PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5860
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1090
Staða: Ótengdur

PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2025 20:30

https://www.dv.is/frettir/2025/9/29/erl ... ngahegdun/

Útlendingar eru hættir að verða hissa á þessu, alltaf sama sagan hjá þessum íslendingum.

Spurning um að banna stofnun frekari "íslenskra" lággjaldaflugfélaga, þetta endar alltaf í gjaldþroti.

Þetta kemur svakalega niður á orðspori landsins, og gæti gert Icelandair erfitt fyrir ef erlendir aðilar fara flokka Icelandair með þessum lággjaldaflugfélögum, ekki bara farmiðakaupendur heldur flugvellir og aðrir birgjar, heimta fyrirframgreiðslur o.s.frv.

Gæti haft þau áhrif að Icelandir lendi í vandræðum og kannski bara verði líka gjaldþrota?? Tja, þá eru góð ráð dýr varðandi samgöngur landsins.

Stöðva þetta glórulausa lið sem dreymir um að reka lággjaldaflugfélag hér. Búið að sanna það margoft að það virkar ekki. GIVE UP!!


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5860
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1090
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2025 20:44

Einnig stórkostlega fyndið að íslensk yfirvöld, eftirlitsstofnanir, virðast aldrei hafa hugmynd um að þessi lággjaldaflugfélög séu að stefna í gjaldþrot.


*-*

Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Henjo » Mán 29. Sep 2025 20:48

Væri Icelandair ekki búið að vera löngu gjaldþrota ef ekki væri fyrir ríkið? Þegar WoW fór á hausin þá sagði Sigurður Ingi að íslenska ríkið ætti ekkert að skipta sér af því, enda væri það ekki tilgangur ríkisins að halda flugfélögum gangandi. Ári seinna var hann aftur í sjónvarpinu, nema þá var hann að afsaka peningadælu ríkisins til Icelandair, því hérna þyrfti að tryggja flugsamgöngur.

"Icelanda­ir Group skil­aði hagn­aði í fyrsta sinn í sex ár á síð­asta ári, en sá hagn­að­ur var tölu­vert und­ir því sem stefnt hafði ver­ið að. Fimm ár­in áð­ur hafði fé­lag­ið tap­að sam­tals 80 millj­örð­um króna, feng­ið meiri rík­is­styrki en nokk­uð ann­að fyr­ir­tæki á far­ald­urs­tím­um, far­ið í gegn­um tvær hluta­fjáraukn­ing­ar sem þynntu nið­ur fyrri hlut­hafa og stað­ið í ill­víg­um deil­um við starfs­fólk um að lækka laun þeirra og auka vinnu­álag."

https://heimildin.is/grein/20733/

Og ólíkt startups eins og WoW og Play, þá er Icelandair rótgróið fyrirtæki með sögu sem fer aftur nærri því 90 ár.
Síðast breytt af Henjo á Mán 29. Sep 2025 20:49, breytt samtals 2 sinnum.




Gemini
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 42
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Gemini » Mán 29. Sep 2025 21:01

Pína þessi flugfélög að hafa einhverja gjaldþrotatryggingu sem sér um að koma fólki heim og binda um verstu hnútana þegar illa fer í staðinn fyrir að allir aðrir lendi í sprengjubrotunum eftir þá. Þetta er orðið allt of algengt. Iceland Express, WoW, Play og var eitthvað fleira...



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Mán 29. Sep 2025 21:01

Ekki gleyma Arnarflugi og Iceland Express ...



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Henjo » Mán 29. Sep 2025 21:03

Og ekki gleyma niceair.

Mynd



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Mán 29. Sep 2025 21:12

Nú er bara gamla góða einokunin komin aftur...

En þetta eru líklega þúsundir gesta sem ekki munu ná að heimsækja Ísland...

PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 349 þúsund árið áður.


PLAY uppgjör 1. ársfjórðungs 2025




agnarkb
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf agnarkb » Mán 29. Sep 2025 21:21

Held að þetta sé reyndar í eitt af fáum skiptum sem erfitt er að kenna Íslendingahætti um gjaldþrot.
Flugfélög gera oft lítið annað en að fara á hausinn, Icelandair væri löngu farið á hausinn ef ekki væri fyrir ríkið eins og gerðist t.d. með Alitalia og fleirri stór félög. Eiginlega lygilegt að svona lítið land, langt frá öllu, sé með sinn eigin flag carrier. Nokkur lönd í Evrópu t.d. sem hafa ekki sitt eigið flugfélag lengur eins og Ungverjaland eftir að MALEV lagði upp laupana.

Mögulega kannski væri WOW ennþá til hefði Skúli ekki farið í einhvern algerann gorgeir og misst hausinn með þessi Ameríku breiðþotu flug. Já og Indlands ævintýrið.


Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf mikkimás » Mán 29. Sep 2025 21:34

Finnst ansi margir vera í fjölmiðlum að lýsa furðu yfir gjaldþrotinu.

Ég kenni í brjósti um alla þá sem misstu vinnuna, en var þessi niðurstaða einhverjum raunverulega óvænt?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5860
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1090
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2025 21:38

agnarkb skrifaði:Held að þetta sé reyndar í eitt af fáum skiptum sem erfitt er að kenna Íslendingahætti um gjaldþrot.
Flugfélög gera oft lítið annað en að fara á hausinn, Icelandair væri löngu farið á hausinn ef ekki væri fyrir ríkið eins og gerðist t.d. með Alitalia og fleirri stór félög. Eiginlega lygilegt að svona lítið land, langt frá öllu, sé með sinn eigin flag carrier. Nokkur lönd í Evrópu t.d. sem hafa ekki sitt eigið flugfélag lengur eins og Ungverjaland eftir að MALEV lagði upp laupana.

Mögulega kannski væri WOW ennþá til hefði Skúli ekki farið í einhvern algerann gorgeir og misst hausinn með þessi Ameríku breiðþotu flug. Já og Indlands ævintýrið.


Jamm, áhættusækni er í eðli þessara manna. Það er ekki nóg að eitthvað lítið gangi vel, heldur þarf alltaf að "taka yfir heiminn" og reyna stækka meira og meira til að verða verðmætari. Það er bara furðulegt að ekkert lærist af þessu, var ekki PlayAir einnig að reyna við þessi ameríku-flug? Það er ekki í genamengi þessara manna að reyna reka eitthvað lítið vel innan skynsemismarka.


*-*


agnarkb
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf agnarkb » Mán 29. Sep 2025 21:47

appel skrifaði:
agnarkb skrifaði:Held að þetta sé reyndar í eitt af fáum skiptum sem erfitt er að kenna Íslendingahætti um gjaldþrot.
Flugfélög gera oft lítið annað en að fara á hausinn, Icelandair væri löngu farið á hausinn ef ekki væri fyrir ríkið eins og gerðist t.d. með Alitalia og fleirri stór félög. Eiginlega lygilegt að svona lítið land, langt frá öllu, sé með sinn eigin flag carrier. Nokkur lönd í Evrópu t.d. sem hafa ekki sitt eigið flugfélag lengur eins og Ungverjaland eftir að MALEV lagði upp laupana.

Mögulega kannski væri WOW ennþá til hefði Skúli ekki farið í einhvern algerann gorgeir og misst hausinn með þessi Ameríku breiðþotu flug. Já og Indlands ævintýrið.


Jamm, áhættusækni er í eðli þessara manna. Það er ekki nóg að eitthvað lítið gangi vel, heldur þarf alltaf að "taka yfir heiminn" og reyna stækka meira og meira til að verða verðmætari. Það er bara furðulegt að ekkert lærist af þessu, var ekki PlayAir einnig að reyna við þessi ameríku-flug? Það er ekki í genamengi þessara manna að reyna reka eitthvað lítið vel innan skynsemismarka.


Jú en ekki eins grand og Skúli samt. Play var að fljúga á nokkuð safe bet staði á meðan WOW voru farnir að fara til Miami og LA á breiðþotum. En Ameríkuflugin eru bara of kostnaðarsöm fyrir svona lítil félög með þetta fá crew og fáar vélar.


Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 981
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf arons4 » Mán 29. Sep 2025 22:27

Hvaða eignir eiga flugfélög sem leigja sínar flugvélar? Get ekki skilið að það sé dælt 30 milljörðum í félag sem á bókstaflega ekkert annað en skuldbindingar.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Mán 29. Sep 2025 22:38

arons4 skrifaði:Hvaða eignir eiga flugfélög sem leigja sínar flugvélar? Get ekki skilið að það sé dælt 30 milljörðum í félag sem á bókstaflega ekkert annað en skuldbindingar.


Servitization...

Fyrirtæki eiga ekki einusinni Office leyfin sín lengur, bara leiguskuldbindingu...

https://www.visir.is/g/20252781917d/arn ... icelandair
Síðast breytt af rapport á Mán 29. Sep 2025 22:40, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Henjo » Mán 29. Sep 2025 23:05

Forvitinlegt að vita samt hvað það kostar að leigja vélarnar vs kaupa. A320 Airbus sem play notaði kostar ný tólf og hálfan milljað. Eflaust hægt að kaupa notaða talsvert ódýrari.

Mér sýnist Icelandair eiga vélarnar sem þeir nota.

Það verður kannski næsta twistið á lággjaldaflugfélagi íslendinga, þeir ætla kaupa vélarnar.




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf mikkimás » Mán 29. Sep 2025 23:09

Henjo skrifaði:Mér sýnist Icelandair eiga vélarnar sem þeir nota.

Airbus vélarnar fjórar eru allar á leigu, sem og þessar tvær sem eru að bætast við.

XLR vélarnar sem koma eftir nokkur ár verða keyptar.

Held þeir eigi allar Boeing vélarnar (757, 767 og 737).



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5860
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1090
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf appel » Mán 29. Sep 2025 23:10

„Ég bara skil ekki yfirvöld og opinberar stofnanir að hafa ekki séð þetta fyrir. Ég á bara ekki til orð að við séum að horfa upp á þetta aftur. [...] Það er enginn sem óskar neinum að lenda í þeirri stöðu að sitja uppi með sex hundruð manns úti í heimi eða sex hundruð manns á leiðinni sem eiga bókað hótel og þjónustu. Ég held að enginn átti sig á því hvað þetta er grafalvarlegt mál.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... _med_play/

Sammála þessu. Það þarf að fara í saumana á hvernig þessir eftirlitsaðilar hafa klikkað.
Svo er auðvitað líka það að fólki hefði mátt vera þetta ljóst, enda búið að vera í fréttum í marga mánuði að Play standi illa. Fólk sem hefur samt ákveðið að kaupa ódýran flugmiða ætti ekki að þurfa skamma neinn nema sjálfan sig fyrir að hafa valið slíka áhættu. Ég meina bróður minn flaug nýverið með Play, og ég djókaði alltaf í honum að Play gæti orðið gjaldþrota áður en hann færi í ferðina. Fólk vissi alveg af þessu.

Svo las ég í einni frétt, finn hana ekki lengur, en þar kom að Play átti víst að borga eitthvað kolefnisgjald á morgun, einhverjir milljónir dollarar, sem þeir áttu ekki fyrir. Ljóst að þarna fengu þeir að safna upp skuld hjá ríkinu.
Síðast breytt af appel á Mán 29. Sep 2025 23:12, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8515
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf rapport » Þri 30. Sep 2025 12:50

https://samstodin.is/2022/11/fjarmalast ... nn-i-play/

https://www.dv.is/frettir/2025/9/29/fjo ... rfestingar

Hvernig á að tækla stjórnendur í lífeyrissjóðum sem fokka svona illilega upp?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6833
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 953
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Viktor » Þri 30. Sep 2025 14:40

appel skrifaði:Svo las ég í einni frétt, finn hana ekki lengur, en þar kom að Play átti víst að borga eitthvað kolefnisgjald á morgun, einhverjir milljónir dollarar, sem þeir áttu ekki fyrir. Ljóst að þarna fengu þeir að safna upp skuld hjá ríkinu.


Nei?

12. gr.
Skylda til að standa skil á losunarheimildum.

Flugrekandi sem stundar flugstarfsemi sem getið er í I. viðauka skal fyrir 30. september ár hvert standa skil á þeim fjölda losunarheimilda sem jafngilda heildarlosun hans á undangengnu almanaksári samkvæmt vottaðri skýrslu sbr. 1. mgr. 11. gr., eða áætlun Umhverfisstofnunar, sbr. 2. mgr. 11. gr.


https://www.althingi.is/altext/154/s/0639.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


wicket
FanBoy
Póstar: 795
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf wicket » Þri 30. Sep 2025 15:14

Henjo skrifaði:Og ekki gleyma niceair.

Mynd

Niceair var samt ekki flugfélag, heldur endursöluaðili ferða. Voru ekki með flugrekstrarleyfi.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1508
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 238
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf nidur » Þri 30. Sep 2025 17:44

búið að liggja í loftinu síðan byrjun árs, kemur ekkert á óvart.



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Henjo » Þri 30. Sep 2025 18:59

wicket skrifaði:
Henjo skrifaði:Og ekki gleyma niceair.

Mynd

Niceair var samt ekki flugfélag, heldur endursöluaðili ferða. Voru ekki með flugrekstrarleyfi.


Skiptir það öllu? Þetta var auðvitað ekki alvöru flykki eins og Play eða WoW, en þeir voru að ferja fólk til og frá landinu og fóru til nokkra áfangastað. Fólk sem keypti ferðir hjá þeim var ekki allt í einu "uhmm heyrðu þetta er ekkert alvöru flugfélag, þeir eru ekki með flugrekstrarleyfi" þegar það steig uppí vélina.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1480
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 183
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Lexxinn » Þri 30. Sep 2025 22:48

Henjo skrifaði:Og ekki gleyma niceair.


NiceAir fór ekki í þrot vegna rekstrarörðuleika heldur braut leigusali gegn samningi um að supplya vélar/flug og því gat NiceAir ekki staðið við skuldbindingar sínar um að ferja fólk. Þeir gátu ekki nógu tímanlega fundið annan til að hlaupa í skarðið og því var ekki séð fram á annað en að loka félaginu á sínum tíma. Framkvæmdastjóri félagsins hefur ekki falið sig þegar kemur að gagnrýni og segist bera stóra ábyrgð á því hvernig fór en það hafi samt sem áður að stóru leyti verið úr hans höndum sem ég hef fullan skilning á.



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 352
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Henjo » Þri 30. Sep 2025 22:54

Lexxinn skrifaði:
Henjo skrifaði:Og ekki gleyma niceair.


NiceAir fór ekki í þrot vegna rekstrarörðuleika heldur braut leigusali gegn samningi um að supplya vélar/flug og því gat NiceAir ekki staðið við skuldbindingar sínar um að ferja fólk. Þeir gátu ekki nógu tímanlega fundið annan til að hlaupa í skarðið og því var ekki séð fram á annað en að loka félaginu á sínum tíma. Framkvæmdastjóri félagsins hefur ekki falið sig þegar kemur að gagnrýni og segist bera stóra ábyrgð á því hvernig fór en það hafi samt sem áður að stóru leyti verið úr hans höndum sem ég hef fullan skilning á.


Meinar, vissi það ekki. Útskýrir afhverju þeir flugu ekki lengur en bara 10 mánuði. Hefði verið áhugavert að sjá hvernig þetta hefði gengið.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2781
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 530
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf Moldvarpan » Þri 30. Sep 2025 23:13

Mikið af sjálfskipuðum sérfræðingum þessa dagana.

Það er drullu erfitt og flókið að reka flugfélag.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5860
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1090
Staða: Ótengdur

Re: PlayAir gjaldþrota, sama sagan aftur og aftur...

Pósturaf appel » Þri 30. Sep 2025 23:22

Viktor skrifaði:
appel skrifaði:Svo las ég í einni frétt, finn hana ekki lengur, en þar kom að Play átti víst að borga eitthvað kolefnisgjald á morgun, einhverjir milljónir dollarar, sem þeir áttu ekki fyrir. Ljóst að þarna fengu þeir að safna upp skuld hjá ríkinu.


Nei?

12. gr.
Skylda til að standa skil á losunarheimildum.

Flugrekandi sem stundar flugstarfsemi sem getið er í I. viðauka skal fyrir 30. september ár hvert standa skil á þeim fjölda losunarheimilda sem jafngilda heildarlosun hans á undangengnu almanaksári samkvæmt vottaðri skýrslu sbr. 1. mgr. 11. gr., eða áætlun Umhverfisstofnunar, sbr. 2. mgr. 11. gr.


https://www.althingi.is/altext/154/s/0639.html


Ótrúlegt að við séum að leggja niður flugfélag hérna sem heldur líklega þúsund manns í vinnu og skilar tugmilljörðum í þjóðarbúið með alla þessa ferðamenn útaf einhverju woke-liberal kolefnisprumpugjaldi.

Þetta er kostnaðurinn við að draga saman í gróðurhúsaútblæstri, verri lífskjör. Þetta er birtingarmyndin.


*-*