Síða 1 af 1

Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:09
af gotit23
Sælir,

er með smá spurning til ykkar,

ef þíð vitið af einhverjum fjölskyldumeðlim sem hefur ítrekað verið tekinn af lögreglu vegna ölfaðan akstur og hefur svo misst prófið,
en keyrir ennþá (nokkur ár núna)
með hjólhýsi og allt ,aðrir eru skráðir fyrir bílnum sem hann er á og hjólhysið skráð á aldraða foreldra sina.


hvað mynduð þíð gera?

bara standa hjá og láta eins og maður sjái þetta ekki eða?

hann lætur eins og hann sé með próf og allt er eðlilegt og þegar maður nefnir það við hann þá já ..... "fullorðnir" fara í fylu :)

væri gaman að heyra skoðun ykkar.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:12
af Nördaklessa
ég myndi benda á að það fékk maður 7,7 ár í fangelsisdóm fyrir að vera gripinn próflaus 11 sinnum á 10 árum.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:23
af brain
Myndi hringja á Lögregluna og tilkynna hann

Hann mun þakka þér seinna meir.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:30
af oliuntitled
Persónulega myndi ég snitcha, þetta snýst ekkert bara um að vera með próf, þetta snýst um hvað ef eitthvað gerist ?
Ef hann lendir í slysi munu tryggingarnar segja honum að éta skít og líklega lögsækja hann fyrir bætur, hann er algerlega ótryggður.

Maður á ekki að leyfa svona absolute tillitsleysi á fólk í kringum hann, tilkynntu hann nafnlaust ef þú vilt halda þér utan við dramað og fáðu jafnvel fleiri til að senda kvartanir undan honum.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:33
af Baldurmar
100% sammála fyrri svörum, hringja í lögguna

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 07. Ágú 2025 18:45
af gotit23
oliuntitled skrifaði:Persónulega myndi ég snitcha, þetta snýst ekkert bara um að vera með próf, þetta snýst um hvað ef eitthvað gerist ?
Ef hann lendir í slysi munu tryggingarnar segja honum að éta skít og líklega lögsækja hann fyrir bætur, hann er algerlega ótryggður.

Maður á ekki að leyfa svona absolute tillitsleysi á fólk í kringum hann, tilkynntu hann nafnlaust ef þú vilt halda þér utan við dramað og fáðu jafnvel fleiri til að senda kvartanir undan honum.


ég er algjörlega sammála þér ,það er einmitt ástæðan afhverju ég hef nefnd þetta við hann ekki hans vegna heldur "hvað ef"

hann er atvinnulaus og fér ekki að greiða neitt ef eitthvað kemur upp ,þetta mun líklegast allt fara á foreldranna .

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fös 08. Ágú 2025 19:08
af Prentarakallinn
Lenti sjálfur í sambærilegu, hringdi alltaf á lögreglu ef ég vissi af aðilanum keyrandi

Re: Að keyra próflaus

Sent: Lau 09. Ágú 2025 00:45
af J1nX
100% hringja á lögguna og tilkynna hann þegar þú veist að hann er á ferðinni..

Re: Að keyra próflaus

Sent: Lau 09. Ágú 2025 09:42
af zetor
gotit23 skrifaði:Sælir,

er með smá spurning til ykkar,

ef þíð vitið af einhverjum fjölskyldumeðlim sem hefur ítrekað verið tekinn af lögreglu vegna ölfaðan akstur og hefur svo misst prófið,
en keyrir ennþá (nokkur ár núna)
með hjólhýsi og allt ,aðrir eru skráðir fyrir bílnum sem hann er á og hjólhysið skráð á aldraða foreldra sina.


hvað mynduð þíð gera?

bara standa hjá og láta eins og maður sjái þetta ekki eða?

hann lætur eins og hann sé með próf og allt er eðlilegt og þegar maður nefnir það við hann þá já ..... "fullorðnir" fara í fylu :)

væri gaman að heyra skoðun ykkar.


Ansi margir meðvirkir þarna, hiklaust að tilkynna þetta.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Lau 09. Ágú 2025 11:05
af rapport
Þessi er ekki að læra af mistökum sínum OG er að storka örlögunum = Með hærri levelum af stupidity.

Erfið ákvörðun um að snitcha... en samt ekki.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Þri 12. Ágú 2025 21:47
af Televisionary
Segja viðkomandi að gera þetta almennilega. Keyra bara stolna bíla.

Auðvitað á að tilkynna viðkomandi. Meðvirkni er bara rugl.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mið 13. Ágú 2025 17:56
af Úlvur
Er hann enn að keyra undir áhrifum?

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mið 13. Ágú 2025 18:24
af Minuz1
Ef þú lætur mann sem á ekki að keyra bíl fá bíllykla af bíl sem þú ert skráður fyrir þá er alveg mögulegt að tryggingarfélög fari í þig þegar eitthvað kemur uppá.

Ef um alvarlegt slys er um að ræða þá er alveg möguleiki á því að fá tugmilljón króna reikning.

Geri ráð fyrir því að skráðir eigendur hafi verið látnir vita af þessum akstri þegar hann hefur verið stöðvaður áður.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mið 13. Ágú 2025 22:50
af gotit23
Úlvur skrifaði:Er hann enn að keyra undir áhrifum?


Hann hefur verið tekið oftar en einu sinni undir áhrífum,
Veit ekki hvort að hann gerir það enn í dag.

Ég veit bara að hann keyrir eins og hann sé með próf.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mið 13. Ágú 2025 22:52
af gotit23
Minuz1 skrifaði:Ef þú lætur mann sem á ekki að keyra bíl fá bíllykla af bíl sem þú ert skráður fyrir þá er alveg mögulegt að tryggingarfélög fari í þig þegar eitthvað kemur uppá.

Ef um alvarlegt slys er um að ræða þá er alveg möguleiki á því að fá tugmilljón króna reikning.

Geri ráð fyrir því að skráðir eigendur hafi verið látnir vita af þessum akstri þegar hann hefur verið stöðvaður áður.


Trúðu mér allir sem lána honum bíl og eru jafnvel skráðir fyrir dailydrivernum hans eru vel varir um ástand hans.

Sorgleg meðvirkni.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 14. Ágú 2025 16:27
af Moldvarpan
Svona er að vera woke. Alltof meðvitaður um umhverfið. Hafa áhyggjur af óvissu.

Nr.1 Þú lætur samviskuna naga þig og endar með að benda lögreglunni á hann, svo þessi ábyrgð hvíli ekki á þér að vita af þessu.

Nr.2 Þú lætur sem svo þú vitir þetta ekki og ert ekki að spá í öðrum.

Er þetta ekki basicly valkostirnir tveir.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Fim 14. Ágú 2025 17:00
af Henjo
Moldvarpan skrifaði:Svona er að vera woke. Alltof meðvitaður um umhverfið. Hafa áhyggjur af óvissu.

Nr.1 Þú lætur samviskuna naga þig og endar með að benda lögreglunni á hann, svo þessi ábyrgð hvíli ekki á þér að vita af þessu.

Nr.2 Þú lætur sem svo þú vitir þetta ekki og ert ekki að spá í öðrum.

Er þetta ekki basicly valkostirnir tveir.


Kannski löggan og slökkviliði ætti að hætta að vera woke og fara bara heim, alveg óþolandi hvað þeir eru alltaf að spá í öllu og öllum.

Annars með OP, myndi ekkert vera tilkynna hann. Myndi taka þriðja valkostin, enda eru hlutirnir aldrei svart og hvítir, þó svo "anti woke" fólk lætur eins og það sé alltaf svoleiðis. Getur endilega bent honum, og annað fólk í kringum hann þar á meðal þeirra sem eru skráð fyrir ökutækjunum fyrir hlutunum og alvarleika þess. Fullorðið fólk getur almennt tekið ábyrgð á sjálfum sér og sínum heimsku ákvörðunum, og það er þeirra að díla við afleiðingar þegar að þeim kemur.

Nema hann sé auðvitað að keyra undir áhrifum, þá bara tilkynna allt svoleiðis. löggan má endilega picka upp alla svoleiðis pakk og sýna enga miskun.

Annars er bara flott hjá þér að vera spá í þessu, það er merkilegt hvað margir vilja bara loka augunum fyrir öllu og öskra lalalalala.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Lau 16. Ágú 2025 14:28
af demaNtur
Hringdu næst í mig, ég skal klessa aðeins á hann (temmilega lítið/mikið eftir því hvað lýðurinn vill).
Hann mun fljótt sjá eftir því þegar þetta fer fyrir tryggingar og eflaust ekki gera það aftur :megasmile

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mán 18. Ágú 2025 07:37
af Hlynzi
Meðvirknin er greinilega á háu stigi, viðurkennir einhver (sérstaklega hann sjálfur) að hann er alkóhólisti ?

Hann greinilega lætur ekki segjast, svo það ætti að tilkynna hann í hvert skipti sem þú veist af á ferðinni (og tilkynna extra mikið ef hann hefur verið að fá sér) - ég hugsa að eina sem hugsanlega dugir í svona tilfelli sé smá fangelsisvist.

Einnig er vandamál með tryggingar á bílum sem hann er á, ef einhver tjón koma upp þá getur það verið sótt á bíleiganda eða hann sjálfan eins og menn nefna hér á undan.

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mán 18. Ágú 2025 22:29
af rapport

Re: Að keyra próflaus

Sent: Mið 20. Ágú 2025 22:24
af gotit23
rapport skrifaði:


Skal mæla með þessu