Síða 1 af 1

Hljóðtækninám

Sent: Þri 05. Ágú 2025 19:47
af Fennimar002
Sælir vaktarar,

Síðan 2021 hef ég tekið mér "námspásu" til þess að vinna og safna mér fyrir námi. Tók eina önn í HÍ í viðskiptafræði í fyrra og fann það að bóklegt nám er alls ekki fyrir mig. Fékk svo auglýsingu um hljóðtækni í lok annar um námið og hef verið að pæla í því alveg síðan og er alveg fastur á því að sækja um þar.

Mínar pælingar eru hvort það sé strangt ferli að komast inn og hvað getur "aukið líkurnar" við að fá samþykkt í viðtal?
Er "guaranty" að geta fundið sér fast starf að loknu námi ef ég vildi fara meira í live hlutann á hljóðtækninni? :-k

Re: Hljóðtækninám

Sent: Mið 06. Ágú 2025 15:06
af HaZaR
Hvað varðar að komast inn í slíkt nám þá hef ég ekki þekkingu á því , á ekki von á að það sé strangt.

Hvað varðar svo að fá vinnu.

Eins og með mörg önnur svið þá er reynsla allsráðandi.

Afar litlar líkur á þvi að fara að starfa sem live engineer strax eftir nám, en líklega hægt að verða sér útum starf hjá Exton eða slíku fyrirtæki og vinna sig upp. Hljóðvinnsla er mikið til byggð á reynslu og stundum er vandamál að þeir sem hafa lært telja sig kunna eitthvað.
Svo lengi sem þú ert auðmjúkur gagnvart því að þú veist ekki neitt eftir nám og er til í að leggja á þig tíma og vinnu við að verða þér útum reynslu þá er líklega allt hægt í þessu bransa.

En þetta er algert hark, illa borgað, erfiður vinnutími ...en skemmtilegt :)
Gangi þér vel.

Re: Hljóðtækninám

Sent: Fim 07. Ágú 2025 12:35
af Baldurmar
Er það ekki þetta nám? https://tskoli.is/namsbraut/hljodtaekni/
Þú þarf að hafa lokið grunn­skóla og tveggja anna fram­halds­skóla­námi, að lág­marki 60 ein­ingum, þar af að lág­marki 10 ein­ingum í ensku, 10 ein­ingum í íslensku og 10 í stærðfræði, allt á 2. þrepi.

Einnig er æski­legt að hafa stundað tón­list­arnám eða hafa reynslu af tón­listar­flutn­ingi.

Inn­ritað er og tekið inn í námið á vorönn ár hvert.


Ef að þú komst inn í viðskiptafræði þá ertu 100% að uppfylla allar kröfur