Síða 1 af 1

Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 00:02
af jonsig
Ja, ég get allavegana sagt að ég sé það ekki lengur

To:xd@xd.is
Dagsetning 10.03.09
subject: Úrsögn úr flokki

Kæri viðtakandi
Ég er skráður í flokkinn , að mig minnir á tímabilinu ´98-99
Ég vill láta eyða mér af þessum lista, ég kýs ekki flokkinn né komandi framtíð , við eigum ekki samleið lengur

kv.
Jón xxxxx

kt :xxxxx-xxxx


Ég vill bara taka fram að ég skilaði auðu í síðustu alþingiskostningum og ber því enga ábyrgð á þessari heimsku og skrípaleik sem hefur verið við lýði á okkar alþingi síðasta kjörtímabil.

P.s þetta flokksræði getur hoppað uppí görnina á sér

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 01:26
af Hnykill
Æj ég veit ekki.. hvað ég kýs eða hvert þetta stefnir eiginlega.. en ég skila aldrei auðu.

fyrir mér er að skila auðu er að kjósa óbreytt ástand svo lengi sem það gengur. og ástandið hérna er í drasli og ég kýs ekki drasl!.

en bara aftur.. ææji.. maður er ekki alveg að vilja kjósa sama fólkið aftur og aftur sem gerir ekki neitt nema heita sínu nafni og bendla sína skoðun við hinn og þennan flokk
.. bara afþví að þetta eru nöfn sem maður kannast við.
og líka þegar maður er að kjósa þá ertu ekki bara að kjósa flokk.. eða nafn. eða hægri.. blabla vinstri.. grænn og bull!.. þú ert að velja fólk sem kemur þínum skoðunum á framfæri "eða ekki" og það eru takmörk fyrir hvað þú getur ruglað í fólki áður en það hættir að hlusta á þig endanlega.

t.d. langflestir af öllum Þingmönnum á Íslandi segja bara hvað sem er til að halda vinnunni sinni milli ára. svo á 4gra ára fresti rjúka allir upp og þykjast vera hetjur. Iss.. tsss.. maður getur meira segja "googlað" afköstin hjá þessu fólki langt aftur í tímann. og þvílik hrakfallasaga.. en nei.. hann er kominn í annan flokk, og skipti um skoðun. og... blablabla.. þeir enda allir eins sem lofa uppí ermina á sér.

Ég er allavega löngu hættur að spá í hvað þetta fólk heitir og þykist vera að gera.. sérð það bara.. þessir þingmenn sem við erum búin að kjósa aftur og aftur.. þetta er kynslóðin sem setti á legg fiskikvótan til að deila milli ríkra vina sinna.. og svo vita allir í dag hvernig þeir fóru með bankana.. og lala og blabla.. svo kemur kreppa og allir bara haaa??!

Þetta er kannski bara manni sjálfum að kenna.. að vera ekki löngu búinn að koma þessu fólki frá. æj veistu.. þessir stjórnmálamenn/konur í dag eru bara að reyna halda vinnunnni sinni.. eins og svo oft áður.."úlfur úlfur".. held þau séu búinn að gleyma að við báðum þau um að koma okkar skoðunum á framfæri og í staðinn borgum við þeim nokkrar % af laununum okkar.

= það vantar nýtt, ungt fólk í stjórnmálin í dag. þetta bull að allir hagnist af "reyndum stjórnmálamönnum" er rugl.. þeir fóru jafn hratt í ræsið ef ekki fyrr en þeir sem voru nýkomnir. skutu sig í fótinn ef svo má að orði komast. tók bara smá tíma.

Stjórnmálamenn/konur eru rödd margra manna.. þeir eru EKKI þarna til að búa til reglur í kringum sjálfa sig eins og þeim hentar. við kjósum þetta fólk til að gera líf okkar betra.. BETRA skiluru!..

Held þetta fólk þurfi aðeins að rifja upp fhverju það er þarna.. hver borgi laun þeirra og í hvaða heimi þau lifa.. urrr =/

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 01:58
af Blackened
Hnykill skrifaði:fyrir mér er að skila auðu er að kjósa óbreytt ástand svo lengi sem það gengur. og ástandið hérna er í drasli og ég kýs ekki drasl!.


Tjah.. I beg the differ..
mér finnst það að skila auðu lýsa ákveðinni vanþóknun á öllum flokkum í framboði.. að þú treystir engum þeirra til að stjórna áfram

að kjósa sitjandi flokk er að kjósa óbreytt ástand.. og að kjósa ekki er í rauninni "að kjósa" óbreytt ástand..
en að hafa sig á kjörstað og bíða í röð eftir því að skila auðu finnst mér vera ákveðið statement.. svona hálfgert "fokkjú" á þá alla

..en það eru svosem bara mínar skoðanir ;) eins og þetta er núna þá sýnist mér þetta vera allir jafn miklir drullusokkar og ef fer sem horfir þá skilar maður auðu og flytur til noregs eða eitthvað ;)

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 08:57
af ManiO
Jón, þú þarft að fara niður á skrifstofur flokksins til að segja þig úr þeim.

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 09:26
af machinehead
Blackened skrifaði:
Hnykill skrifaði:fyrir mér er að skila auðu er að kjósa óbreytt ástand svo lengi sem það gengur. og ástandið hérna er í drasli og ég kýs ekki drasl!.


Tjah.. I beg the differ..
mér finnst það að skila auðu lýsa ákveðinni vanþóknun á öllum flokkum í framboði.. að þú treystir engum þeirra til að stjórna áfram

að kjósa sitjandi flokk er að kjósa óbreytt ástand.. og að kjósa ekki er í rauninni "að kjósa" óbreytt ástand..
en að hafa sig á kjörstað og bíða í röð eftir því að skila auðu finnst mér vera ákveðið statement.. svona hálfgert "fokkjú" á þá alla

..en það eru svosem bara mínar skoðanir ;) eins og þetta er núna þá sýnist mér þetta vera allir jafn miklir drullusokkar og ef fer sem horfir þá skilar maður auðu og flytur til noregs eða eitthvað ;)


Sammála þessu, alltaf að kjósa! Sama þótt það sé bara til að skila auðu. Sem ég mun gera í næstu kosningum og þar áður.
Það er ekki stuðningsyfirlýsing við sitjandi ríkisstjórn.

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 09:30
af ManiO
Eitt varðandi það að skila auðu sem hálfger mótmæli og sterk yfirlýsing. Þeir sem eiga að taka það til sín (pólitíkusarnir) eru bara skítsama, þannig að það er í raun tilgangslaust. Ekki það að ég hafi ekki skilað auðu í seinustu forsetakosningum :roll:

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 09:35
af depill
Tss jonsig maður skráir sig ekki úr flokkunum. Ég skráði mig núna reyndar í alla flokkana ( fyrir utan frjálslynda ég vill ekki gera þeim það til geðs að þeir geti sagt að einhver hafi skráð sig ) til þess að taka þótt í öllum prófkjörunum.

Svo ákveð ég bara sjálfur hvað ég kýs ( sem ég er bara alls ekki búinn að ákveða, þetta er samansafn af lélegum flokkum, mun ákveða eftir landsfundi ).

En með því að taka þátt í öllum prófkjörum allra flokkana get ég haft sem mest áhrif á fólkið sem kemst inná Alþingi þrátt fyrir að ég kjósi ekki flokkinn á endanum.

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 18:12
af GuðjónR
depill skrifaði:En með því að taka þátt í öllum prófkjörum allra flokkana get ég haft sem mest áhrif á fólkið sem kemst inná Alþingi þrátt fyrir að ég kjósi ekki flokkinn á endanum.

Mikið til í því, en ég myndi ekki nenna þessu. Ég hugsa að ég skili auðu næst, hef ekki hinn minnsta áhuga á því sorpi sem í boði er.

p.s. aldrei verið flokksbundinn, yfirleitt allaf kosið, aldrei tvisvar það sama og alltaf séð eftir því sem ég hef kosið.

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Mið 11. Mar 2009 23:01
af jonsig
síðustu 6 ár hef ég einmitt verið hrifinn af því einu að skila auðu , en ég hryllir til hugsunin um að einhver VG kjelling sé að telja atkvæðið mitt og smelli einu striki á það :cry:

Re: Ertu flokksbundin/nn ?

Sent: Fim 12. Mar 2009 09:33
af techseven
Stjórnmál eru viðbjóður.