Álverið í straumsvík. Með eða á móti stækkun álvers?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
gnarr
Kóngur
Póstar: 6427
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 288
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Álverið í straumsvík. Með eða á móti stækkun álvers?

Pósturaf gnarr » Fös 23. Mar 2007 21:08

Jó Boyz! Varð bara aðeins að tjá mig um þessi mál og vona til þess að skapa hér skemmtilega og málefnilega umræðu um þetta stórmál...! En kosið verður 31. mars n.k.

Ég er nú að vinna þarna og er algerlega á móti þessari stækkun.

Hér koma nokkrir punktar...

*** Mengun - Ljóst er að mengun frá álverinu mun aukast gríðarlega og er það umhugsunarvert vegna nálægðar við íbúðarbyggð í Vallarhverfi og Stór-Reykjavíkursvæðinu. Flúorlosun mun fara úr 270 kg á DAG í 675 kg á DAG. Koltvíoxíðlosun úr 880 tonnum á DAG í um 2.200 tonn á DAG!! Brennisteinsdíoxíd-losun (sem breytist í brennisteinssýru ef því er andað að sér) fer úr 7,2 tonnum á DAG í 18 tonn á DAG. Til þess að átta sig á samhengi þessara stærða er áhugavert að benda á það að heildarútblástur koltvíoxíðs frá álverinu mun jafnast á við allan bílaflota landsmanna!!

Svifrykslosun mun aukast meira en tvöfalt en nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar svifryks. Rannsókn var framkvæmd á 50.000 konum í Bandaríkjunum og niðurstöður sýndu það að líkurnar að deyja úr hjartasjúkdómum jukust um 76% og á heilablóðfalli um 83% fyrir hver 10 mg á rúmmetra svifryksmengunar. Niðurstöðurnar benda til þess að svifryk sé hættulegasta tegund loftmengunar sem til er.

En öll mengun er slæm alveg sama hvort heilsuverndamörk segja annað. Það getur líka verið að þau mörk séu of há. Þynningarsvæðið mun spanna um 18 ferkílómetra sem er mun meira en allur Hafnarfjarðarbær til samans.

*** Sjónmengun – Lóðin verður jafn breið og hún er löng. 5 nýjar virkjanir munu vera gerðar til að framleiða allt það rafmagn sem þarf fyrir þessa stækkun. Ein virkjun er nú þegar komin á Hellisheiði og önnur mun rísa þar svo og 3 virkjanir í Þjórsá. BARA til þess að þessir álfurstar geti grætt meiri pening en þeir gera nú. Ég tala nú ekki um allar þær háspennulínur sem munu koma og háspennumöstur og tengivirki. Þeir segjast ekki geta sett línurnar í jörðu vegna þess að 1/3 af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer í þetta álver og þegar um er að ræða svona mikið magn af rafmagni, þá er ekki til sú tæknikunnátta að grafa línurnar.

*** Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar sem gerð var fyrir Hafnarfjarðarbæ getur ábati Hafnfirðinga af stækkun á 50 árum orðið sem nemur 3,4 - 4,7 milljörðum samtals. eir sem eiga að leggja til verðmætasta byggingaland á höfuðborgarsvæðinu undir verksmiðjuna, taka á sig loftmengun, sjónmengun, leggja útivistasvæði bæjarins undir stærstu Línumannvirki íslandssögunnar og búa í stærsta álframleiðslubæ Evrópu fá í besta falli 1% af ávinningnum í sinn hlut (þar sem tekjur Hafnarfjarðarbæjar eru nú um 11 milljarðar á ári)...

*** Sagt er að verði stækkunin ekki samþykkt verði álverinu lokað því núverandi stærð sé svo óhagkvæm í rekstri. Hún er þó ekki óhagkvæmari en svo að aðeins þrjú þeirra 22 álvera sem ALCAN starfrækir nú eru stærri. Af hverju ætti álverið í Straumsvík að vera lagt niður? Af því að það er svo þreytandi að græða bara fjóra milljarða á því á hverju ári? Enginn hefur nefnt að loka eigi einhverju hinna álveranna.

*** Og þótt lokað yrði, bættur sé skaðinn. Nýlega misstu um 600 manns vinnuna við brotthvarf Bandaríkjahers. Samt lagðist byggð á Suðurnesjum ekki af eins og hótað hafði verið. Íslenskt atvinnulíf þyrstir í vinnuafl. Vinnufær Íslendingur er ekki vandamál, hann er tækifæri. Það er ALCAN sem þarf Hafnarfjörð, ekki öfugt - sama hve mörghundruð milljónum fyrirtækið ver til þeirrar blekkingar.

***ISAL (ALCAN) er með lóðarsamning þarna til ársins 2024 og orkusamning til 2014, sem ekkert mál er að framlengja. Þannig að það er engin þörf fyrir stækkun. Við (Íslendingar) erum ekki á barmi gjaldþrots né atvinnuleysis.

*** Svo er þessi hræðsluáróður hjá ALCAN að gera mig brjálaðann!! "Vinnan mín, vinnan mín!" Oooh! Þeir sem missa vinnuna sína ef álverið lokar hafa allavega 7 ár til að finna sér nýja vinnu sem er mun betra en 3 mánuðir sem flestir fá ef þeir missa vinnuna sína...!

*** Ég vil sjá nýja atvinnustefnu í landinu. Ísland á að hafa metnað til að vera í fremstu röð þekkingarþjóðfélaga en ekki stefna að því að verða mesta álbræðslu- og mengunarþjóð pr. mann í heiminum. Framtíð Íslands liggur ekki í álverum og virkjunum heldur í mér og fólkinu um land allt!!!

Þakka fyrir þá sem hlýddu...

Hjálmar.........


http://blog.central.is/theboyz/
http://framtidarlandid.is/


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2700
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Fös 23. Mar 2007 21:31

Alveg sama.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2820
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 208
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fös 23. Mar 2007 21:36

Ég er með stækkuninni ef hver einasta starfsmaður verði Íslendingur og þeir fengu hvorki afslátt af rafmagni né vatni.

Einsog þið eigið að vita, þá fá álverin á íslandi rafmagn undir kostnaðarverði, þ.e. við skattgreiðendur erum að borga rafmagnið fyrir þau.

Absúrd.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fös 23. Mar 2007 21:44

Ég bendi fólki á að taka öllum fullyrðingum með vissum fyrirvara, sama frá hvorri hliðinni það er (störf sem tapast, mengun, gróði o.fl).



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16286
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2002
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 23. Mar 2007 22:11

Mér finnst þetta álver vera tímaskekkja...komið inn í miðja íbúðabyggð.
Fáránlegt að stækka það meira, frekar að rífa það og byggja nýtt álver annarsstaðar. Og ekki inn í fjölbýliskjarna.
Svo finnst mér það ekkert einkamál hafnfirðinga hvort stækka eigi álverið eða ekki, þetta mengar miklu meira en bara hafnarfjörð.
Burt með þetta...



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 459
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Fös 23. Mar 2007 22:34

Ég er Hafnfirðingur, og er hlynntur stækkun!

Ef álverið myndi valda mengun sem er talin yfir hættumörkum væri þessi stækkun ekki leyfð, það er það einfalt.
Álverið færir mínu bæjarfélagi meiri tekjur, og ég er sáttur við það.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fös 23. Mar 2007 23:24

GuðjónR skrifaði:Mér finnst þetta álver vera tímaskekkja...komið inn í miðja íbúðabyggð.
Fáránlegt að stækka það meira, frekar að rífa það og byggja nýtt álver annarsstaðar. Og ekki inn í fjölbýliskjarna.
Svo finnst mér það ekkert einkamál hafnfirðinga hvort stækka eigi álverið eða ekki, þetta mengar miklu meira en bara hafnarfjörð.
Burt með þetta...


Það var nú Hafnarfjarðarbær sem fór að byggja í átt að álverinu. Þegar álverið var reist þá var það langt fyrir utan bæinn (eftir því sem ég best veit).



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16286
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2002
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 23. Mar 2007 23:38

daremo skrifaði:Ég er Hafnfirðingur, og er hlynntur stækkun!

Ef álverið myndi valda mengun sem er talin yfir hættumörkum væri þessi stækkun ekki leyfð, það er það einfalt.
Álverið færir mínu bæjarfélagi meiri tekjur, og ég er sáttur við það.

Sígarettur eru hættulegar og valda krabbameini...samt eru þær leyfðar...ég kaupi ekki svona rök.


Revenant skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mér finnst þetta álver vera tímaskekkja...komið inn í miðja íbúðabyggð.
Fáránlegt að stækka það meira, frekar að rífa það og byggja nýtt álver annarsstaðar. Og ekki inn í fjölbýliskjarna.
Svo finnst mér það ekkert einkamál hafnfirðinga hvort stækka eigi álverið eða ekki, þetta mengar miklu meira en bara hafnarfjörð.
Burt með þetta...


Það var nú Hafnarfjarðarbær sem fór að byggja í átt að álverinu. Þegar álverið var reist þá var það langt fyrir utan bæinn (eftir því sem ég best veit).

Rétt er það...enda var það fyrir 35 árum...í dag eru breyttir tímar og breyttar forsendur.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Lau 24. Mar 2007 00:02

Ég var að skrifa ritgerð um þetta mál... ég er eindregið á móti stækkun, þetta er saur og þetta á allt að fara burt.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 24. Mar 2007 00:03

hahallur skrifaði:Ég var að skrifa ritgerð um þetta mál... ég er eindregið á móti stækkun, þetta er saur og þetta á allt að fara burt.


Vel rökstutt :roll:


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Lau 24. Mar 2007 01:08

Ég er á móti þessu mér finnst frekar asnalegt að byggja stærsta álver í Evrópu inní miðju íbúðarhvefi bráðum. Líka það er ekkert smá mikil mengun sem kemur frá þessu helvíti og þetta legst yfir Hafnarfjörðinn.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 459
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Lau 24. Mar 2007 01:40

GuðjónR skrifaði:
daremo skrifaði:Ég er Hafnfirðingur, og er hlynntur stækkun!

Ef álverið myndi valda mengun sem er talin yfir hættumörkum væri þessi stækkun ekki leyfð, það er það einfalt.
Álverið færir mínu bæjarfélagi meiri tekjur, og ég er sáttur við það.

Sígarettur eru hættulegar og valda krabbameini...samt eru þær leyfðar...ég kaupi ekki svona rök.


Sígarettur eru hættulegar fyrir þá sem kjósa að neyta þeirra. Við erum að tala um svæði þar sem tugir þúsunda manna búa.
Ég kaupi ekki þín rök enda eru þau fáránleg.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Lau 24. Mar 2007 04:54

ok í fyrsta lagi þér er ég persónulega á móti því að þetta álver verði stækkað

má svo sem mín vegna vera þarna í þessari mynd sem að það er en já er á móti stækkun


en ég er líka persónulega á móti því að gnar noti þessa síðu sem "blogg"síðu með sinni vinstrigrænum/náttúruverndar sjónarmiði sínu

ástæðan fyrri þvía ég segi þetta er að ég vill meina að t.d. þessi umræða hafie kkert að gera hingað inn, þetta getur t.d. farið á bloggsíður eða huga.is

þetta er tölvu og tæknispjall, ekki áróðursvél fy rri náttúruverndarsinna


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16286
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2002
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 24. Mar 2007 09:24

urban- skrifaði:þetta er tölvu og tæknispjall, ekki áróðursvél fy rri náttúruverndarsinna

Minni á að þetta er koníakstofan "allt utan efnis"


daremo skrifaði:Sígarettur eru hættulegar fyrir þá sem kjósa að neyta þeirra. Við erum að tala um svæði þar sem tugir þúsunda manna búa.
Ég kaupi ekki þín rök enda eru þau fáránleg.

Eru óbeinar reykingar ekki hættulegar? hvað ertu gamall? 12 ára?
Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu (fyrir utan hafnfirðinga) höfum ekkert val!
Við fáum mengunina yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr.




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Lau 24. Mar 2007 11:52

urban- skrifaði:ok í fyrsta lagi þér er ég persónulega á móti því að þetta álver verði stækkað

má svo sem mín vegna vera þarna í þessari mynd sem að það er en já er á móti stækkun


en ég er líka persónulega á móti því að gnar noti þessa síðu sem "blogg"síðu með sinni vinstrigrænum/náttúruverndar sjónarmiði sínu

ástæðan fyrri þvía ég segi þetta er að ég vill meina að t.d. þessi umræða hafie kkert að gera hingað inn, þetta getur t.d. farið á bloggsíður eða huga.is

þetta er tölvu og tæknispjall, ekki áróðursvél fy rri náttúruverndarsinna

Er þetta eitthvað óðruvísi en þræðirnir hérna í koníakstofunni sem heita

t.d. "Muse eða Linkin Park?" "Hvaða útvarpsstöð hlustiði á?"
"Á ég að fara til eyja á þjóðhátíð?" " Lest þú CAD myndasögur?
"Hvað borðaru margar pizzusneiðar?" "Áramótaskaupið"
"Verslunarmannahelgin 2006" "Eltingaleikur á Íslandi"

Þú vilt kannski útskýra afhverju þessir þræðir eiga heima í koníakstofunni
en ekki þessi þráður,þetta eru ekki þræðir um tölvur eða tækni.

Ertu ekki bara virkjannasinni á launum hjá Landsvirkjun/Alcan við að þagga niður frjálsa umræðu um þetta óþægilega mál,að gera Faxaflóa að mengaðasta svæði N-Evrópu. :roll:



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Lau 24. Mar 2007 15:05

CendenZ skrifaði:Ég er með stækkuninni ef hver einasta starfsmaður verði Íslendingur.....


Sorglegt viðhorf í nútíma þjóðfélagi.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Lau 24. Mar 2007 16:43

Treehuggers..




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 24. Mar 2007 16:55

Birkir skrifaði:Treehuggers..

Nákvæmlega!

Þetta er bara verksmiðja, mengunin er ekki vandamál fyrir okkur. Einu hugsanlegu slæmu áhrifin eru hnattræn, og þau eru mun minni frá álverksmiðju á Íslandi en álverksmiðju í mörgum öðrum löndum. Þetta skilar miklum fjármunum inn í landið. Gott mál.

Ég er bara ekki að sjá hvar þeir munu fá raforkuna fyrir þetta.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Lau 24. Mar 2007 17:16

eina sem er að fara fyrir hjartað á mér er hversu mikinn afslátt álfyrirtækin eru að fá frá ríkinu! :cry:




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Lau 24. Mar 2007 17:50

djjason skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ég er með stækkuninni ef hver einasta starfsmaður verði Íslendingur.....


Sorglegt viðhorf í nútíma þjóðfélagi.


mehh.. Álverið er of nálægt siðmenningu, það er allt í lagi að hafa þessa útlendinga á kárahnúkum einhverstaðar út í rassgati en þegar þeir eru komnir að bæjarhliðunum þá þarf að losna við þá..




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Lau 24. Mar 2007 18:24

Græðir Ísland eitthvað mikið á þessari verksmiðju ? Fer ekki allt úr þessu drasli beint í sölu til útlanda ? ég hefði haldið það.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 459
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Lau 24. Mar 2007 18:40

GuðjónR skrifaði:
daremo skrifaði:Sígarettur eru hættulegar fyrir þá sem kjósa að neyta þeirra. Við erum að tala um svæði þar sem tugir þúsunda manna búa.
Ég kaupi ekki þín rök enda eru þau fáránleg.

Eru óbeinar reykingar ekki hættulegar? hvað ertu gamall? 12 ára?


Hvernig kemur aldur þessu við?
Óbeinn reykur eða ekki, þá skaða sígarettur þá sem kjósa að reykja, eða kjósa að vera í kringum reyk.

Ef álverið myndi vilja blása hættulegum sígarettureyk á alla íbúa Hafnarfjarðar á hverjum degi allt árið, heldurðu að það yrði leyft?
Mengunin er undir hættumörkum. Hvað ertu ekki að skilja?
Síðast breytt af daremo á Lau 24. Mar 2007 19:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Lau 24. Mar 2007 18:50

@Arinn@ skrifaði:Ég er á móti þessu mér finnst frekar asnalegt að byggja stærsta álver í Evrópu inní miðju íbúðarhvefi bráðum. Líka það er ekkert smá mikil mengun sem kemur frá þessu helvíti og þetta legst yfir Hafnarfjörðinn.


@Arinn@ skrifaði:Græðir Ísland eitthvað mikið á þessari verksmiðju ? Fer ekki allt úr þessu drasli beint í sölu til útlanda ? ég hefði haldið það.


Hefur þú ekkert kynnt þér þetta mál? Þú ert greinilega (mv. fyrra svar) búinn að mynda þér skoðun en síðara innlegg gefur manni hugmynd um að sú ákvörðun hafi ekki verið byggð á neinum sérstökum rökum.

En það er nú víst hæstmóðins í dag.....ákveða bara að vera á einhverri skoðun vegna þess að "þessi gaur" er á móti....ég ætla að vera eins.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"

- Linus Thorvalds

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 24. Mar 2007 19:00

djjason skrifaði:Hefur þú ekkert kynnt þér þetta mál? Þú ert greinilega (mv. fyrra svar) búinn að mynda þér skoðun en síðara innlegg gefur manni hugmynd um að sú ákvörðun hafi ekki verið byggð á neinum sérstökum rökum.

En það er nú víst hæstmóðins í dag.....ákveða bara að vera á einhverri skoðun vegna þess að "þessi gaur" er á móti....ég ætla að vera eins.


Það er jú bara þannig að fólk eru upp til hópa óhemju heimskt og virðist fylgja nánast hverjum sem er í blindni ef málstaðurinn hljómar eins og hann sé sniðugur, sbr. allar þeir undirskriftarlistar til að banna dihydrogenmonoxide og svo að afnema "women's suffrage" (suffrage þýðist sem kosningarréttur).


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Lau 24. Mar 2007 19:38

4x0n skrifaði:
djjason skrifaði:Hefur þú ekkert kynnt þér þetta mál? Þú ert greinilega (mv. fyrra svar) búinn að mynda þér skoðun en síðara innlegg gefur manni hugmynd um að sú ákvörðun hafi ekki verið byggð á neinum sérstökum rökum.

En það er nú víst hæstmóðins í dag.....ákveða bara að vera á einhverri skoðun vegna þess að "þessi gaur" er á móti....ég ætla að vera eins.


Það er jú bara þannig að fólk eru upp til hópa óhemju heimskt og virðist fylgja nánast hverjum sem er í blindni ef málstaðurinn hljómar eins og hann sé sniðugur, sbr. allar þeir undirskriftarlistar til að banna dihydrogenmonoxide og svo að afnema "women's suffrage" (suffrage þýðist sem kosningarréttur).


bíddu
er það ekki vatn ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !