að geta fengið atvinnuleysisbætur strax eru jú bótasvik.
Að segja upp vinnu þegar þú hefur ekkert annað í hendi bara til að bíða eftir að fara á atvinnuleysisbætur er hinsvegar bara siðlaust.

Það er bara þetta sem biturk sagði sem mér finnst óþolandi, maður lætur ekki segja sér upp ef maður er ósáttur, þá segir maður sjálfur upp.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:21
af bulldog
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú getur ekki verið endalaust á atvinnuleysisbótum og þetta sem þú ert að tala um kalla ég siðlaust.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:45
af Marmarinn
razrosk skrifaði:Hvernig er það ef ég myndi segja upp í vinnunni, gæti ég farið á atvinnuleysisbætur?

Ásæða uppsagnar er einfaldlega óásættanlega lítil laun miðað við fullt starf.



Þú ferð og skráir þig á vmst.is, ferð svo til læknis og færð vottorð um að þú getir ekki unnið þessa vinnu (verður að búa til einhver sjúkdómseinkenni)

Ferð svo til vinnuveitandans, segir að þú þurfir að hætta, færð hjá honum gögn sem vmst þarf.

Bætur koma þá við næsta greiðsludag.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:49
af vesley
Marmarinn skrifaði:
razrosk skrifaði:Hvernig er það ef ég myndi segja upp í vinnunni, gæti ég farið á atvinnuleysisbætur?

Ásæða uppsagnar er einfaldlega óásættanlega lítil laun miðað við fullt starf.



Þú ferð og skráir þig á vmst.is, ferð svo til læknis og færð vottorð um að þú getir ekki unnið þessa vinnu (verður að búa til einhver sjúkdómseinkenni)

Ferð svo til vinnuveitandans, segir að þú þurfir að hætta, færð hjá honum gögn sem vmst þarf.

Bætur koma þá við næsta greiðsludag.




:pjuke ](*,)


Þú ferð að leita af vinnu sem er betur borguð, ferð ekki sjálfviljugur á atvinnuleysisbætur af því að þú vilt það.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:50
af braudrist
Segðu að þú ert með Vefjagigt. Þá færðu örorkubætur :D

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:05
af MarsVolta
Jájá láta aðra borga þér pening af því þú nennir ekki að vinna. Djöfullsins aumingjaskapur.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:18
af FriðrikH
Marmarinn skrifaði:
razrosk skrifaði:Hvernig er það ef ég myndi segja upp í vinnunni, gæti ég farið á atvinnuleysisbætur?

Ásæða uppsagnar er einfaldlega óásættanlega lítil laun miðað við fullt starf.



Þú ferð og skráir þig á vmst.is, ferð svo til læknis og færð vottorð um að þú getir ekki unnið þessa vinnu (verður að búa til einhver sjúkdómseinkenni)

Ferð svo til vinnuveitandans, segir að þú þurfir að hætta, færð hjá honum gögn sem vmst þarf.

Bætur koma þá við næsta greiðsludag.


Vona að þér sé ekki alvara með þessu, þetta er landi og þjóð algerlega til háborinnar skammar.

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:29
af Páll
Mynd

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:32
af astro
Páll skrifaði:Mynd


Pretty damn sure hes retarded ! :mad

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:35
af razrosk
MarsVolta skrifaði:Jájá láta aðra borga þér pening af því þú nennir ekki að vinna. Djöfullsins aumingjaskapur.


Heyhey, ég nenni alveg að vinna.... aftur á móti vil ég ekki vera vinna nánast alla daga og helgar fyrir pening undir 200þús?????

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:37
af AntiTrust
razrosk skrifaði:
MarsVolta skrifaði:Jájá láta aðra borga þér pening af því þú nennir ekki að vinna. Djöfullsins aumingjaskapur.


Heyhey, ég nenni alveg að vinna.... aftur á móti vil ég ekki vera vinna nánast alla daga og helgar fyrir pening undir 200þús?????


Við hvað ertu að vinna?

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:37
af Lallistori
razrosk skrifaði:
MarsVolta skrifaði:Jájá láta aðra borga þér pening af því þú nennir ekki að vinna. Djöfullsins aumingjaskapur.


Heyhey, ég nenni alveg að vinna.... aftur á móti vil ég ekki vera vinna nánast alla daga og helgar fyrir pening undir 200þús?????


En viltu virkilega vera á bótum og hanga heima alla daga og gera ekki skít og fá 130þús á mánuði?

Það er mannskemmandi helvíti!

Re: Vinna eða atvinnuleysisbætur!

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:39
af Eiiki
razrosk skrifaði:
MarsVolta skrifaði:Jájá láta aðra borga þér pening af því þú nennir ekki að vinna. Djöfullsins aumingjaskapur.


Heyhey, ég nenni alveg að vinna.... aftur á móti vil ég ekki vera vinna nánast alla daga og helgar fyrir pening undir 200þús?????

Það er virkilega láglaunað fyrir 8 tíma vinnudag, sæktu um launahækkun, erfitt ef þú ert kannski á kassa í bónus... En ég segi annars það sama og MarsVolta, allt er skárra en að vera á atvinnuleysisbótum. Finndu þér aðra og betri vinnu, hana er alltaf einhversstaðar að finna.