Síða 1 af 1
Að tala upp verð
Sent: Mán 07. Júl 2025 15:43
af rapport
https://www.visir.is/g/20252748308d/kvi ... -til-bodumMér þykir virkilega gott að sjá að Íslandsbanki sé ekki þátttakandi í þessu rugli.
Ég skil ekki hvernig það á að draga úr áhættu hjá Arion að fá inn viðskiptavini sem eru meira gíraðir, eiga miklu meira og skulda miklu meira en almennt er hjá Arion.
Þetta er meiri áhætta og í raun er verið að auka hlutdeild "fjárfestingabankastarfsemi" hjá Arion og almenn "viðskiptabankastarfsemi" sem er miklu miklu minni áhætta verður hlutfallslega minni.
M.v. ástandið í heiminum er alltaf líklegra og líklegra að viðskiptavinir Kviku banka komi illa út úr efnahagsástandinu og fyrir vikið ætti bankinn ekki að vera verðmetinn dýrt.
Það er ekkert "product" í Kviku banka sem Arion banki getur ekki gert sjálfur án þess að kaupa Kviku.
Í raun eru viðskiptavinir Kviku banka bara að komast inn í stærri og öflugri banka án þess að fara í gegnum greiðslumat o.þ.h. og halda öllum sínum fyrri kjörum og líklega á kostnað almennra viðskiptavina.
Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.
Það er virkilega mikill 2007 þefur af þessu og ég fæ það á tilfinninguna að það sé verið að pakka skít og veseni í álpappír og selja sem einhverskonar gullmola.
Re: Að tala upp verð
Sent: Mán 07. Júl 2025 16:35
af rostungurinn77
Í hvaða tölur ertu að vísa?
Kvika var t.d. að bjóða 8.5% breytilega vexti á húsnæðislánum. Skilyrðið er að eiga 45% í fasteigninni.
Ekki viss hver áhættan er þar t.d.
Re: Að tala upp verð
Sent: Mán 07. Júl 2025 22:15
af natti
rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.
Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.
Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.
Re: Að tala upp verð
Sent: Mán 07. Júl 2025 23:58
af rapport
natti skrifaði:rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.
Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.
Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.
Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 08. Júl 2025 08:32
af rostungurinn77
rapport skrifaði:natti skrifaði:rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.
Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.
Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.
Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.
Heldurðu að það yrði sér kvikudíll eftir sameiningu (fyrir þá sem voru hjá Kviku) eða ertu að vísa til þess að lánakjör þeirra sem eru með lán hjá Kviku séu mögulega hagstæðari en lánakjör hjá Arion?
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 08. Júl 2025 12:24
af rapport
rostungurinn77 skrifaði:rapport skrifaði:natti skrifaði:rapport skrifaði:Ég mundi vilja heyra hvernig samkeppniseftirlitið ætlar að tryggja að viðsktipavinir bankans njóti allir sömu kjara og bankinn tryggi að þeim sé ekki msimunað.
Arion+Kvika, eins og aðrir bankar, og fyrirtæki, geta boðið mismunandi viðskiptavinum upp á mismunandi kjör eftir áætluðu "verðmæti" viðskiptavinarins.
Þannig fá t.d. stærri viðskiptavinir oft betri kjör, t.d. betri afslátt af vörukaupum hjá venjulegum fyrirtækjum.
Hjá fjármálafyrirtækjum snýst þetta væntanlega um vexti og önnur lánakjör.
Ekkert sem að samkeppniseftirlitið ætti að koma í veg fyrir hjá einni fjármálastofnun ef það gerir ekki það sama hjá öðrum slíkum.
Það er ekki heimilt að mismuna viðskiptavinum bara af því bara, sérstaklega ekki fjármálastofnanir. Það má setja upp afslátlarkerfi en það verður að samræma viðskiptakjör fólks hjá nýjum sameinuðum banka.
Heldurðu að það yrði sér kvikudíll eftir sameiningu (fyrir þá sem voru hjá Kviku) eða ertu að vísa til þess að lánakjör þeirra sem eru með lán hjá Kviku séu mögulega hagstæðari en lánakjör hjá Arion?
Ég á við almenn viðskiptakjör frekar en bara "vexti af lánum"...
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 08. Júl 2025 12:48
af rostungurinn77
Ég get ekki ímyndað mér að það sé neinn veruleiki þar sem banki færi að vera með tvær gjaldskrár eftir sameiningu.
Þannig að ég átta mig ekki á áhyggjunum.
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 12:29
af rapport
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... andsbanka/Nú er verið að tala upp VÍS, það eru endalausar fréttir um félagið...
Af hverju ætti tryggingafélag að sameinast banka?
Það væri næstum eins og ef Íslandsbanki mundi kaupa Icelandair til að bjóða sínum viðskiptavinum ódýrari flugmiða...
Hvaða ábati eða samlegð er á milli þessara aðila?
Yðri þetta ekki barea til þess að önnur tryggingafélög mundu forðast að versla við íslandsbanka?
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 14:36
af Stutturdreki
Ah, sé að þú trúir þeim algenga misskilningi að tryggingafélög séu aðeins að geyma peninga til að greiða tryggingabætur þegar eitthvað kemur upp á.
Tryggingafélög eru fjárfestingafélög, safna iðgjöldum í feita sjóði sem eru notaðir til að fjárfesta. Business módelið gengur út á að fjárfestingarnar skili meiri hagnaði heldur en því sem nemur útgreiðslu bóta. Svo er mismuninum stungið í vasan.
Í raun fínt fyrir fjárfestingabanka sem vantar meiri annara-manna-pening til að leika sér með.
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 15:21
af worghal
rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/07/28/meira_en_raudi_liturinn_sameini_vis_og_islandsbanka/
Nú er verið að tala upp VÍS, það eru endalausar fréttir um félagið...
Af hverju ætti tryggingafélag að sameinast banka?
Það væri næstum eins og ef Íslandsbanki mundi kaupa Icelandair til að bjóða sínum viðskiptavinum ódýrari flugmiða...
Hvaða ábati eða samlegð er á milli þessara aðila?
Yðri þetta ekki barea til þess að önnur tryggingafélög mundu forðast að versla við íslandsbanka?
reyndar þá er ég að græða á því að vörður er undir arion banka, ég fær lægri tryggingar með því að vera með allt mitt hjá verði og arion.
fæ símtal á hverju ári frá tryggingar sala sem checkar og alltaf er ég með lægra en þeir gætu annars boðið mér í bílatryggingar en ég er þegar með

p.s. ég er enginn fan af bönkunum og tryggingarfélögunum og mun halda áfram að hrauna yfir arion banka, tryggingarfélög og aðra banka
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 16:34
af rapport
worghal skrifaði:rapport skrifaði:https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2025/07/28/meira_en_raudi_liturinn_sameini_vis_og_islandsbanka/
Nú er verið að tala upp VÍS, það eru endalausar fréttir um félagið...
Af hverju ætti tryggingafélag að sameinast banka?
Það væri næstum eins og ef Íslandsbanki mundi kaupa Icelandair til að bjóða sínum viðskiptavinum ódýrari flugmiða...
Hvaða ábati eða samlegð er á milli þessara aðila?
Yðri þetta ekki barea til þess að önnur tryggingafélög mundu forðast að versla við íslandsbanka?
reyndar þá er ég að græða á því að vörður er undir arion banka, ég fær lægri tryggingar með því að vera með allt mitt hjá verði og arion.
fæ símtal á hverju ári frá tryggingar sala sem checkar og alltaf er ég með lægra en þeir gætu annars boðið mér í bílatryggingar en ég er þegar með

p.s. ég er enginn fan af bönkunum og tryggingarfélögunum og mun halda áfram að hrauna yfir arion banka, tryggingarfélög og aðra banka
Alveg eins og Íslandsbanki og VÍS eru að gera í dag... óþarfi að fyrirtæki þurfi að vera í eigu sömu aðila til að útbúa tilboð fyrir viðskiptavini.
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 16:39
af rapport
Stutturdreki skrifaði:Ah, sé að þú trúir þeim algenga misskilningi að tryggingafélög séu aðeins að geyma peninga til að greiða tryggingabætur þegar eitthvað kemur upp á.
Tryggingafélög eru fjárfestingafélög, safna iðgjöldum í feita sjóði sem eru notaðir til að fjárfesta. Business módelið gengur út á að fjárfestingarnar skili meiri hagnaði heldur en því sem nemur útgreiðslu bóta. Svo er mismuninum stungið í vasan.
Í raun fínt fyrir fjárfestingabanka sem vantar meiri annara-manna-pening til að leika sér með.
Já, það er akkúrat það sem pirrar mig. Ég vil aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi.
Ef þetta hefði verið aðskilið þá hefði bankahrunið hér haft miklu minni áhrif á almenning. Það er endalaust verið að bjóða neytendum einhverja flókna fjármálagjörninga en ekki basic örugga og trausta fjármálaþjónustu.
Það er ekki hægt að taka lán á Íslandi nema finnast eins og maður sé að braska með sína fjárhagslegu framtíð.
Re: Að tala upp verð
Sent: Þri 29. Júl 2025 19:25
af natti
Þeir tóku svosem svona hring upp úr aldamótum líka...
https://www.islandsbanki.is/is/grein/saga-bankans skrifaði:Nafnið Íslandsbanki var tekið upp fyrir starfsemi bankans í heild árið 2001. Íslandsbanki var í fararbroddi við að innleiða nýjungar á íslenskum fjármálamarkaði. Í kjölfarið kaupir Íslandsbanki Sjóvá — Almennar tryggingar.
Re: Að tala upp verð
Sent: Fös 01. Ágú 2025 10:58
af olihar
Þar sem umræðan færðist líka yfir í Tryggingafélögin sem eru jú bara fjárfestingarfélög, með allar sínu fallegu auglýsingar með alla skælbrosandi á sjónvarpsskjánum þar sem allir ertu svo öruggir að vera gripnir ef eitthvað kemur upp á.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... erulega_a/
Re: Að tala upp verð
Sent: Fös 01. Ágú 2025 12:09
af rapport
Tryggingar eru dýrari á Íslandi en erlendis og almennt er fólk verr tryggt á Íslandi þ.e.a.s. fólk fær tjón sitt ekki jafn vel bætt.
Þetta er líklega geiri sem mun koma illa út úr inngöngu í EU og því á að reyna selja þetta dýrt núna því að það er fyrirséð að þessi félög munu lækka í verði á stífari markaði... þar sem hugsanlega þyrfti að keppa við evrópsk tryggingafélög...
Re: Að tala upp verð
Sent: Lau 02. Ágú 2025 02:44
af russi
rapport skrifaði:Tryggingar eru dýrari á Íslandi en erlendis og almennt er fólk verr tryggt á Íslandi þ.e.a.s. fólk fær tjón sitt ekki jafn vel bætt.
Þetta er líklega geiri sem mun koma illa út úr inngöngu í EU og því á að reyna selja þetta dýrt núna því að það er fyrirséð að þessi félög munu lækka í verði á stífari markaði... þar sem hugsanlega þyrfti að keppa við evrópsk tryggingafélög...
Það var einhver sem hélt því fram að þessi íslensku tryggingarfélög séu bara alls ekki tryggingarfélög, þeas í þeim skilningi eins og er erlendis. Þetta séu í raun félög sem kaupa tryggingar erlendis og framselja áfram. Eftir að hafa heyrt þetta kannaði ég málið lauslega og ég er ekki frá því að í þessu er þó nokkur sannleikur. Allavega myndi þetta útskýra að einhverju leiti afhverju tryggingar eru töluvert dýrari hér á landi.
Re: Að tala upp verð
Sent: Lau 02. Ágú 2025 10:15
af Revenant
russi skrifaði:rapport skrifaði:Tryggingar eru dýrari á Íslandi en erlendis og almennt er fólk verr tryggt á Íslandi þ.e.a.s. fólk fær tjón sitt ekki jafn vel bætt.
Þetta er líklega geiri sem mun koma illa út úr inngöngu í EU og því á að reyna selja þetta dýrt núna því að það er fyrirséð að þessi félög munu lækka í verði á stífari markaði... þar sem hugsanlega þyrfti að keppa við evrópsk tryggingafélög...
Það var einhver sem hélt því fram að þessi íslensku tryggingarfélög séu bara alls ekki tryggingarfélög, þeas í þeim skilningi eins og er erlendis. Þetta séu í raun félög sem kaupa tryggingar erlendis og framselja áfram. Eftir að hafa heyrt þetta kannaði ég málið lauslega og ég er ekki frá því að í þessu er þó nokkur sannleikur. Allavega myndi þetta útskýra að einhverju leiti afhverju tryggingar eru töluvert dýrari hér á landi.
Öll tryggingarfélög (nema etv. þau stærstu í heiminum) kaupa
endurtrygginar til að dreifa sinni áhættu og geta boðið upp á hærri vátryggingarfjárhæðir. Þau bera samt alltaf sjálfsábyrgð í hverju tjóni.
Sem dæmi þurfti TM aðeins að borga
150 milljónir úr sínum vátryggingarsjóðum meðan endurtryggingar þeirra borguðu 900 milljónir út af tjóni sem var metið upp á 1050 milljónir.
Re: Að tala upp verð
Sent: Lau 02. Ágú 2025 17:03
af rapport
Re: Að tala upp verð
Sent: Lau 02. Ágú 2025 18:47
af rapport