Síða 1 af 1

"Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Mið 23. Júl 2025 22:45
af Televisionary
„Í netöryggisæfingunni „Ísland ótengt“ fyrr á þessu ári kom skýrt fram að uppsettar varaleiðir með gervihnattatengingum eru nauðsynlegar ef á reynir.“
Mynd

Hvað finnst fólki um þessar pælingar? Núna er fólk í nágrannalöndunum farið að hamstra mat til geymslu ef til stríðs kemur. Einhverjir búnir að festa sér varaleið frá Musk? Það er væntanlega það eina sem er í boði fyrir neytendur.

Öll greinin hérna á vb.is
https://vb.is/skodun/oryggi--fjarskipta ... -a-reynir/

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Mið 23. Júl 2025 23:26
af Henjo
Væri Musknetið áreiðanlegt á íslandi ef samband myndi rofna? er ekki ground station hérná íslandi sem er notuð? Annars ef stríð kæmi, og allir strengirnir okkar yrðu eyðilegaðir. Þá held ég líka að starlinkararnir verða líka skotmark. Það er hægt að skjóta þá niður með orrustuþotum.

Óháð stríði samt, þá held ég að það sé solid að vera sma sjálfstæð. Gleymi því ekki fyrir mörgum árum í skólanum þá var netið oft bilað á morgnana. Og þá var ekki hægt að gera neitt, því Adobe þarf að tengjast internetinu til að geta startað sér. Sem betur fer samt var ég auðvitað búin að installa opnari hugbúnað inná kerfið sem manni er frjálst að nota án þess að senda ósk um það á erlenda servera.

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fim 24. Júl 2025 09:09
af rapport
Gríðarleg fjárfesting í fjarskiptaleiðum á milli A og B meikar ekki sens ef það er ekki gulltryggt að A og B muni vera til staðar og "up and running" when the shit hits the fan.

Ef heimurinn er kominn á þann stað að búið er að klippa á fjarskipti Íslands við umheiminn... s.s. að Ísland er orðið skotmark einhers sem hefur getu til að skemma sæstrengi... þá er líklega ekki mikið eftir af löndum í umheiminum til að hafa samband við...

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fim 24. Júl 2025 09:51
af Hjaltiatla
Televisionary skrifaði:
Hvað finnst fólki um þessar pælingar? Núna er fólk í nágrannalöndunum farið að hamstra mat til geymslu ef til stríðs kemur. Einhverjir búnir að festa sér varaleið frá Musk? Það er væntanlega það eina sem er í boði fyrir neytendur.

Ekki beint að skoða Starlink sem varaleið , við í fjölskyldunni erum að skoða Starlink gervihnattasamband í bústað þar sem er ekkert net í boði í gegnum 4g eða 5g eða ljósleiðara.
Meikar sense fyrir fyrirtæki og stofnanir sem treysta á 24/7 netsamband að skoða þetta sem mögulegt varasamband og forgangsraða traffík sem skiptir mestu máli í gegnum Starlink ef sæstrengir eru óvirkir.

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fim 24. Júl 2025 21:20
af Televisionary
Ég myndi hiklaust mæla með því. Sumarbústaðurinn minn fær ekki ljósleiðara, er tvítengdur í augnablikinu með 4G (sem er ekki að gera gott mót) ásamt Starlink standard. Starlink uppsetningin kom skemmtilega á óvart.

En að inntaki þráðar þá held ég að fólk verði að gera ráðstafanir og hafa varasamband. Grunar að fólk hugsi á þá leið að það sé alltaf internet og rofnar tengingar eru að fara setja allt í köku.

Mynd

Hjaltiatla skrifaði:
Televisionary skrifaði:
Hvað finnst fólki um þessar pælingar? Núna er fólk í nágrannalöndunum farið að hamstra mat til geymslu ef til stríðs kemur. Einhverjir búnir að festa sér varaleið frá Musk? Það er væntanlega það eina sem er í boði fyrir neytendur.

Ekki beint að skoða Starlink sem varaleið , við í fjölskyldunni erum að skoða Starlink gervihnattasamband í bústað þar sem er ekkert net í boði í gegnum 4g eða 5g eða ljósleiðara.
Meikar sense fyrir fyrirtæki og stofnanir sem treysta á 24/7 netsamband að skoða þetta sem mögulegt varasamband og forgangsraða traffík sem skiptir mestu máli í gegnum Starlink ef sæstrengir eru óvirkir.

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fös 25. Júl 2025 09:27
af rapport
En eru fjarskipti innanlands ekki á topp 3 í öllum endurreisnaráætlunum á meðan fjarskipti við útlönd eru miklu miklu neðar í forgangsröðuninni?

Ef að ekkert mundi bila nema fjarskipti við útlönd, hvaða grunnstoð samfélagsins færi í algjört þrot?

Rafræn skilríki og allt sem keyrir á þeim...

En hver gætu verstu mögulegu áhrifin orðið af því?

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fös 25. Júl 2025 09:54
af Hjaltiatla
rapport skrifaði:
Ef að ekkert mundi bila nema fjarskipti við útlönd, hvaða grunnstoð samfélagsins færi í algjört þrot?

Rafræn skilríki og allt sem keyrir á þeim...

En hver gætu verstu mögulegu áhrifin orðið af því?


Nú er ég bara að sleikja puttann og setja útí loftið en mig grunar að það yrði alveg örugglega eitthvað vesen með banka og greiðslustarfsemi Og líklega eitthvað um API og vefþjónustur sem brotna sem ekki allir fatti að tengist útfyrir landsteinana. Erfitt að segja til um þetta nema að fá innsýn inní Hugbúnað,kerfis og nethögun hjá fyrirtækjum og stofnunum. Líklega hjálpar mjög mikið að vera á Starlink Varasambandi og forgangsraða mikilvægustu traffíkinni ef fjarskipti við útlönd í gegnum sæstrengi rofnar.

Re: "Öryggi fjar­skipta krefst að­gerða áður en á reynir"

Sent: Fös 25. Júl 2025 10:29
af rapport
Hjaltiatla skrifaði:
rapport skrifaði:
Ef að ekkert mundi bila nema fjarskipti við útlönd, hvaða grunnstoð samfélagsins færi í algjört þrot?

Rafræn skilríki og allt sem keyrir á þeim...

En hver gætu verstu mögulegu áhrifin orðið af því?


Nú er ég bara að sleikja og sleikja puttann og setja útí loftið en mig grunar að það yrði alveg örugglega eitthvað vesen með banka og greiðslustarfsemi Og líklega eitthvað um API og vefþjónustur sem brotna sem ekki allir fatti að tengist útfyrir landsteinana. Erfitt að segja til um þetta nema að fá innsýn inní Hugbúnað,kerfis og nethögun hjá fyrirtækjum og stofnunum. Líklega hjálpar mjög mikið að vera á Starlink Varasambandi og forgangsraða mikilvægustu traffíkinni ef fjarskipti við útlönd í gegnum sæstrengi rofnar.


S.s. greiðslumiðlun...

Þannig að viðskipti sem ekki byggjast á reikningsviðskiptum gætu riðlast = neytendakaup.

Ef við útbúum til basic áhættumat 5x5 fyrir alvarleika og umfang.

Umfang
Alvarleiki

1- Afmarkaður staðbundinn hópur
1 - Engin teljandi áhrif

2- Afmarkaður dreifður hópur
2 - Truflun / seinkun á grunnstoðum samfélagsins

3 - Bæjarfélag
3 - Heilsuspillandi / tímabundin áhrif

4- Landsfjóðrungur
4 - Heilsuspillandi / varanleg áhrif

5 - Allir
5 - Lífsógnandi


Þá er truflun á greiðslumiðlun 5x2 = 10 og ástandið yrði pirrandi en fólk mundi áfram mæta í vinnunna og fólk og fyrirtæki mundi finna aðrar leiðir til að halda viðskiptum gangandi.

Þar sem fyrirtæki væri í reikningsviðskiptum og þetta hefði í raun bara áhrif á þá einsatklinga sem nauðsynlega þyrfti að versla á því tímabili sem bilunin mundi vara, þá þyrfti hún að vara í viku til að skora 10, ef hún mundi vara í einn dag þá væru áhrifin líklega meira í takt við 2x2 = 4.

Stóru vandamálin eru orka, lyf og matur... og no1, 2 og 3... kalda vatnið því án þess þá er allt hreinlæti (skolpið) farið.

Í stóra samhenginu hef ég því sáralitlar áhyggjur af því að rof verði á internetsambandi svo lengi sem fjarskipti innanlands eru OK.