Kosningaspjallið

Allt utan efnis

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1305
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaspjallið

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Nóv 2016 09:39

depill skrifaði:Lestu aðeins það sem ég segi að ofan. Mér finnst 34% launahækkun fáranleg. Ég er að segja þetta er ekki plott hjá núverandi ríkisstjórn að bíða með þetta fram yfir kosningar.


Þú lést fylgja skjáskot án samhengis frá einhverri dömu þar sem það hljómaði eins og gagnrýni á þessar nýjustu fréttir ætti ekki rétt á sér.

Enn framar segir þú að það eigi að djöflast í kjararáði en ekki alþingismönnum. Það er að mínu mati kolvitlaus nálgun þar sem eins og bent hefur verið á, er kjararáð skipað af alþingi og alþingi eitt hefur vald til þess að breyta fyrirkomulaginu.

Svipað eins og þegar menn eru að hamast á Útlendingastofnun, þegar það er nokkuð augljóst að það er enginn vilji frá ríkisstjórninni til að breyta nokkru.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 216
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaspjallið

Pósturaf depill » Þri 01. Nóv 2016 10:00

Tiger skrifaði:
depill skrifaði:Ef þetta væri kynnt mánuði, jafnvel 6 mánuður á undan kosningum myndi það hafa áhrif á úrslit kosninga og það er ekki eðlilegt heldur.


Afhverju væri það ekki eðlilegt? Ef fólk er að berjast fyrir gegnsæi og burt með spillingu, myndi ég segja að ekkert annað væri eðlilegra en hafa svona uppá borðum fyrir kosninga.

Vegna þess að fólk er viðkvæmt fyrir peningum alltaf, þótt þetta hefði verið 1% launahækkun myndu samt alltaf núverandi ríkisstjórn ( sem gæti næst verið ríkisstjórn sem þér líka við ) gjalda fyrir það þótt að hún myndi ekki ákveða það sjálf ( enda myndi það aldrei vera eðlilegt ).


Klemmi skrifaði:
depill skrifaði:Lestu aðeins það sem ég segi að ofan. Mér finnst 34% launahækkun fáranleg. Ég er að segja þetta er ekki plott hjá núverandi ríkisstjórn að bíða með þetta fram yfir kosningar.


Þú lést fylgja skjáskot án samhengis frá einhverri dömu þar sem það hljómaði eins og gagnrýni á þessar nýjustu fréttir ætti ekki rétt á sér.

Enn framar segir þú að það eigi að djöflast í kjararáði en ekki alþingismönnum. Það er að mínu mati kolvitlaus nálgun þar sem eins og bent hefur verið á, er kjararáð skipað af alþingi og alþingi eitt hefur vald til þess að breyta fyrirkomulaginu.

Svipað eins og þegar menn eru að hamast á Útlendingastofnun, þegar það er nokkuð augljóst að það er enginn vilji frá ríkisstjórninni til að breyta nokkru.


Klemmi, já ég lét fylgja skjáskot ( er að giska að þú sért að tala um frá Facebook ) þar sem ég vitna í það að það sé engin tilviljun hvenær fréttin sé sett út ( hún er aftur ekki að réttlæta launahækkunina ).

Aftur ég hef sagt hér kjararáð er úrelt, mér finnst hugmyndin hans Guðjóns góð varðandi að láta alþingismenn fylgja almennum launahækkunum í þjóðfélaginu. Það eru til fínar vísitölur fyrir það..

Ef við notum launavísitölu og notumst við laun alþingismanna Janúar 2009 - 520.000 kr - launavísital 355,7 þá væru laun alþingismanna í dag 796.738 kr sem væri eðlilegri staður.

En þetta er ekki spilling hvenær þessi yfirlýsing er gefin út og er í samræmi við aðrar launahækkanir sem kjararáð hefur ákveðið. Mér finnst ekkert af því eðlilegt, en mér finnst tímasetningin ekki óeðlilegt sem er punkturinn minn. Kjararáð er ekkert nýtt og aðrir stjórnmálaflokkar hafa alveg fengið séns til að leggja það niður.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1305
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaspjallið

Pósturaf Klemmi » Þri 01. Nóv 2016 10:23

depill skrifaði:Klemmi, já ég lét fylgja skjáskot ( er að giska að þú sért að tala um frá Facebook ) þar sem ég vitna í það að það sé engin tilviljun hvenær fréttin sé sett út ( hún er aftur ekki að réttlæta launahækkunina ).


Þú vitnaðir ekki í eitt né neitt á þessari mynd, skelltir henni bara inn án þess samhengis. Ég sé enga leið til þess að skilja það að þessi status, án frekara samhengis, sé ekki að réttlæta launahækkunina, heldur frekar þveröfugt.

En við erum þá komnir á sömu blaðsíðu og mér sýnist sammála um að þessar launahækkanir séu meiri heldur en góðu hófi sæmir, sérstaklega í ljósi umræðunnar um hóflegar launahækkanir.

depill skrifaði: Kjararáð er ekkert nýtt og aðrir stjórnmálaflokkar hafa alveg fengið séns til að leggja það niður.

Ég er svo ungur og vitlaus að ég man ekki eftir jafn ríflegum hækkunum og við höfum verið að sjá síðustu ár, lítil ástæða til að leggja niður ráð sem að sinnir sinni vinnu af sanngirni og sátt við þjóðfélagið í heild. En kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég skal ekki segja.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 216
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kosningaspjallið

Pósturaf depill » Þri 01. Nóv 2016 11:01

Klemmi skrifaði:Þú vitnaðir ekki í eitt né neitt á þessari mynd, skelltir henni bara inn án þess samhengis. Ég sé enga leið til þess að skilja það að þessi status, án frekara samhengis, sé ekki að réttlæta launahækkunina, heldur frekar þveröfugt.

Ég greinilega skyldi hana öðruvísi en þú, en jú get skilið það


Klemmi skrifaði:En við erum þá komnir á sömu blaðsíðu og mér sýnist sammála um að þessar launahækkanir séu meiri heldur en góðu hófi sæmir, sérstaklega í ljósi umræðunnar um hóflegar launahækkanir.

depill skrifaði: Kjararáð er ekkert nýtt og aðrir stjórnmálaflokkar hafa alveg fengið séns til að leggja það niður.

Ég er svo ungur og vitlaus að ég man ekki eftir jafn ríflegum hækkunum og við höfum verið að sjá síðustu ár, lítil ástæða til að leggja niður ráð sem að sinnir sinni vinnu af sanngirni og sátt við þjóðfélagið í heild. En kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég skal ekki segja.


Það er alveg rétt hjá þér svona rífleg launahækkun hefur ekki áður verið ákveðin af kjararáði eins og sést á þessu grafi ( enn hefur samt verið að gera það jafnt við alla hópa sem kjararáð ákveður fyrir ). Þó það hafi verið ákveðin inneign eftir var hún bara ekki svona mikil.

Mynd

Og svo ekki jafn fallegt visualzation ( en hitt virkaði ekki vel á hagstofa og ég nenni ekki of miklu efforti ) hjá okkur hinum lúðunum

Mynd