Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 170
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf jonsig » Fös 31. Okt 2008 00:45

Ég er að pæla , þar sem flestum okkar verður sagt upp á næstunni , óháð menntunn eða aldri . þá er ég að pæla hvað á maður að gera atvinnulaus, maður þarf að pæla í svona ef manni yrði sagt upp.

Ég persónulega nenni ekki að hanga heima allan dagin eins og mörgum finnst gaman , þannig að mér dettur í hug skóli . En vandamálið við það er að maður hefur alltaf verið í vinnu með skóla þannig að ég giska á að það sé no-go í dag, allavegana ætla ég ekki að leggja á mig þungt nám og hafa áhyggur af hvort maður hafi efni á húsaleigu eða hvort maður þurfi að selja bílinn sinn, það væri frekar lame að fara aftur í strætó þar sem ég hefi ekki farið í hann síðan ég fékk bílpróf ,þvílík afturför sem það væri. En skynsamlegt ef maður væri í námi,, maður gat haft bíl í den og leigt herbergi í menntó án þess að fá pening frá mömmu og pabba sem er hápunktur þess að vera lame eða búa hjá þeim 19-21ára eða eldri.

og enn aftur , það er ekki hægt að vera í kvöldnámi í menntó eða hi og vera á atvinnuleysisbótum að mér skilst , þó mér finndist það réttlátt ef maður væri að sækja um allstaðar og geta sýnt frammá það , en ég giska á að það yrði bara misnotað.

Flytja til noregs eða nágrannalands - ekki vitlaus hugmynd en á ekki við um alla , kanski er tími á að við förum til póllands allir bara og tökum vinnuna þeirra .

Einhverjar sniðugar hugmyndir hvernig hægt er að bæta sig í Level á krepputímum-, í realtime ekki -World of Warcraft


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.


GGG
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 00:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf GGG » Fös 31. Okt 2008 01:23

Mér var sagt upp í morgun.

1. Ég ætla að reyna að tryggja mér og minni fjölskyldu tekjur til að lifa.

2. Ég ætla ekki að kjósa neina af núverandi flokkum næstu 20 árin.

3. Ég ætla að kynna mér og skoða möguleika á því að flytja erlendis.

4. Ég ætla að klára Fallout 3.

:wink:Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 434
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 0
Staðsetning: Ísafjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf einzi » Fös 31. Okt 2008 01:38

Nú kemur sér sennilega best að kunna fyrir sér á einhverju alltöðru sviði. Samúðarkveðjur til þeirra sem missa starfið, ég fæ persónulega hnút í magan í hvert sinn sem boðað er til starfsmannafundar.

En ég mun líklegast hoppa upp í vinnuvél einhverstaðar, og passa að það sé til salt í grautinn.


Atvinnuleysingi á plani

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3283
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 269
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf urban » Fös 31. Okt 2008 02:35

GGG skrifaði:Mér var sagt upp í morgun.

1. Ég ætla að reyna að tryggja mér og minni fjölskyldu tekjur til að lifa.

2. Ég ætla ekki að kjósa neina af núverandi flokkum næstu 20 árin.

3. Ég ætla að kynna mér og skoða möguleika á því að flytja erlendis.

4. Ég ætla að klára Fallout 3.

:wink:


má ég vera forvitinn og vita hvað þú vinnur (vannst) við ?

er ekki að spurja um nafn á fyrirtæki frekar en þú vilt gefa það upp, heldur eingöngu starfsgrein

en, markmið 4, ég er ánægður með það, án grín, þar sem að það að klára Fallout 3 gæti án grín reddað geðheilsu þinni á meðan að þú finnur þér vinnu

ég vill meina það að allir þeir sem að leita sér að vinnu, eigi að setja þða ð eitt af sínum markmiðum að gera ietthvað algerlega ótengt atvinnuleit eða þessháttar (og þá einmitt eitthvað sem að krefst soldið mikils tíma, en ekki kostnaðar (klára tölvuleik, búa til hundakofann sem að efnið er tilbúið að vera lengi, læra að prjóna, eða eitthvað svona "rugl", semsagt eitthvað til að dreifa huganum)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


GGG
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 00:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf GGG » Fös 31. Okt 2008 02:47

urban- skrifaði:
GGG skrifaði:Mér var sagt upp í morgun.

1. Ég ætla að reyna að tryggja mér og minni fjölskyldu tekjur til að lifa.

2. Ég ætla ekki að kjósa neina af núverandi flokkum næstu 20 árin.

3. Ég ætla að kynna mér og skoða möguleika á því að flytja erlendis.

4. Ég ætla að klára Fallout 3.

:wink:


má ég vera forvitinn og vita hvað þú vinnur (vannst) við ?

er ekki að spurja um nafn á fyrirtæki frekar en þú vilt gefa það upp, heldur eingöngu starfsgrein

en, markmið 4, ég er ánægður með það, án grín, þar sem að það að klára Fallout 3 gæti án grín reddað geðheilsu þinni á meðan að þú finnur þér vinnu

ég vill meina það að allir þeir sem að leita sér að vinnu, eigi að setja þða ð eitt af sínum markmiðum að gera ietthvað algerlega ótengt atvinnuleit eða þessháttar (og þá einmitt eitthvað sem að krefst soldið mikils tíma, en ekki kostnaðar (klára tölvuleik, búa til hundakofann sem að efnið er tilbúið að vera lengi, læra að prjóna, eða eitthvað svona "rugl", semsagt eitthvað til að dreifa huganum)


Ég vann/vinn "enþá" í sjónvarpi.

Og já, það er rétt að það þýðir ekkert að vera neikvæður :)Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf ManiO » Fös 31. Okt 2008 09:30

Á svona tímum er gott að vera námsmaður, enginn að fara að segja mér að HÍ sparki mér úr náminu :)

En GGG, gangi þér sem best með framhaldið, langar ekki að vita hvernig það er að vera rekinn á krepputímum :?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2427
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf CendenZ » Fös 31. Okt 2008 10:37

Ef ég fæ ekki starf eftir skólann þá ætla ég að vinna verkamannavinnu og safna mér pening til að flytja erlendis og fara í nám


2-3 ár í fiskvinnslu/sjómennsku/matvælaiðn er allt í lagi, á meðan undirbý ég mig undir GMAT/TOEFL og skoða erlenda skóla.

Ég er háskólamenntaður og lýk námi í Desember, ég er með græna kortið í gegnum pabba.
Harvest
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf Harvest » Fös 31. Okt 2008 10:58

Er að vinna með skóla og er það nauðsynlegt fyrir mig til þess að geta lifað (gæti jú hlaupið grenjandi til ma og pa).

En ég er mikið að spá í að stökkva út í háskólanám næsta haust.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf AngryMachine » Fös 31. Okt 2008 15:11

Eitthvað langt, lánshæft nám - leyfa LÍN að halda manni uppi í smá tíma - það held ég sé eitt það skásta í stöðunni. En það fer náttúrulega eftir skuldastöðu hvers og eins hvaða svigrúm hann hefur í þessum efnum.

Svo verð ég segja að á meðan menn geta leyft sér að velta sér upp úr því hvað það sé leim að taka strætó og leim að leita á náðir fjölskyldunnar, þá höfum við það bara nokkuð gott.


____________________
Starfsmaður @ hvergi


CCR
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 19:01
Reputation: 0
Staðsetning: In the Middle of Nowhere
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf CCR » Fös 31. Okt 2008 18:14

Vá hvað það er gott að vinna á ríkistofnun sem getur ekki verið án manns og vera í skóla núna á þessum tímum.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3283
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 269
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf urban » Fös 31. Okt 2008 19:37

CCR skrifaði:Vá hvað það er gott að vinna á ríkistofnun sem getur ekki verið án manns og vera í skóla núna á þessum tímum.hellingur af fólki sem að hefur talið sig ómissandi í gegnum tíðina...

þú getur t.d. farið upp í fossvogin eða á suðurgötu til að heilsa upp á það nú eða út í gufunes


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf Dári » Fös 31. Okt 2008 19:45

Flutti til Kanada fyrir 6 vikum sidan, besta timasetning i heimi.
Lytur ekki ut fyrir ad eg se a heimled a naestunni, ekki naestu 2-3 arin myndi eg halda.
svanur
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 01:10
Reputation: 1
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf svanur » Fös 31. Okt 2008 20:10

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera !
Alveg týndur í augnablikinu.... atvinnulaus

Eins gott að maður er ekki að leita að húsnæði...

Flytja út: Nei, aðlögun að öðru samfélagi, hentar mér ekki...

Langt háskólanám = Nei, takk
Tölvuleikir: Já, takkSkjámynd

Nariur
/dev/null
Póstar: 1435
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf Nariur » Fös 31. Okt 2008 20:26

Dári skrifaði:Flutti til Kanada fyrir 6 vikum sidan, besta timasetning i heimi.
Lytur ekki ut fyrir ad eg se a heimled a naestunni, ekki naestu 2-3 arin myndi eg halda.


heppna dýr


Intel i7 6700K @ 4,8GHz| Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce GTX 1080Ti Strix | Gigabyte Z170x Gaming 5 | 16GB ADATA XPG 2400MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2362
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf SolidFeather » Fös 31. Okt 2008 20:37

skrá sig bara í norska/danska/franska herinnSkjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf djjason » Fös 31. Okt 2008 21:31

CendenZ skrifaði:... ég er með græna kortið í gegnum pabba.


ohhhhh....hvað þú losnar við mikil vesen. Engar visa umsóknir og annað skemmtilegt....öfund :)


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


Salvar
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Þri 21. Mar 2006 01:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf Salvar » Sun 02. Nóv 2008 15:36

jonsig skrifaði:það væri frekar lame að fara aftur í strætó þar sem ég hefi ekki farið í hann síðan ég fékk bílpróf ,þvílík afturför sem það væri.


En skemmtilega íslenskt af þér. Jesús, hverskonar ömurlegt líf væri það ef þú þyrftir að nota almenningssamgöngur. Þá fyrst verður kreppan skollin á.

Þeir sem komast sársaukaminnst í gegnum þetta ástand eru þeir sem sætta sig við ástandið og gera það besta úr því. Fólk sem vælir yfir því hvað það sé lame að þurfa að taka strætó er ekki í þeim hóp.Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4083
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 113
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf vesley » Sun 02. Nóv 2008 17:40

engir peningar , engin vinna, ekkert ... engar áhyggjur ;)


massabon.is

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 170
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf jonsig » Fös 07. Nóv 2008 15:29

já það er ekki ennþá búið að segja mér upp , en ég mundi bara drullast í skóla


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.


machinehead
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf machinehead » Fös 07. Nóv 2008 15:44

Salvar skrifaði:
Þeir sem komast sársaukaminnst í gegnum þetta ástand eru þeir sem sætta sig við ástandið og gera það besta úr því. Fólk sem vælir yfir því hvað það sé lame að þurfa að taka strætó er ekki í þeim hóp.


Mjög margt satt í þessu.Skjámynd

DoofuZ
</Snillingur>
Póstar: 1062
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf DoofuZ » Fös 07. Nóv 2008 17:38

Salvar skrifaði:
jonsig skrifaði:það væri frekar lame að fara aftur í strætó þar sem ég hefi ekki farið í hann síðan ég fékk bílpróf ,þvílík afturför sem það væri.


En skemmtilega íslenskt af þér. Jesús, hverskonar ömurlegt líf væri það ef þú þyrftir að nota almenningssamgöngur. Þá fyrst verður kreppan skollin á.

Þeir sem komast sársaukaminnst í gegnum þetta ástand eru þeir sem sætta sig við ástandið og gera það besta úr því. Fólk sem vælir yfir því hvað það sé lame að þurfa að taka strætó er ekki í þeim hóp.

Ég er ríkisstarfsmaður og vinnan mín er í 3 km fjarlægð frá mér. Fyrstu árin í starfinu tók ég mjög oft strætó enda átti ég engan bíl en svo varð ég þreyttur á strætó svo ég keypti mér bíldruslu og keyrði því um tíma til og frá vinnu. En svo þegar druslan gafst uppá mér þá fannst mér einmitt óþægilegt, niðurdrepandi og bara mjög leiðinlegt að taka strætó aftur svo ég labbaði frekar eða fékk far og tók líka leigubíl alltaf á morgnanna þar sem borgin bíður uppá það. En svo varð ég orðinn mjög þreyttur á leigubílunum í sumar og þurfa alltaf að labba þetta langt 18-20 sinnum í mánuði svo ég fjárfesti í fjallahjóli og hjóla núna alltaf á milli. Ég hef satt best að segja aldrei verið jafn ánægður með ferðamátan og efast stórlega um að ég eigi eftir að skipta yfirí strætó eða bíl aftur svo lengi sem ég bý áfram á sama eða svipuðum stað og held vinnunni enda spara ég bensín-/strætópening og er mun fljótari á milli, svo er líka mjög gaman að hjóla og góð hreyfing (sérstaklega fyrir tölvunörda) :D

Þar sem ég er ríkisstarfsmaður þá eru frekar litlar líkur á því að ég missi mína vinnu, sérstaklega þar sem við megum ekki vera færri en við erum á mínum vinnustað, svo ég er mjög þakklátur fyrir að vera ekki í tölvutengdu starfi en það er bara lán í óláni því rétt fyrir páska þá fór ég í atvinnuviðtal þar sem ég vonaðist eftir að komast inná ákveðið tölvuverkstæði en það mistókst og núna gæti ég ekki verið ánægðari með það :)

Ég þekki það samt hvernig það er að vera sagt upp og hvernig það er að vera á atvinnuleysisbótum þannig að ég veit hvernig þetta er :| Vona bara að þið sem eruð að missa vinnuna komist heilir útúr kreppunni, reynið bara að hugsa jákvætt.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 170
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf jonsig » Fös 07. Nóv 2008 17:48

það eru meiri tekjur í atvinnuleysisbótunum heldur en sumum þessara ríkisjobba því miður. Allavegana mundi ég ekki vilja vinna hjá ríkinu sem iðnaðarmaður þar sem launin eru mun lægri og yfirvinna er skert, kanski ágætis kostur fyrir iðnaðarmenn með litla reynslu eða þjást af vanhæfni . þó er ég ekki að segja að þeir iðnaðarmenn sem vinna hjá ríkinu séu allir vanhæfir þó nokkrir í öllum stéttum , :) bara hafa það með

Svo hafa þessi ríkisjobb reyndar yfir einkarekið að þetta eru oftast nær verndaðir vinnustaðir af því sem ég hef kynnst og það er ekki að mínu skapi eins og fólk þurfi bara að vera á staðnum oft #-o


Kaby lake i7-7700k. VegaRx 64 . Gigabyte GA-Z270. Xonar Essence STX 1. IBM model-m

Electronic Engineering Technology.

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 750
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf sakaxxx » Fös 07. Nóv 2008 19:35

ég var að missa vinnuna og nú ætla ég bara að taka mig á og fara í skóla :8)


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 170
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf jonsig » Fös 07. Nóv 2008 20:56

hvað var verið að vinna við ?
SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætla menn að gera þegar þeim verður sagt upp ?

Pósturaf SteiniP » Mán 10. Nóv 2008 03:19

Ég er búinn að vera atvinnulaus í 2 mánuði.
Keypti mér Xbox 360 til þess eins að halda geðheilsunni.
Er svo á leiðinni aftur í skólann í vor.