Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Allt utan efnis

Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Nuketown » Mán 18. Júl 2011 02:45

Sælir.
Ég er smá forvitinn að vita hver er uppáhalds hundategundin ykkar?

Ég á chihuahua og bý í fjölbýli en samt með sérinngangi og hundar leyfilegir. Mig langar rosalega í annan hund. Helst ekki chihuahua aftur. Langar í aðra tegund núna. Ég bý í mjög lítilli íbúð.
Hvaða tegund haldiði að myndi henta mér? Ég fer nú þegar 3svar sinnum í göngutúr á dag með tjúann og 20 mín í senn. Væri til í hund sem kæmi með mér og myndi hlaupa með þegar ég hjóla og svo fer ég í fjallgöngur og svona. Oftast er þetta svona hjá mér en stundum tek ég alveg 2x 20 mín og 1x60 mín og svona.

Jæja svo ég spyr aftur hvaða tegund haldiði að myndi henta mér?

Svo verð ég í háskólanámi líka þannig að helst sjálfstæðan hund og ekki of athyglissjúkan.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf AntiTrust » Mán 18. Júl 2011 03:47

Uppáhalds hundategundirnar mínar eru Sheffer og Labrador, þótt mig langi mikið að kynnast Akita í persónu. Sjálfur á ég tvo labradora og gæti ekki ímyndað mér betri, klárari eða hlýðnari hunda. Shefferarnir hafa alltaf heillað mig mikið, og þá sérstaklega skapgerðin þeirra, hvernig þeir algjörlega gefa sig eigandanum sínum og engum öðrum.

Labradorinn er svo alveg sér á báti hvað hann getur tengst eigandanum sínum mikið. Skilningurinn á raddbeitingu, svipbrigðum, augnráðum, bendingum og tilfinningum er einfaldlega ólýsanlegur. Ég á oft skilningsríkari samræður við hundana mína heldur en vini, og þarf þó ekki að segja orð.

Ég veit reyndar ekki hvort að Labrador væri rétti hundurinn fyrir þig, þeim finnst yfirleitt skemmtilegra að vera í samfloti með hundi af svipaðri stærðargráðu til að djöflast í og leika við - en þeim kemur yfirleitt vel við flestar tegundir og finnst oftast betra að hafa e-rn með sér heima fyrir frekar en að vera einir. 20mín göngutúr verður seint nóg fyrir labrador, það þyrfti að vera 2-3x á dag að lágmarki, helst aðeins meira. M.v. hvernig það er að horfa á hundana mína í öryggismyndavélinni á daginn þegar ég er ekki heima veitir þeim heldur ekkert af íbúð í stærri kantinum, þótt þeir komist nú líklega af í minni íbúð. Aðalspurning væri hvort þú gætir verið nógu mikið heima fyrir, þetta eru hundar sem þurfa mikla athygli.

Ertu mikið að kynna þér uppeldis og atferlisfræði hjá hundum? Legguru mikinn metnað í þjálfun og aga? Hversu miklum tíma geturu eytt með hundinum á dag? Hefuru efni á mat fyrir stærri tegund? Allt spurningar sem hjálpa þér að ákveða hvaða tegundir myndu henta. Mundu bara að það er engin tegund sem þarf mjög mjög litla athygli, en sumar tegundir auðvitað háðari fólki en aðrar.

Annars eru hérna nokkrar tegundir sem mér dettur í hug m.v. þær uppl. sem þú hefur lagt fram.

Bolognese - Þurfa tiltölulega lítið pláss, þarf ekki mikla hreyfingu. Klár og þokkalega auðvelt að þjálfa.

Japanskur spaniel - Þarf lítið pláss, þarf ekki mjög mikla hreyfingu en getur það vel, kemur vel við flesta.

Greyhound - Þarf furðulítið pláss m.v. stærð, betri íbúðarhundar en margir aðrir smáhundar. Þurfa furðulitla hreyfingu þrátt fyrir að vera hlaupahundar, 30 mín göngutúr á dag dugar yfirleitt, en þeir elska að fá að spretta af og til.

Pug - Þarf lítið pláss, auðveldara að þjálfa en flestir halda, og getur lifað nánast af án þess að hreyfa sig útfyrir íbúðina. Ekki beint fjallgönguhundur þó, þar sem þeir eiga erfitt með öndun undir álagi.
Síðast breytt af AntiTrust á Mán 18. Júl 2011 09:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf bulldog » Mán 18. Júl 2011 06:26

uppáhaldstegundin mín er bolabítur. Ég held að labrador eða Husky myndi jafnvel henta þér vel.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1753
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf blitz » Mán 18. Júl 2011 08:05

Ef þú getur aukið hreyfinguna í 1-2klst á dag (hlaup etc) þá ætti svosem ekkert að vera í fyrirstöðu að fá þér labrador.

Það kom tímabil þar sem ég gat ekki hreyft hundinn minn mikið (Írskur Setter) og ég sá það á henni að hún varð drullu þunglynd


PS4

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf emmi » Mán 18. Júl 2011 09:24

Poodle, er ekki úr hárum, þarf ekki mikið pláss og tiltölulega ódýr í rekstri. Ekki skemmir að tegundin er í 2. sæti yfir gáfuðustu hunda í heimi. :)



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Halli25 » Mán 18. Júl 2011 11:07

Íslenskur fjárhundur, á einn þannig. Tekur ekki mikið pláss, fer í allar fjallgöngur með mér og með þjálfun er hægt að hjóla með hann.
Smá challenge að þjálfa geltið úr honum en þeir gelta mun minna en chewar en hærra þegar þeir gelta :)


Starfsmaður @ IOD


ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf ViktorS » Mán 18. Júl 2011 11:51

Væri fáránlega mikið til í að eiga Husky.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Tengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Kristján » Mán 18. Júl 2011 12:11

plís bara plís!! hugsaðu þig vel um og fáður þér rétta hundinn og eigðu hann alla sína ævi.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Oak » Mán 18. Júl 2011 12:47

faraldur skrifaði:Íslenskur fjárhundur, á einn þannig. Tekur ekki mikið pláss, fer í allar fjallgöngur með mér og með þjálfun er hægt að hjóla með hann.
Smá challenge að þjálfa geltið úr honum en þeir gelta mun minna en chewar en hærra þegar þeir gelta :)


Verst með íslenska að þeir eru ekkert alltof mikið til í að vera einir heima...en æðislegir hundar á annað borð.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Halli25 » Mán 18. Júl 2011 12:58

Oak skrifaði:
faraldur skrifaði:Íslenskur fjárhundur, á einn þannig. Tekur ekki mikið pláss, fer í allar fjallgöngur með mér og með þjálfun er hægt að hjóla með hann.
Smá challenge að þjálfa geltið úr honum en þeir gelta mun minna en chewar en hærra þegar þeir gelta :)


Verst með íslenska að þeir eru ekkert alltof mikið til í að vera einir heima...en æðislegir hundar á annað borð.

Það fer nú líka eftir uppeldinu, minn er oft einn heima oftast í ca. 6 tíma og stundum uppí 9 tíma sem er samt algjör undantekning. Öll húsgögn eru ennþá heil :)
Hann hefur samt ketti í félagsskap og ég hef alltaf útvarp í gangi fyrir hann. Þeir eru líka frábærir með krökkum og gífurlega geðgóðir.


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Sucre
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mán 25. Okt 2010 19:46
Reputation: 5
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Sucre » Mán 18. Júl 2011 13:40

Ég á síðhærðan Langhund (sumir kalla þetta pylsuhund) og hef ekkert nema gott að segja um þá en svona 30-40 min ganga ætti að vera nóg fyrir venjulegan langhund en hef farið með minn í fjallgöngur og hlaupið 5 km hringi svo þeir geta vel hreyft sig þrátt fyrir stuttar lappir hef líka prufað að hjóla með hann og það gekk bara vel.
þeir eru með ótrúlegt nef og er hægt að þjálfa í sporleit sem er mjög gaman,einnig hafi þessi hundar verið að skora hátt á sýningum ef þú hefur einhvern áhuga á því.
annars er voða lítið af þessum hundum hérna heima nema þá í hundafélaginu Íshundum en þar ertu ekkert pottþe´ttur á að fá 100% hreinræktaðan hund og mikið af göllum hjá þeim en borgar samt jafn mikið og fyrir hund í HRFÍ en ef þú finnur svona got þá mæli ég eindregið með því að fá sér svona hvolp rosalega skemtilegir.


i7 2600k | Gigabyte P67A-UD4 | Mushkin 4x4 GB DDR3 @ 1333 MHz | Gigabyte 970GTX| HDD 5.75 TB | SSD Mushkin 250gb | W10

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Tengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf chaplin » Mán 18. Júl 2011 14:02

Beagle eru einnig stórskemmtilegir! ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Leviathan » Mán 18. Júl 2011 16:43

Border Collie er líka æðisleg tegund ef þú getur gefið hundinum þínum mjög mikinn tíma. Þurfa rosalega mikla hreyfingu en eru ótrúlega klárir og fljótir að læra. Hef átt tvo (eigum einn 18 mánaða núna) og báðir hafa verið algjör yndi. Fyrir utan smá tímabil þegar þeir voru ungir, en þá gátu þeir verið hreint helvíti. Spurning hvort það hafi ekki bara verið "human error", samt. :roll:


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3839
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Tiger » Mán 18. Júl 2011 16:53

Ég á íslenska tík sem ég er búinn að eiga í rúmt ár, og ég gæti ekki verið ánægðari held ég bara. Jú jú einstaka gelt þegar dyrabjallan glymur ( í 1 af hverjum 10 skiptum, veit ekki eftir hverju það fer hjá henni og hef ekki fundið neitt mynstur á því). En annars er hún hvers manns hugljúfi og er heima ein meðan krakkanir eru í skólanum og ekkkert mál. Ein og ein skóreim sem er nöguð en that's it.

Mynd


Mynd

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Hargo » Mán 18. Júl 2011 16:56

Farðu á Youtube og skrifaðu "Animal planet dogs 101". Skemmtilega stuttir þættir um hverja tegund fyrir sig. Getur fræðst mikið um hverja tegund á stuttum tíma.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1985
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf einarhr » Mán 18. Júl 2011 17:01

Smalahundar og lítil íbúð fara ekki vel saman og því myndi ég segja að Íslenskur Fjárhundur og Border Collie sé ekki málið fyrir þig. Smalahundar þurfa endalausa hreifingu og eiga erfitt með að vera einir og eiga til að vera mjög erfiðir heima þegar þeir eru skildir eftir í 6 til 8 tíma.

Sjálfur hef ég átt Border Collie og eru það æðislegir hundar. Fór sjálfur með minn á Sporhundanámskeið þegar hann var 14 vikna gamall og ótrúlegt hvað þessi dýr eru gáfuð. :)
Ein af ástæðunum að ég fékk mér Border var að ég hafði aðgang að einbýlishúsi með stórum lokuðum garði sem hann fékk að leika sér í eins og hann vildi.

Held að Labrador eða Springar Spaniel væri sniðugt fyrir þig, báðir mjög orkumiklir og eiga að geta verið einir heima án vandræða. Svo kaupir þú þér bara Haglabyssu til að hafa á Fjallahjólinu og svo hjólar þú niður að tjörn og æfir þá í að sækja fugla fyrir þig :-"


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf coldcut » Mán 18. Júl 2011 17:25

Sjálfur á ég nú einn Bichon Frise og það eru svakalega skemmtilegir hundar og auðvelt að þjálfa enda voru þeir sirkushundar hér áður fyrr og það var mikið svona 'royalty' fólk sem átti þá. Stór kostur líka að þeir fara EKKERT úr hárum.

Mynd

Annars langar mig rosalega í breskan bolabít...



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Nördaklessa » Mán 18. Júl 2011 17:46

ég er með Sheffer blending, 75 sheffer og 25 íslenskur fjárhundur. tíkin er nákvæmlega eins og sheffer bara töluvert minni :megasmile


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |


schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf schaferman » Mán 18. Júl 2011 18:12

Held ég þurfi ekki að svara þessu.
Þetta er minn.


http://kristalmynd.webs.com/apps/photos ... id=7381088


http://kristalmynd.weebly.com/


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Icarus » Mán 18. Júl 2011 18:48

Við búum í 40 fermetrum og erum með einmitt einn Chihuahua, einn gamlan Cavalier og svo bættum við einni tík í hópinn síðustu jól.

Shetland Sheepdog, minnsta fjárhundategundinn en samt rosalega orkumikil og vinnuglöð, það er rosalegt hvað hún fylgir mér út um allt, elskar að leika og er snögg að læra. Reyndar ekki mikið af slíkum hundum á Íslandi en ég myndi hiklaust mæla með þannig. En það er náttúrulega það sama með allar virkari tegundir, það er oft best að eiga tvo saman því þeir geta fengið rosalega útrás að leika við annan hund.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf HalistaX » Mán 18. Júl 2011 20:17

Áttum eina 'litla' sæta English Cocker Spaniel - Border Collie blöndu.
Mygla hét hún (pabbi skírði hana) og dó hvalarfullum dauða sunnudaginn 17. apríl, daginn áður en við ætluðum að láta svæfa hana :(

Hún var búin að vera bylgjukennt veik í marga mánuði, almennt slöpp og blóð í þvagi. Fórum marg oft með hana til dýralæknis og alltaf var hún sprautuð en ekkert gerðist. Skánaði kannski í viku og versnaði svo aftur. :(

Ótrúlegt hvað maður verður tilfinningalega bundinn svona skeppnum, að missa hund er eins og að missa fjölskyldu meðlim. :(


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Nuketown » Mán 18. Júl 2011 20:43

Eg samhryggist að heyra um hundinn þinn. Það er alveg satt tad er mjog erfitt ad missa hundinn manns.

En strakar tid hafid misst af einhverju sem eg skrifadi eda eg hef gleymt ad skrifa tad;)

Allavega herna til eins sem sagdi plis fadu ter hund og eigdu hann alltaf ta vil eg bara segja tad ad eg a nu tegar hund og buin ad eiga hann i 4 ár og valdi íbud sem leyfir hundahald tegar eg flutti a heiman og er med serinngangi.

Eg sagdi ekki ad eg fer 1x 20 min ad labba a dag heldur 3-4x 20 min a dag. Stundum meira og reglulega fer eg i fjallgongur. Ef eg aetti border collie eda svoleidis tegund ta faeri eg ut ad hjola med hann lika.

Mer finnst eiginlega labrador ekki koma til greina. Allir teir sem eg hef hitt a gongum minum eru svo arasarhneigdir gagnvart litlum hundum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf AntiTrust » Mán 18. Júl 2011 21:02

Nuketown skrifaði:Mer finnst eiginlega labrador ekki koma til greina. Allir teir sem eg hef hitt a gongum minum eru svo arasarhneigdir gagnvart litlum hundum.


Ég veit ekki hvaða labrador hunda þú hefur verið í kringum - en þú finnur varla hunda sem eru jafn umburðarlyndar gagnvart öðrum hundategundum. Aldrei nokkurntímann hef ég séð labrador sýna grimmd gagnvart öðrum hundum, stórum sem smáum.

Þetta liggur líka að mestu leyti í uppeldinu. Ef þú færð þér labradorhvolp sem elst upp með hinum hundinum þínum eru afskaplega litlar líkur á því að þeim komi illa saman.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1985
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf einarhr » Mán 18. Júl 2011 21:27

AntiTrust skrifaði:
Nuketown skrifaði:Mer finnst eiginlega labrador ekki koma til greina. Allir teir sem eg hef hitt a gongum minum eru svo arasarhneigdir gagnvart litlum hundum.


Ég veit ekki hvaða labrador hunda þú hefur verið í kringum - en þú finnur varla hunda sem eru jafn umburðarlyndar gagnvart öðrum hundategundum. Aldrei nokkurntímann hef ég séð labrador sýna grimmd gagnvart öðrum hundum, stórum sem smáum.

Þetta liggur líka að mestu leyti í uppeldinu. Ef þú færð þér labradorhvolp sem elst upp með hinum hundinum þínum eru afskaplega litlar líkur á því að þeim komi illa saman.


Sammála Antitrust, það er ástæða fyrir því að Labrador er einn algengasti blindrahundurinn í heiminum í dag,væru þeir árásargjarnir gagnvart litlum hundum þá væru þeir aldrei notaðir í svoleiðis vinnu.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hundar - Ég veit tengist ekkert vaktinni

Pósturaf Nuketown » Mán 18. Júl 2011 22:27

AntiTrust skrifaði:
Nuketown skrifaði:Mer finnst eiginlega labrador ekki koma til greina. Allir teir sem eg hef hitt a gongum minum eru svo arasarhneigdir gagnvart litlum hundum.


Ég veit ekki hvaða labrador hunda þú hefur verið í kringum - en þú finnur varla hunda sem eru jafn umburðarlyndar gagnvart öðrum hundategundum. Aldrei nokkurntímann hef ég séð labrador sýna grimmd gagnvart öðrum hundum, stórum sem smáum.

Þetta liggur líka að mestu leyti í uppeldinu. Ef þú færð þér labradorhvolp sem elst upp með hinum hundinum þínum eru afskaplega litlar líkur á því að þeim komi illa saman.


Ja allavega hafa labrador mjOg oft reynt ad radast a litla hundinn minn tannig ad i dag er minn ordinn frekar paranoid o kringum stora hunda

En haldidi ad border collie myndi henta mer eda vaeri einhver onnur tegund betri? Eg vil ekki storan hund eins og er frekar midlungsstoran