Síða 1 af 1

Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 10:21
af Hjaltiatla
Ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af tilkynningum/auglýsingum frá Coolbet, Epicbet, 20bet o.s.frv. þær leka inn í hvert einasta horn YouTube, Snapchat, TikTok, Facebook og fleiri miðla.Þetta er of mikið,ég gæti alveg lifað án þessara rugl auglýsinga.
Það er einnig ógeðslegt hvernig sumir “áhrifavaldar” troða þessum auglýsingum upp í andlit fólksins, án spurningar um siðferði.Að mínu mati Þeir sem gera þetta eru að selja sál sína fyrir greiðslu og troða þessu uppá sína fylgjendur.

Hafiði einhverja skoðun á þessu ?

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 10:29
af peer2peer
Vá!
Eins og ég hafi skrifað þetta. Ég og konan erum að verða vitlaus á þessum auglýsingum, þá sérstaklega á Youtube! Það eru 85% auglýsingana veðmálaauglýsingar! Og ég gjörsamlega þoli þær ekki!
Hef oft íhugað að kaupa áskrift af Youtube til að losna frá þeim, en gallinn er að þær leynast allsstaðar eins og þú nefnir.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 10:34
af GuðjónR
Hjá mér líka, „taktu þátt og vinndu“... setning sem er fáránlega pirrandi. Ég var einmitt að hugsa um daginn af hverju þetta en ekki eitthvað annað þar sem ég kaupi ekki einu sinni lottomiða.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 10:55
af TheAdder
Því miður er áskrift af YouTube Premium ekki nóg í dag til þess að fría mann frá auglýsignum þar, því það eru auglýsingar á auglýsingar ofan í myndböndunum sjálfum. Gjörsamlega óþolandi þegar myndbandið byrjar á "First a message from our sponsors."

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 11:46
af rapport
Spes, ég fæ aldrei veðmálaauglýsingar en endalausar AI girlfriend, uppboðssíður, Temu og erótískar teiknimynsasögur en ágengni auglýsinga hefur aukist svakalega.

En ég er með blokkað allstaðar að það megi prófíla mig en auðvitað er vitað að ég er 45 karl ofl.

Temu og uppboð er gaman að kíkja á en skil ekki af hverju hinu er haldið að manni.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 12:34
af rostungurinn77
Hef ekki séð youtube auglýsingar í áraraðir.

:fly

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Sun 17. Ágú 2025 15:48
af Diddmaster
ég nota vivaldi og youtube premium verð ekki var við neitt af þessu. Einu augl sem ég sé eru á vaktinni, og þessar sem this video is sponsored by en ég hoppa nú bara fram yfir það á youtube, og augl í símanum en nota hann eigonnlega bara í heimabankan og hringja

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Mið 20. Ágú 2025 11:08
af kusi
Þessar veðmálaauglýsingar hafa pirrað mig mikið líka og ég var vanur að reporta þær fyrir að vera óviðeigandi, eiga ekki við mig o.s.frv. en núna hefur YouTube fjarlægt þennan "tilkynna" takka!

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Mið 20. Ágú 2025 19:07
af olihar
Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru orðnar alveg hræðilegar, ekkert nema scams og þó maður geri report þá kemur alltaf bara sjálfkrafa til baka að allt sé tip top, alveg sama hvaða platform það er. Þetta virðist eiginlega allt vera Ad accounts á Kýpur.

Þetta gjörsamlega mokar inn peningum til eiganda þessara samfélagsmiðla og maður myndi halda að þetta séu þá oftast ad accounts settir upp með stolnum kredit kortum svo þetta er loose loose fyrir alla nema þessa RISA.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Fim 21. Ágú 2025 22:29
af Zpand3x
Diddmaster skrifaði:ég nota vivaldi og youtube premium verð ekki var við neitt af þessu. Einu augl sem ég sé eru á vaktinni, og þessar sem this video is sponsored by en ég hoppa nú bara fram yfir það á youtube, og augl í símanum en nota hann eigonnlega bara í heimabankan og hringja


Hætti í premium þegar þeir hækkuðu síðast til að mótmæla. Held þeir hafi ekki fundið fyrir mótmælunum mínum.
En vá hvað þetta er orðið pirrandi, alltaf double auglýsingar. Svo prófaði ég einhverja leiki í símanum með krökkunum. Við erum að tala um auglýsingar sem ekki er hægt að skippa í hálfa til eina mínútu. Og þarf 2-3 sinnum að ýta á skip til að losna úr auglýsingu.

Svo samþykkti ég ekki facebook skilmála um að nota personalized ads og þá fæ ég forced ad sem læsir því að ég geti skrollað áfram niður (bara í 5 sek samt). Þetta er farið að verða ansi líkt black mirror. Auglýsingar allstaðar og semi forced áhorf.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Fös 22. Ágú 2025 08:01
af TheAdder
Mín lausn er uBlock origin í firefox fyrir youtube, nota ekki mobile öppin, pihole ad blocking á heimanetinu, og wireguard vpn til þess að vera sítengdur í gegnum heima netið og njóta góðs af pihole.

Re: Rant-þráður - Veðmálasíður auglýsingar

Sent: Fös 22. Ágú 2025 09:14
af litli_b
Svona auglýsingar, og helst bara net veðmál sjálf, ættu hreinlega ekki að vera leifð. Það var einn gæi sem ég hataði í grunnskóla, algjör jackass. Svo varð hann háður vapei og einskonar fjárhættu. Mér fannst það vera geggjað að heyra en sá einstaklingur var bara 15 þegar þetta allt byrjaði. 15!? Af hverju er svona létt að ná aðgangi að þessum hlutum? Þessi einstaklingur hefur álíka mikla gáfu og húsfluga, svo það getur ekki verið of flókið að komast í þetta.
Ég persónulega fæ ekki __Bet auglýsingar, en hef líka fengið fullt af þessum Ai assistant auglýsingum, þar sem er talað um "No chat filters and zero restrictions". Vandamálið er að ég er ekki einu sinni 18! Hver sem er gæti fengið þessar auglýsingar! Hér er verið að auglýsa það sem ég get hreinlega kallað klám til Unglinga, og mögulega barna. Þetta er svakalega predatory, og ætti nú að vera ólöglegt. Það eru margir unglinga einstaklingar sem eru einanna, svo þetta ai assistant er örruglega markaðsett að þeim.
Þurfti smá útrás, gott að geta talað um þetta.