Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 8656
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1393
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf rapport » Fös 26. Des 2025 10:52

Núna um jólin átti ég samtöl við fólk í fjölskyldunni sem hefur staðið í eða stóð í atvinnurekstri alla sína starfsævi, frá þeim tíma að fólk notaði reiknistokka, yfir í reikninvélar, yfir í mainframe, yfir í excel á útstöðvum, yfir í sérhæfð bókhaldskerfi.

Samtalið fór mikið yfir í AI og hversu heillað fólk er af þessari tækni og hvernig það sér fyrir sér að áhrifin verði, sérstaklega þegar einhverjir róbotar munu bætast við s.s. að AI fái physical viðmót gagnvart notendum en ekki bara stafrænt.

En það sem við töluðum okkur inná var að hugtakið "þekkingarfyrirtæki" er líklega að fara deyja út og verktakafyrirtæki sem bjóða aðgang að verkviti og þekkingu sem er ekki fólgin í lögvernduðum störfum, að AI muni líklega valda því að það verði ódýrara að ráða fólk í vinnu til að nota AI frekar en að standa í veseni við að gera ótal samninga og vera í samskiptum við ótal birgja.

t.d. þegar UT þjónusta og rekstur snýst ekki lengur um að sjá um vélbúnað, bara configga net og fjarskiptabúnað og sýsla með skýjaþjónustur og helst skv. stöðluðu verklagi ITIL, ISO, ITSM þar sem verkumsjónarkerfið hefur hingað til verið passive beiðnakerfi, er kannski orðið AI enhanced vinnufélagi sem fer yfir það sem þú gerir og gefur feedback og aðstoðar með öruggt config og patch management á tækjum og skýjaþjónustum með allra nýjustu upplýsingum, þá er orðið öruggara og ódýrara að hafa auðlindir in-house uppá viðbragð o.þ.h.

Það sama gildir um bókhald og fjármálastjórnun, þar hefur "reksturinn" á þjónustunni verið niðursoðinn í að helstu verkefni eru að bóka reikninga eftir að nýmóðins AI enhanced kerfum hefur verið stillt upp.

Jafnvel í stærri fyrirtækjum þá er almenn mannauðsstjórnun orðin nokkuð AI enhanced og sjálvirknivædd með nýjustu ráðninga- og fræðslukerfum. Sérstaklega ef þú bætir við ticketting fyrir öll samskipti. AI er noptað til að yfirfara umsóknir og maður hefur heyrt um að AI sé notað til að yfirfara videoviðtöl til að spara tíma og jafnvel auka gæði og tryggja hlutleysi gagnvart umsækjendum.

Þessi þróun er bara að fara verða hraðari og óvægnari.

En það eru að sjálfsögðu tækifæri sem fylgja svona umbreytingum.

Þetta mun valda samþjöppun á markaði því að þegar aðgangur að þekkingu er ekki fyrirstaða þá snýst reksturinn í raun bara um næga framleiðslugetu. Ég hugsaði þá um OK, Símann og Öryggismiðstöðina, að þar sé fyrirtæki sem er að tryggja sér auðlindir til framtíðar.
Eitt af því sem við ræddum og fannst eðlileg er að valdastrúktúr fyrirtækja verður að verða dreifðari og jafnvel lýðræðislegri, að slíkt yrði betra til að koma auga á og takast á við mistök sem AI gæti gert og fólk mundi fylgja í blindni. Niðurstaðan er því þrátt fyrir allt stærri fyrirtæki og þverfagleg teymisvinna þar sem AI er meðlimur eða meðlimir í hverju teymi.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 610
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hugleiðingar um basic fyrirtækjarekstur og hagnýtingu AI

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 26. Des 2025 11:31

AI er ekki bylting sem ryður fólki úr vegi, hún er næsta skref í þróun verkfæra.
Ekki töfralausn, heldur nýtt lag í verkfærakassanum. Þeir sem kunna að nýta AI markvisst í rekstri, rétt eins og þeir sem kunna að leita, greina og vinna úr upplýsingum, munu hafa forskot.
Raunverulegur ávinningur liggur ekki í tækninni sjálfri, heldur í hæfninni til að beita henni skynsamlega, meta niðurstöður gagnrýnið og taka upplýstar ákvarðanir.

Linus Torvalds setur þetta í skemmtilegt samhengi í þessu viðtali


Just do IT
  √