Síða 1 af 1

Elkjop PC build

Sent: Þri 04. Nóv 2025 22:18
af rickyhien
ég væri svo til í að hafa svona úrval á Íslandi :svekktur

https://www.elkjop.no/search?q=elkj%C3% ... searchTerm

Re: Elkjop PC build

Sent: Þri 04. Nóv 2025 22:37
af Harold And Kumar
Alveg sammála Ricky.

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 02:57
af olihar
Getur auðveldlega pantað alla þessa specca hjá hvaða tölvubúð sem er á íslandi.

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 08:01
af rickyhien
olihar skrifaði:Getur auðveldlega pantað alla þessa specca hjá hvaða tölvubúð sem er á íslandi.

finnst verðin þarna er svo mikið ódýrari

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 08:48
af DJOli
Á ekki bara að koma af stað buildernum aftur sem einhver var með fyrir nokkrum árum, og sömuleiðis þarna laptop.is fartölvuleitarvélinni?

Vélbúnaðarbuilderinn gæti t.d. innihaldið sem 'baseline' ódýrustu fúnkerandi 'complete' borðtölvu landsins hvað og hverju úr þeim pörtum sem fást úr hverri búð (fyrst ódýrast samsett úr búðum eftir ódýrustu pörtum), næst hvar er ódýrast að fá 'complett' tölvu. Svo mætti jafnvel hafa til hliðar svona "verðsögu/þróun". "Ódýrasta heila borðtölvan 1. janúar 2024 var með x örgjörva, x minni, x geymslu, x skjáhraðli/skjákorti, samsett úr pörtum frá x, y, z og þ".

Maður má leyfa sér aðeins að dreyma, eþaggi?

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 09:00
af RassiPrump
Þeir eru með eitthvað smá, sjá neðst, til dæmis "Elko risinn", finnst þessi verð samt ekkert spes hjá þeim...

https://elko.is/voruflokkar/leikjabordtolvur-196

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 13:13
af rickyhien
RassiPrump skrifaði:Þeir eru með eitthvað smá, sjá neðst, til dæmis "Elko risinn", finnst þessi verð samt ekkert spes hjá þeim...

https://elko.is/voruflokkar/leikjabordtolvur-196


verðin eru samt 100þús ódýrari á elkjop.no T_T

Re: Elkjop PC build

Sent: Mið 05. Nóv 2025 20:23
af Klemmi
Það eru lægri verð í Noregi en á Íslandi, enda talsverð stærðarhagkvæmni hjá meira en tífalt stærri þjóð sem ekki býr á eyju.

Ég var í Færeyjum fyrir nokkrum vikum, og verðin þar voru hærri en á Íslandi, þeir væru örugglega kátir að fá okkar verð.

Annars er vert að benda á að þetta eru pakkar án samsetningar og stýrikerfis, svo það þarf að taka það með í reikninginn, ca 35-40þús krónur, ef þið eruð að bera þetta saman við samsettar vélar með stýrikerfi hér heima :D