Síða 25 af 27

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 03:35
af Viktor
GullMoli skrifaði:http://blockexplorer.auroracoin.eu/chain/AuroraCoin

Hvað er í gangi?

Yfir 100 blocks komnir á síðustu 20min og fáránlegar upphæðir úr sumum þeirra.


Hvað er í gangi?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 03:41
af halldorjonz
Nei.

Þetta er allt planað, þetta var kóðað þannig að á Block 5400 þá er myndað nýtt upphaf. RESET basicly... Núna á allt að vera miklu fljótara.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 03:44
af Sidious
http://forum.auroracoin.org/viewtopic.php?f=8&t=129

Kóði: Velja allt

March 17th: A hard fork has been implemented.

Rules on block timestamps altered
Forks at block 5400
Gravity well added
Block time halved, reward halved, halving time doubled

Blokkur 5400 fór í gegn núna áðan og síðan þá hraðinn aukist gríðarlega.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 03:50
af GullMoli
Sidious skrifaði:http://forum.auroracoin.org/viewtopic.php?f=8&t=129

Kóði: Velja allt

March 17th: A hard fork has been implemented.

Rules on block timestamps altered
Forks at block 5400
Gravity well added
Block time halved, reward halved, halving time doubled

Blokkur 5400 fór í gegn núna áðan og síðan þá hraðinn aukist gríðarlega.



Talað um þetta á Bitcointalk foruminu sem "51% attack".

https://bitcointalk.org/index.php?topic ... msg5961812

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 03:56
af vikingbay
svo þetta ævintýri er basically bara búið...

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 04:06
af halldorjonz

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 13:07
af rapport
vikingbay skrifaði:svo þetta ævintýri er basically bara búið...



WUT?

Er það ?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 13:16
af GönguHrólfur
Ætti ég að casha út fyrir 0.5 BTC y/n? frekar niðurdrepandi að fylgjast með þessu lækka í virði hvern dag..

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 13:17
af tdog
Við hverju búist þið? Það er öllum sagt að selja og svo skilur fólk ekkert í því þegar gengið hríðfellur?
Takk fyrir að rýra virði AURanna gott fólk.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 13:24
af Olafst
Þetta er greinilega ágætis kennslustund fyrir marga í framboðs- og eftirspurnarlögmálum hagfræðinnar.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 13:49
af GönguHrólfur
Ég er að pæla í að reyna að selja mína 160 sem ég á, á 0.007 BTC á stykkið, og byrja síðan að kaupa ef að þetta byrjar að hækka í virði aftur, er bara skíthræddur við að þetta verði einskis virði eftir einhverja daga, en hver veit, ég vill bara ekki taka áhættuna..

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 14:03
af Matti21
tdog skrifaði:Við hverju búist þið? Það er öllum sagt að selja og svo skilur fólk ekkert í því þegar gengið hríðfellur?
Takk fyrir að rýra virði AURanna gott fólk.

Það hjálpar augljóslega ekki hversu margir eru að selja en það hefðu allir átt að búast við ágætis lækkun eftir airdropið þegar 10 milljónir AUR fóru út í kerfið. Því meiri pening sem þú "prentar" því minna virði verður hann. Held að AUR-inn hafi frekar verið óeðlilega hár í byrjun og sé núna að ná "raunvirði".

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:00
af rapport
en þessar sögur um að þetta hafi verið hackað einhvernvegin eru s.s. bara bull?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 18:14
af Haxdal
rapport skrifaði:en þessar sögur um að þetta hafi verið hackað einhvernvegin eru s.s. bara bull?

voru einhverjir á bitcoin spjallborðinu að tala um að það hafi verið gert 51% attack á blockchainið, en svo komið í ljós að það hafi verið misskilningur og þetta hafi bara verið multipools að skipta yfir á Auroracoin þegar að 5400 forkið fór í gang þar sem þá var auðveldara að mæna það og að þetta "multiple forks" í kjölfarið (sem gerist við 51% attacks) hafi verið klúður í sambandi við 5400 forkið sem sé búið að leysa. Ég sel þetta samt ekki dýra en ég keypti það (er að tala um það sem ég hef lesið, ekki aurora coins .. lélegt málstæki í þessu samhengi). Er harla einhver sérfræðingur í þessu crypto coins dóti, byrjaði að kynna mér þetta við airdroppið fyrir nokkrum dögum.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 19:04
af Ulli
Hérna eru eh að lenda í því að geta ekki sótt þessa coins sem voru úthlutað?
Virkar ekki að auðkénna í gegnum fb eða gsm minn.. :thumbsd

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 20:02
af GönguHrólfur
Ulli skrifaði:Hérna eru eh að lenda í því að geta ekki sótt þessa coins sem voru úthlutað?
Virkar ekki að auðkénna í gegnum fb eða gsm minn.. :thumbsd


Sama hér, frekað feilað system.

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 20:16
af aggibeip
Kannski repost en hvar get ég séð gengi gjaldmiðilsins ?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 20:19
af Haxdal
GönguHrólfur skrifaði:
Ulli skrifaði:Hérna eru eh að lenda í því að geta ekki sótt þessa coins sem voru úthlutað?
Virkar ekki að auðkénna í gegnum fb eða gsm minn.. :thumbsd


Sama hér, frekað feilað system.

Eina sem ég veit er að nafnið á Facebook (+ staður og afmælisdagur) eða ja.is verður að stemma 100% við þjóðskrá. Þýðir ekki að búa til nýjan facebook account, það mun ekki virka.
Getur flett upp kennitölunni þinni á þjóðskrá í gegnum einkabanka til að sjá hvernig það er skráð þar, t.d. er nafnið mitt asnalega skráð í þjóðskrá og er 2 stöfum sleppt og það þurfti að stemma við já.is.

Getur svo breytt nafninu þínu á facebook eða skráningunni á ja.is ef það er eitthvað ósamræmi í gangi.

Kannski repost en hvar get ég séð gengi gjaldmiðilsins ?

http://coinmarketcap.com/mineable-all.html eða umbreytt í ISK á http://katla.forritun.org/aurora

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Lau 29. Mar 2014 21:46
af beatmaster
Það hefur ekkert verið rætt um þetta hérna, er það?

Ja.is hefur lokað fyrir umferð fyrirtækisins að baki Auroracoin um vef sinn. Auroracoin skrapaði vefinn, sem svo er kallað, til að ná í upplýsingar. Það var gert í leyfisleysi, að sögn Dagnýjar Laxdal hjá Já.

Dagný segir að starfsmenn hafi orðið varir við að verið væri að sækja upplýsingar inn á vefinn í gegnum sérsniðin forrit, sem kallað er að skrapa. Forrit Auroracoin notuðu vefinn þannig til að staðfesta skráningar og dreifa mynt út frá símanúmerum, en höfðu ekki til þess leyfi frá Ja.is. Enn er óljóst hver stendur að baki Auroracoin.


Tekið af http://www.ruv.is/frett/lokudu-a-auroracoin

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Sun 30. Mar 2014 21:29
af vikingbay
ég varð að deila þessu með ykkur!
Mynd

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Sun 30. Mar 2014 23:03
af sopur
systir min gaf mer pappírsveskið sitt, hvernig get eg komist yfir aurana sem er í veskinu ?

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Sun 30. Mar 2014 23:16
af Sera
sopur skrifaði:systir min gaf mer pappírsveskið sitt, hvernig get eg komist yfir aurana sem er í veskinu ?


Importar þá inn í rafræna veskið þitt.

Help - Debug window - console
Skrifar í línuna importprivkey privatkey(hér áttu að setja kóðann hennar í staðinn fyrir orðið privatkey)

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Sun 30. Mar 2014 23:21
af sopur
haha já eg áttaði mig á því, takk kærlega fyrir :)

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mán 31. Mar 2014 11:43
af CurlyWurly
Jæja, þetta er loksins farið að hækka aftur! \:D/

Einmitt núna er Auroracoin búinn að hækka um 100,22% síðustu 24 tímana!

EDIT: tæpum klukkutíma seinna stendur hækkunin í 129,79%, Auroracoin er kominn aftur yfir 4$ og þar með kominn aftur í 3. hæsta market cap af crypto-currencies gott fólk!

EDIT 2: rúmum 2 tímum síðar er hækkunin orðin 197,04%, auroracoin er í c.a. 5,5$, gaman að fyljgast með þessu!

Re: Auroracoin - AUR - nýr rafrænn íslenskur gjaldmiðill

Sent: Mán 31. Mar 2014 12:17
af Lunesta
to the moon!