Síða 1 af 2
Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 17:13
af Dazy crazy
Sælir vaktarar
Vatnið hjá okkur er svo súrefnisríkt að það ryðgar allt hrikalega sem tengist því.
Var að velta fyrir mér hvort það væri til tæki sem myndi sía súrefnið úr vatninu
Takk
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 17:15
af Glazier
Fer ekki allt loft úr vatninu ef þú sýður það ?
Samt kannski smá vesen að sjóða allt vatn áður en það fer í gegnum kranann hjá þér

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 17:18
af mercury
pæling að hringja bara í einhvern píparameistara og spyrja hann

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 17:19
af Gúrú
Glazier skrifaði:Samt kannski smá vesen að sjóða allt vatn áður en það fer í gegnum kranann hjá þér

Það væri líka "smá" vesen að láta vatnið fara í gegnum tækið áður en að það fer í gegnum kranann hjá honum.

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 18:07
af KermitTheFrog
Glazier skrifaði:Fer ekki allt loft úr vatninu ef þú sýður það ?
Samt kannski smá vesen að sjóða allt vatn áður en það fer í gegnum kranann hjá þér

Vatnið skiptir um ham (vökvi - gas) en það er samt ennþá H20 sameind, vetni og súrefni.
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 18:11
af sakaxxx
er það heita eða kalda vatnið?
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 19:26
af Lunesta
það er til tækni. rafgreining en hún borgar sig líklega ekki, væntanlega mjög dýrt
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 19:31
af Glazier
sakaxxx skrifaði:er það heita eða kalda vatnið?
Veðja á kalda vatnið

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 19:59
af CendenZ
uhhh... maður síar ekki súrefni úr vatni.
Þú gætir notað einhverskonar Mg2+ eða Zn anóður til að koma í veg fyrir ryð.
en hvar býrðu ?
Vatn er H20, það er ekkert "of mikið súrefni" í vatninu nema það sé þá H202 ... og það er peroxíð. Sem er ekki að koma út um vaskinn þinn.
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:03
af addi32
Já gengur ekki allveg að sjóða það, er alltaf H2O þó það sé á gufuformi eða föstu.
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:07
af Pandemic
Frekar auðvelt ef mig minnir rétt, tekur glas af vatni og setur tvö tilraunaglös öfugt ofan í vatnið og dregur tvo víra frá + og - í sitthvort tilraunaglasið. Tengir svo vírana við rafhlöðu og smátt og smátt fer vatnið úr báðum tilraunaglösunum og það sem myndast kadóðu megin (-) er súrefni og anóðu megin (+) er vetni. Sést líka á því að það myndast tvöfalt meira súrefni heldur en vetni.
Edit: las þetta vitlaust, hélt að þú vildir aðskilja súrefnið og vetnið.
En ef einhver vill prófa þá er það gert svona.
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:18
af CendenZ
Pandemic skrifaði:Frekar auðvelt ef mig minnir rétt, tekur glas af vatni og setur tvö tilraunaglös öfugt ofan í vatnið og dregur tvo víra frá + og - í sitthvort tilraunaglasið. Tengir svo vírana við rafhlöðu og smátt og smátt fer vatnið úr báðum tilraunaglösunum og það sem myndast kadóðu megin (-) er súrefni og anóðu megin (+) er vetni. Sést líka á því að það myndast tvöfalt meira súrefni heldur en vetni.
Sæll, hvað er að frétta

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:20
af Pandemic
Líka hægt að gera þetta með blöðrum o_O
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:21
af Dazy crazy
Sko, Heita vatnið hjá okkur er of súrefnisríkt, veit ekkert hvernig það virkar en það er bara mikið súrefni í því.
Eins og fiskar nota til að taka súrefni úr vatni í gegnum tálknin, þeir eru ekkert að rafgreina það.
Var bara að spá hvort það væri hægt að setja eitthvað tæki við inntakið á húsinu eða út við dælu til að skilja súrefnið úr því af því að ofnarnir ryðga á 7 árum.
Semsagt eitthvað öfugt við tæki sem setur súrefni í vatnið í fiskabúrum.
Sko, ég vil hafa vatnið H2O áfram, þið vitið að það getur verið fullt af steinefnum og súrefni í vatninu þó það sé ekki í efnasambandinu, enda er vatnið í krönunum ekki efnasamband heldur efnablanda.
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:23
af CendenZ
Pandemic skrifaði:Líka hægt að gera þetta með blöðrum o_O
Hvaða rugl er það samt að það sé allt að rygða hjá þessum gæja, annað hvort býr hann í 50 ára gömlu hverfi með eeeeldgömlum lögnum eða hann er að tala um eitthvað allt annað en ryð!
Járn mun
alltaf ryðga, eina sem maður getur gert er að húða það með einhverju öðru en tengja Zn eða Mg2+ anóður við og fá sæknina í það á undan
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:23
af Pandemic
Dazy crazy skrifaði:Sko, Heita vatnið hjá okkur er of súrefnisríkt, veit ekkert hvernig það virkar en það er bara mikið súrefni í því.
Eins og fiskar nota til að taka súrefni úr vatni í gegnum tálknin, þeir eru ekkert að rafgreina það.
Var bara að spá hvort það væri hægt að setja eitthvað tæki við inntakið á húsinu eða út við dælu til að skilja súrefnið úr því af því að ofnarnir ryðga á 7 árum.
Semsagt eitthvað öfugt við tæki sem setur súrefni í vatnið í fiskabúrum.
Auðvelt svar við því, þú losar bara súrefnið úr ofninum, það er ventill fyrir það

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:29
af CendenZ
Dazy crazy skrifaði:Sko, Heita vatnið hjá okkur er of súrefnisríkt, veit ekkert hvernig það virkar en það er bara mikið súrefni í því.
Eins og fiskar nota til að taka súrefni úr vatni í gegnum tálknin, þeir eru ekkert að rafgreina það.
Var bara að spá hvort það væri hægt að setja eitthvað tæki við inntakið á húsinu eða út við dælu til að skilja súrefnið úr því af því að ofnarnir ryðga á 7 árum.
Semsagt eitthvað öfugt við tæki sem setur súrefni í vatnið í fiskabúrum.
Ok, hvernig er vatnið á litinn sem kemur út ?

Ef þetta er heita vatnið, þá getur þetta verið brennisteinsvetni sem er að valda þessu... þá með 2H+ úr H2s
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:34
af Dazy crazy
það er ekki loft inná kerfinu heldur er súrefni blandað við vatnið sem rennur í gegnum kerfið.
ég er ekki sérfræðingur um vatn, og þessvegna er ég að spyrja
Vatnið er bara... vatnslitað
Ekkert brennisteinsvetni eða brennisteinn, þetta er á lághitasvæði, það rennur bara upp úr jörðinni úti og þar er dæla.
Ég bý í skagafirði, einhver spurði um það
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:42
af CendenZ
Dazy crazy skrifaði:það er ekki loft inná kerfinu heldur er súrefni blandað við vatnið sem rennur í gegnum kerfið.
ég er ekki sérfræðingur um vatn, og þessvegna er ég að spyrja
Vatnið er bara... vatnslitað
Ekkert brennisteinsvetni eða brennisteinn, þetta er á lághitasvæði, það rennur bara upp úr jörðinni úti og þar er dæla.
Ég bý í skagafirði, einhver spurði um það
Já, og þú heldur að að það tengist því ekkert ?
Vatnið þitt er ekki meðhöndlað, það er að koma upp með allskonar efnum sem auka hraðan á úrfellingunni.
Annað, er verið að hita upp kalt vatn til að gera heitt vatn ?
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:45
af Dazy crazy
Hvernig á að meðhöndla það
það er ekki verið að hita upp kalt vatn
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:46
af CendenZ
Ef ómeðhöndlað kalt vatn er hitað með td. varmaskipti, þá verður það súrefnisríkara í þeim mæli. vetniðstengið er ekki jafn sterkt og súrefnið nær að tosa í sig Fe2+ úr lögnunum...
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:47
af CendenZ
Dazy crazy skrifaði:Hvernig á að meðhöndla það
það er ekki verið að hita upp kalt vatn
Ok, kemur bara heitt vatn upp úr jörðinni og því er dælt í húsið ?
þá myndi ég halda að of mikið er af uppleystum söltum í heita vatninu ykkar
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 20:57
af Dazy crazy
CendenZ skrifaði:Dazy crazy skrifaði:Hvernig á að meðhöndla það
það er ekki verið að hita upp kalt vatn
Ok, kemur bara heitt vatn upp úr jörðinni og því er dælt í húsið ?
þá myndi ég halda að of mikið er af uppleystum söltum í heita vatninu ykkar
já
það gæti verið, einhver leið að sía þessi uppleystu sölt úr?
Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 21:04
af CendenZ
Dazy crazy skrifaði:CendenZ skrifaði:Dazy crazy skrifaði:Hvernig á að meðhöndla það
það er ekki verið að hita upp kalt vatn
Ok, kemur bara heitt vatn upp úr jörðinni og því er dælt í húsið ?
þá myndi ég halda að of mikið er af uppleystum söltum í heita vatninu ykkar
já
það gæti verið, einhver leið að sía þessi uppleystu sölt úr?
Já, það er hægt.. Veit ekki alveg hvernig þú gætir farið að því. myndi googla það og reyna finna ódýra lausn.
Gætir alveg eins eymað vatnið sem fer inn i húsið.. en það er bara mjög rafmagnsfrekt

Re: Er til tæki til að sía súrefni úr vatni?
Sent: Sun 13. Des 2009 21:42
af axyne
Hafa vatnið á ofnakerfinu á lokaðri hringrás og varmaskipti til að hita það upp.
best fyrir þig að tala við pípara ekki tölvunörda:roll: