Síða 1 af 1

CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 19:48
af Valdimarorn
Góða kvöldið.

Fyrir nokkru síðan keypti ég The orange box. Innstallaði hann í lappa sem ég átti. Svo langaði mig að setja hann upp í borðtölvunni minni. Er með hulstrið og báða diskanna, en bæklingurinn er týndur og ég finn hann hvergi. Búinn að leita á netinu að cd key, en finn engann. Frekar fúlt að geta ekki spilað hann.

Getið þið komið með einhverjar hugmyndir, eða reddað mér nýjum cd key.

Með fyrirfram þökk...

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 20:10
af zedro
CD-keyinn er tengdur við Steam accountinn þinn :wink:

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 20:13
af Valdimarorn
Já, ég logga mig inn á Steam. En samt er ég alltaf beðinn um cd key, þegar ég set diskinn í til að installa....!!!

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 20:15
af zedro
Sami account og þú notaðir í lappanum í denn?

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 20:44
af Valdimarorn
Já þá sami.

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 20:47
af SolidFeather
Birtist hann ekki í My Games í steam?

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 21:00
af Valdimarorn
Nei. Bara aðrir leikir t.d. HL, HL2 og HL2 E1. Ekki Episode 2 sem er á Orange Box.

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 21:05
af GuðjónR
Ef Orange Box er skráð á Steam accountinn þinn þá ættir þú að geta DL því beint frá Valve í gegnum Steam án lykils.
Ferð á Steam...My Games...hægri smellir á Orange Box og velur install...

Eða hvað??

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 21:10
af halldorjonz
Varstu semsagt ekki búinn að stimpla inn cdkeyið inn á steam accountinn, áður en þú týndir þessu? ef svo þá bara #-o #-o

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 21:15
af Valdimarorn
Það hlýtur eiginlega að vera. Boxið er ekki inn á Steam hjá mér og ef ég set diskinn í, þá er spurt um cd key.

Jæja, þá verður það sennilega ekki spilað meira. Takk fyrir hjálpina samt.

Re: CD key fyrir The Orange Box.

Sent: Fim 17. Des 2009 21:39
af Hnykill
keypti HL2 Collector's Edition þegar hann kom út. nokkrum mánuðum seinna var accountinum mínum stolið og passwordi og öllu breytt =( ..tók mig 2 ár að fá Valve til að leyfa mér að breyta User name og Passwordi aftur. ég sendi nefnilega póst til þeirra frá sama E-mail og leikurinn var skráður á.. eitthvað sem hinn gaurinn gat ekki gert.

Það var reyndar ekki fyrr en ég sendi Valve E-mail um að ég myndi aldrei kaupa leik frá þeim framar, downloada öllu sem þeir hefðu nokkurtíman gefið út, og dreifa því til allra sem vildu að þeir létu undan =)