Síða 29 af 35

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Mið 06. Apr 2022 04:41
af jonfr1900
Í kjölfarið á fjöldamorðum Rússa. Þá á að herða viðskiptaþvinganir ennþá meira og meðal annars banna innflutning á kolum og væntanlega draga úr innflutning eða hætta alveg með innflutning á gasi og olíu frá Rússlandi.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Mið 06. Apr 2022 08:13
af codemasterbleep
jonfr1900 skrifaði:Í kjölfarið á fjöldamorðum Rússa. Þá á að herða viðskiptaþvinganir ennþá meira og meðal annars banna innflutning á kolum og væntanlega draga úr innflutning eða hætta alveg með innflutning á gasi og olíu frá Rússlandi.


Er þetta tillaga þín eða eitthvað sem er búið að ákveða?

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Mið 06. Apr 2022 10:22
af nidur
codemasterbleep skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Í kjölfarið á fjöldamorðum Rússa. Þá á að herða viðskiptaþvinganir ennþá meira og meðal annars banna innflutning á kolum og væntanlega draga úr innflutning eða hætta alveg með innflutning á gasi og olíu frá Rússlandi.


Er þetta tillaga þín eða eitthvað sem er búið að ákveða?


Sé ekki betur en að hann lesi fréttir og skrifi þær svo hingað inn.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Mið 06. Apr 2022 14:26
af jonfr1900
codemasterbleep skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Í kjölfarið á fjöldamorðum Rússa. Þá á að herða viðskiptaþvinganir ennþá meira og meðal annars banna innflutning á kolum og væntanlega draga úr innflutning eða hætta alveg með innflutning á gasi og olíu frá Rússlandi.


Er þetta tillaga þín eða eitthvað sem er búið að ákveða?


Þetta er ákvörðun sem Evrópusambandið er búið að taka. Hvaða áhrif þetta mun hafa veit ég ekki en efnahagur Rússlands er orðin mjög slæmur nú þegar vegna gildandi viðskiptaþvingana.

Europe is finally coming after Russia's energy (CNN)

EU targets Russian coal and ships in new sanctions (BBC News)

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Mið 06. Apr 2022 19:25
af Storm
playman skrifaði:Ef einhverjir hafa ennþá efa um hrottaskap rússa þá er þetta fínt video.


Hér er verið að safna saman upplýsingum um stríðsglæpi rússa ásamt öðru í þessu stríði og flokka inná Trello á skipulegan hátt. Ef einhver getur skrollað í gegnum "War crimes inc. combat footage" flokkinn, skoðað margt þar og ennþá haldið að rússar hafa eithvað til síns máls þá er sá aðili bara ekki viðbjargandi.

https://trello.com/b/qLUkOFKo/ukrain-russian-war

Btw margt NSFW/NSFL þarna inni en er skilmerkilega merkt sem slíkt

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 02:57
af HalistaX

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 08:18
af Climbatiz
time to kick the war into the 5th gear
https://www.congress.gov/bill/117th-con ... /3522/text

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 09:15
af Predator
Climbatiz skrifaði:time to kick the war into the 5th gear
https://www.congress.gov/bill/117th-con ... /3522/text


Sé ekki að þetta breyti miklu um stöðuna. Einfaldar bara fyrir forseta Bandaríkjanna að styðja Úkraínumenn með vopnum þar sem hann þarf ekki lengur samþykki þingsins og flýtir þar af leiðandi fyrir mögulega ákvarðanatöku sem gæti annars kostað líf í Úkraínu.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 13:08
af Dropi
Climbatiz skrifaði:time to kick the war into the 5th gear
https://www.congress.gov/bill/117th-con ... /3522/text

Þetta er alvöru stuðningur við Úkraínu, og gott að sjá þetta skref af hálfu BNA.
Fyrir þá sem ekki vita hvernig Lend-Lease bjargaði Evrópu í WW2 og endurgreiddi Evrópa greiðann með því að leyfa herstöðvar í sínum löndum eftir stríð þá er wiki greinin um Lend-Lease frá seinni heimstyrjöldinni fræðandi. Þetta er ekki bein stigmögnun á ástandinu en getur vissulega leitt til þess að stríðið fari upp um gír þegar Úkraínumenn fara að fá meiri aðstoð og vopn til að endurtaka austrið.

https://en.wikipedia.org/wiki/Lend-Lease
The Lend-Lease policy, formally titled An Act to Promote the Defense of the United States (Pub.L. 77–11, H.R. 1776, 55 Stat. 31, enacted March 11, 1941),[1] was a program under which the United States supplied the United Kingdom (and British Commonwealth), Free France, the Republic of China, and later the Soviet Union and other Allied nations with food, oil, and materiel between 1941 and 1945. Loaned on the basis that such help was essential for the defense of the United States, this aid included warships and warplanes, along with other weaponry. It was signed into law on March 11, 1941, and ended on September 20, 1945. In general, the aid was free, although some hardware (such as ships) were returned after the war. In return, the U.S. was given leases on army and naval bases in Allied territory during the war. Canada operated a similar smaller program called Mutual Aid.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 16:05
af jonfr1900
Samkvæmt þessari hérna frétt BT í Danmörku þá trúir Putin því að NATO muni hrynja og áhrif Bandaríkjanna í heiminum muni minnka eða hverfa alveg.

Tidligere oligark om Putins vision: 'NATO vil kollapse' (BT)

Það er einnig að gerast að Rússland er að reyna að hertaka austurhluta Úkraínu. Hversu langt Rússland ætlar inn í Úkraínu er ekki ljóst en miðað við stöðu Rússlands hingað til. Þá er ljóst að Rússland mun ekki komast langt inn og engar líkur á því að Rússland nái að halda herteknu svæðunum sem voru tekin árið 2014 auk Krímsskaga.

Fjöldamorð Rússlands eru einnig að koma betur í ljós þar sem Rússar hafa hörfað af svæðum sem þeir hertóku í skamman tíma.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 17:42
af rapport
0-5 - Íslenska kvennalandsliðið að láta Hvíta-Rússland finna fyrir því - https://www.ruv.is/sjonvarp/beint/ruv

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fim 07. Apr 2022 18:52
af Moldvarpan
rapport skrifaði:0-5 - Íslenska kvennalandsliðið að láta Hvíta-Rússland finna fyrir því - https://www.ruv.is/sjonvarp/beint/ruv


Pungur í því :crazy :fly

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fös 08. Apr 2022 14:35
af jonfr1900
Rússland ræðst skipulega á almenna borgara og núna á lestarstöð þar sem fólk var að reyna að flýja innrás Rússlands inn í Úkraínu.

Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk (Rúv.is)

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Fös 08. Apr 2022 23:54
af appel
Núna þegar ljóst er að hernaðarmarkmið rússa nást ekki, og stjórnin í Úkraínu/Kænugarði heldur sessi og Úkraínustjórn heldur enn um nær allt land sitt, og rússar eru að hörfa til Donbass, þá eigi vesturlönd að láta hné fylgja kviði. NATÓ, ESB, o.fl. ættu að byrja að senda inn miklu skæðari vígbúnað til úkraínumanna. Þá er ég ekki að tala um javelin eða álíka eldflaugar, heldur alvöru loftvarnarkerfi, skriðdreka, herþotur einnig, artillery, langdrægnari eldflaugar (100-200 km). Big heavy weapons, ekki svona skæruhernaðarvopn.

Tryggja að úkraínumenn hafi alvöru hertæki til að berjast við rússa og valda þeim verulegu tjóni.
Það gerir það að verkum að rússaher er eyðilagður eða verulega skaðaður svo hann hafi ekki getu til að ráðast inn í önnur lönd.
Ásamt því að tryggja að Úkraína hafi nægilega sterkan her til að reka rússa í burtu af sínu landssvæði og taka aftur yfir stjórn á Donbass.
Veit ekki með krím-skagann.

En það verður áhugavert að sjá hvernig úkraínumenn endurskipuleggja sig til að berjast við rússana í austri og suðri. Líklega verður forgangurinn settur á suðrið og ná því landssvæði sem var tekið í þessu stríði, Mariopol sérstaklega, Kherson og svæðið þar.

Svo hefði ég viljað byrja að sjá covert aðgerðir til að steypa þessum einræðisherra í hvíta-rússlandi af stóli.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 02:27
af jonfr1900
Það er möguleiki á að þeir hermenn sem voru við Chernobyl í Úkraínu eigi bara eitt til tvö ár eftir ólifað vegna geislamengunar sem þeir tóku í sig þegar þeir voru þar. Þetta er ekki ennþá staðfest en möguleiki.

https://twitter.com/nuclearkatie/status ... 5142699008

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 02:34
af jonfr1900
Rússneskur hermaður tók upp mjög geislavirkt cobalt-60 og það var svo mikið að það fór upp fyrir hæstu gildi á nálægum geislamæli. Viðkomandi hermaður er væntanlega dauður núna vegna geislaveiki.

https://twitter.com/xeni/status/1512586537979953159

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 04:18
af Climbatiz
jonfr1900 skrifaði:Rússland ræðst skipulega á almenna borgara og núna á lestarstöð þar sem fólk var að reyna að flýja innrás Rússlands inn í Úkraínu.

Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk (Rúv.is)



Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 11:20
af depill
Climbatiz skrifaði:


Nennti ekki að horfa á þetta allt. Enn les alveg tass og rt og svona nokkrun vegin heyrt afsökunina frá Rússum. Ég bara skil ekki hvernig þetta á að ganga upp. Ennfremur þeir aðilar sem lesa Tass og RT, hljóta að skilja hvernig Rússar fela aðeins of mikið.

Rússar hafa notað þessi loftskeyti oft þar á meðal í Sýrlandi, eiga þetta, jú Úkraníu menn eiga þetta líka. Þetta myndband er sambærilegt við propaganda sem RT og Tass halda fram.

Ég bara næ ekki alveg fólki sem er að reyna réttlæta þessa innrás frá Rússum. Það eru allir sammála um að Úkranía réðst ekki inní Rússland(reyndar vill Rússland kalla þetta "Sérstök her aðgerð", hvernig getur fólk réttlæt dráp á svona mikið af fólki, eyðingu á borgum o.s.frv.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 13:40
af appel
depill skrifaði:
Climbatiz skrifaði:


Nennti ekki að horfa á þetta allt. Enn les alveg tass og rt og svona nokkrun vegin heyrt afsökunina frá Rússum. Ég bara skil ekki hvernig þetta á að ganga upp. Ennfremur þeir aðilar sem lesa Tass og RT, hljóta að skilja hvernig Rússar fela aðeins of mikið.

Rússar hafa notað þessi loftskeyti oft þar á meðal í Sýrlandi, eiga þetta, jú Úkraníu menn eiga þetta líka. Þetta myndband er sambærilegt við propaganda sem RT og Tass halda fram.

Ég bara næ ekki alveg fólki sem er að reyna réttlæta þessa innrás frá Rússum. Það eru allir sammála um að Úkranía réðst ekki inní Rússland(reyndar vill Rússland kalla þetta "Sérstök her aðgerð", hvernig getur fólk réttlæt dráp á svona mikið af fólki, eyðingu á borgum o.s.frv.


Ég hef komist á þá skoðun að þeir sem styðja rússa eru einfaldlega andlega veikir einstaklingar, það er ekkert hægt að ræða við þetta fólk.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 14:22
af rapport
Það er líka skrítið að þeir sem ég þekki og afsaka Rússa eru þeir sem þola illa innflytjendur og útlendinga.

Afsökun Rússa er að Úkraína kom illa feam við Rússa sem bjuggu í landinu.

Þessi rökleysa á sér engin mörk hjá sumum og fyrir vikið trúverðugleikinn farinn þegar ræða á um þetta eða bara hvað sem er annað.

Þetta fólk hlítur að einangrast samfélagslega í einhverju költi.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 14:39
af HalistaX
Hvernig er það, hafiði eitthvað kíkt inná síðuna hjá Útvarp Saga?

Ég sá einhvern tímann komment undir frétt á einhverjum miðlinum þar sem stóð að viðkomandi myndi almennt ekki hætta viðskiptum við fyrirtæki einhvers vegna skoðana viðkomandi, en Útvarp Saga hefði gengið of langt í þetta skiptið og yrði sniðgengið það sem eftir væri...

Ég var náttúrulega búinn að steingleyma því að Útvarp Saga væri thing og kíkti þarna inná.

Ég veit ekki hvort þau séu með Rússunum í liði en það sem ég tók eftir var að þau eru amk ekki með Úkraínu í liði.

Röklausar slander "fréttir," bara eitthvað rugl og ennþá meira bull.

Minnti mig á þegar ég ráfaði inná einhverja Ameríska "frétta" síðu sem leit út eins og eitthvað sem maður myndi finna inná 'hinu' internetinu, með myndir af fólki og sagt að það fólk hafi dáið útaf Covid bólusetningu en ekkert sem styður það argument, engin rök, ekkert source, ekki neitt... Fake News eins og einhver stjórnmálamaður vestanhafs talaði svo mikið um á sínum tíma.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 14:43
af Climbatiz
appel skrifaði:Ég hef komist á þá skoðun að þeir sem styðja rússa eru einfaldlega andlega veikir einstaklingar, það er ekkert hægt að ræða við þetta fólk.


er nú í raun andlega veikur, þó held ég að það sé alveg hægt að ræða við mig

rapport skrifaði:Það er líka skrítið að þeir sem ég þekki og afsaka Rússa eru þeir sem þola illa innflytjendur og útlendinga.

Afsökun Rússa er að Úkraína kom illa feam við Rússa sem bjuggu í landinu.

Þessi rökleysa á sér engin mörk hjá sumum og fyrir vikið trúverðugleikinn farinn þegar ræða á um þetta eða bara hvað sem er annað.

Þetta fólk hlítur að einangrast samfélagslega í einhverju költi.


er mjög mikið fyrir útlendinga og innflytjendur og reyni að hjálpa við þá þegar ég get, hef verið að gera Couchsurfing síðastliðin 11 ár og hef haft yfir 1000 túrista frá um 70 löndum gista hjá mér í gegnum tíðina, allt frí gisting, ... ekki nema CouchSurfing sé einhver költ :Þ

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 16:10
af jonfr1900
Það er mikið af öfga-hægri mönnum sem trúa á áróðurinn sem kemur frá Rússlandi. Þetta er samkvæmt hönnun frá Rússlandi, þar sem áróðurinn er hannaður þannig að hann nær þessu fólki inn á einhverjum veikleika sem hrjáir það. Þetta mun ekkert lagast á næstu mánuðum á meðan þetta gengur yfir.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 16:52
af HalistaX
appel skrifaði:Núna þegar ljóst er að hernaðarmarkmið rússa nást ekki, og stjórnin í Úkraínu/Kænugarði heldur sessi og Úkraínustjórn heldur enn um nær allt land sitt, og rússar eru að hörfa til Donbass, þá eigi vesturlönd að láta hné fylgja kviði. NATÓ, ESB, o.fl. ættu að byrja að senda inn miklu skæðari vígbúnað til úkraínumanna. Þá er ég ekki að tala um javelin eða álíka eldflaugar, heldur alvöru loftvarnarkerfi, skriðdreka, herþotur einnig, artillery, langdrægnari eldflaugar (100-200 km). Big heavy weapons, ekki svona skæruhernaðarvopn.

Löndin í kring sem eiga svipað dót og Úkraínumenn hafa verið að senda svipað dót og þeir eru að nota nú þegar.

Held að málið sé bara að það er eiginlega ekkert hægt að vera að láta Austur Evrópuland fá einhver 2023 módel af skriðdrekum og dóti frá NATO, NATO búnir að eyða hundruðum klukkustunda í að læra á dótið á meðan ríki við landamæri Rússlands aðallega verið að nota Rússneskt dót síðan þeir voru báðir undir sama rassi fyrir 35 árum.

Maður hefur heyrt um T-7X skriðdreka og MiG þotur frá Póllandi, sem eiga einmitt mjög svipað dót og Úkraínumenn eru nú þegar að nota. Það er náttúrulega ekkert hægt að senda eitthvað dót sem þarf að eyða tug klukkutíma í að kenna mönnum hvernig á að nota. Minnir meira að segja að Pólland hafi gefið Úkraínu eitthvað af sínum MiG en fengið eitthvað NATO dót í staðinn, því þeir hafa þá tíma til þess að læra á það, á meðan Úkraína hefur ekki tíma.

Javelin anti armor eldflaugakerfið er mjög einfalt í notkun, fire and forget, ekkert mál að læra á það on the go því það er þannig lagað séð lítið til að læra á þegar tölvan sér um allt nema að miða. En þegar við erum að tala um eitthvað flott dót frá löndum vestan við Pólland, þá er mjög takmarkað noobfriendly dót sem hægt er að gefa.

Javelin og hvað það er user friendly, auðvelt að læra á in the field, er risastór partur af því að Rússunum hefur gengið svona illa hingað til.

Javelin eldflaugin er 2 stage, sem þýðir að Reactive Armor á Rússnenskum skriðdrekum hefur engin áhrif. Reactive Armor er s.s. smávegis sprengja utaná skriðdrekanum sem skynjar að það sé eitthvað á leiðinni í hann og sprengir það áður en shape charge'ið sem þarf að ná snertingu fyrir penetration nær snertingu. En því Javelin er 2 stage rocket system, þá sprengir stage 1 Reactive Armor'ið, á meðan stage 2 er shape charge sem nær full penetration. Á móti étur Reactive Armor RPG-7 anti tank eldflaugar, því þær eru bara 1 stage shape charge.

Þetta er ekki alveg eins einfalt og í tölvuleikjunum en miðað við learning curve'ið á því að fara úr MiG yfir í F-35 þá gæti það alveg eins verið það. Ein svona flaug og bæði skriðdrekinn og allir inní honum eru úr leik.

Ég man ekki eftir því að hafa heyrt um counter measures á móti Javelin. Þetta er bara ÞAÐ flott dót.

Re: Rússland ræðst inn í Úkraínu í annað skiptið

Sent: Lau 09. Apr 2022 17:07
af jonfr1900
CNN sýnir það sem Rússar skyldu eftir eftir sig þegar þeir höfurðu frá norður Úkraínu.