Síða 1 af 1

Hlutbundin forritun fyrir byrjendur - bækur

Sent: Þri 05. Jan 2010 14:48
af Hargo
Vitið þið um einhverjar góðar bækur fyrir byrjendur sem kenna hlutbundna forritun?

Helst í C# - væri ekki verra ef hún myndi innihalda eitthvað um gluggaforritun í leiðinni, sem sagt ekki bara console forritun.

Er einnig að leitast eftir góðri bók sem kennir Python forritun frá byrjun.

Re: Hlutbundin forritun fyrir byrjendur - bækur

Sent: Þri 05. Jan 2010 15:51
af dori
Ég á hérna grimman doðrant sem snertir á mjög mörgu af því sem python nær yfir. T.d. parallel processing, gui, system tools, server side stöff, network/socket stöff og datastructures.

Hún gerir ekki ráð fyrir neinni þekkingu á Python og fer yfir öll grundvallaratriðin, meiri upplýsingar hér og hér. Þetta er samt ekki uppflettirit (bara svo þú gerir þér grein fyrir því frá byrjun).

Ég væri til í að láta hana á 4000 kall, aðeins hærra en notuðu bækurnar á Amazon en þessi er gríðarlega vel farin og ég held að það yrði dýrara en þetta að fá $22 bók heim með öllum gjöldum.

Re: Hlutbundin forritun fyrir byrjendur - bækur

Sent: Þri 05. Jan 2010 19:50
af Hargo
dori skrifaði:Ég á hérna grimman doðrant sem snertir á mjög mörgu af því sem python nær yfir. T.d. parallel processing, gui, system tools, server side stöff, network/socket stöff og datastructures.

Hún gerir ekki ráð fyrir neinni þekkingu á Python og fer yfir öll grundvallaratriðin, meiri upplýsingar hér og hér. Þetta er samt ekki uppflettirit (bara svo þú gerir þér grein fyrir því frá byrjun).

Ég væri til í að láta hana á 4000 kall, aðeins hærra en notuðu bækurnar á Amazon en þessi er gríðarlega vel farin og ég held að það yrði dýrara en þetta að fá $22 bók heim með öllum gjöldum.


Takk fyrir að benda mér á þessa bók. Ætla að kíkja á hana sem ebook á netinu fyrst, verð í sambandi ef mér líst vel á hana, þá kaupi ég hana af þér.

Áttu eitthvað með C# og hlutbundna forritun?