Síða 3 af 3

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Lau 19. Okt 2019 16:59
af Opes
Mossi__ skrifaði:Svanur

Jáog/eða hjakkast svona í manni.. þegar það er ógrynni af bílum fyrir framan mann og allir eru á sömu ferð.

Bara.. gaur..


Drullið ykkur bara yfir á vinstri akrein ef þið eruð ekki að taka fram úr. Lið sem hangir á vinstri akrein fer mest í taugarnar á mér og eykur slysahættu gríðarlega. Þetta er ekki flókið, hægri akrein ef þú ert ekki að taka framúr og það er alveg óháð því á hvaða hraða þú ert.

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Lau 19. Okt 2019 20:22
af Glazier
Talandi um vinstri akreinina og að vera fyrir... Þið sem sjáið ekkert að því að vera á vinstri akrein fyrir þeim sem keyra "alltof hratt" að ykkar mati eða yfir hámarkshraða, þið hafið ekki hugmynd um afhverju viðkomandi er að flýta sér.

T.d. búa þyrlumenn Landhelgisgæslunnar vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið, þegar þeir eru á bakvakt og kallið kemur þá vona ég bara að sjálfskipaðar löggur í umferðinni drulli sér frá þegar þeir blikka háu ljósunum á vinstri akrein!
Sama er hægt að segja um björgunarsveitir, það kemur stundum fyrir að þær fá útkall þar sem tími skiptir öllu máli, t.d. slys á sjó, það getur verið eldur í bát, eða bátur að sökkva og björgunaraðilar komast ekki af stað fyrr en öll áhöfnin er mætt, þá gæti viðkomandi þurft að komast leiðar sinnar á eða rétt yfir hámarkshraða en getur það ekki vegna sjálfskipaðrar löggu á vinstri akrein, það tefur viðbragðstíma björgunaraðila og er ekki gott fyrir neinn. Flestir þessir aðilar hafa setið námskeið í forgangsakstri og gæta að öryggi sín og annara þó þeir aki örlítið hraðar en aðrir á leið í útkall.

Svo gæti þetta bara verið einhver á leiðinni með konuna sína að fæða barn, einhver með fárveikt eða slasað barn sem þarf að komast á slysó... drullið ykkur bara frá ef einhver blikkar ykkur, þið hafið ekki hugmynd um afhverju hann er að flýta sér!

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Lau 19. Okt 2019 20:44
af rapport
Fólk fer til helvítis ef það heldur áfram að ræða umferðina í þessum þræði...

og svo fer fólk til helvítis fyrir að vera svona fokking neikvætt alltaf og að skilja ekki kaldhæðni

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Sun 20. Okt 2019 21:22
af GuðjónR
Þessi fer beinustu leið til helvítis...

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mið 23. Okt 2019 06:28
af rbe
72680118_10220580773537739_7963465160352333824_n_edited.jpg
Re: Fólk fer til helvítis fyrir að... halda jól ? :guy

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mið 23. Okt 2019 08:17
af kjartanbj
sigurdur skrifaði:...aka austur Bústaðaveg framhjá Öskjuhlíð á vinstri akrein, meðfram bílaröðinni og troða sér svo inn í röðina á hægri akrein til að beygja niður á Kringlumýrarbraut. Óvenjuhátt hlutfall miðaldra karla á dýrum jeppum (siðblindir)...


Mér finnst fólkið sem hleypir þessum ösnum inn í röðina vera alveg jafn miklir asnar, tefur fyrir öllum þessi endalausa árátta að vera troðast inn í raðir á síðustu stundu

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mið 23. Okt 2019 08:24
af kjartanbj
hagur skrifaði:Fólk sem kann ekki á aðreinar, stoppar "efst" í reininni og bíður eftir að komast inná akbrautina, í staðinn fyrir að nota aðreinina til að komast á umferðarhraða og stinga sér svo inn þegar færi gefst.

Það fer í taugarnar á mér.


það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér, eins og það sé bara engin ökukennsla hérna á íslandi, þetta er virkilega algengt td þegar maður er að koma úr skeifunni og tekur slaufuna á leið út á Miklubraut til að fara upp ártúnsbrekku, fólk stoppar við enda slaufunnar/byrjun aðreinarinnar og bíður eftir að komast beint inná , þegar aðreinin er amsk 200m löng og svo tekur við strætó akrein þannig það er léttast í heimi að ná umferðarhraða þar og færa sig yfir

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Sun 27. Okt 2019 20:04
af rapport
... að fara á Scootertónleika.


Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mán 28. Okt 2019 17:38
af rbe
Fólk fer til helvítis fyrir að... eyða lífi sínu i að hanga á vaktin.is

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mán 28. Okt 2019 19:05
af Sporður
rbe skrifaði:Fólk fer til helvítis fyrir að... eyða lífi sínu i að hanga á vaktin.is



:mad :mad :mad

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mán 28. Okt 2019 19:50
af Viktor
rbe skrifaði:Fólk fer til helvítis fyrir að... eyða lífi sínu i að hanga á vaktin.is


:( :dissed :hnuss

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 29. Okt 2019 20:14
af natti
Af því að fólk er að vitna í umferðarlög hérna og misjafna túlkun á þeim, þá langar mig að benda á eitt atriði úr þeim.
17. gr., 1.mgr skrifaði: Ökumaður skal, áður en hann snýr ökutæki eða ekur því aftur á bak, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra.

Hafið það í huga að ef þið lendið í því að vera vitlaus og bakka á e-ð og fáið lögregluaðstoð (eruð ekki með tjónatilkynningu og Akstur&Öryggi not available), þá getið þið fengið sekt fyrir vikið, þar sem þið voruð að búa til "óþægindi fyrir aðra".
Ein af mínum fyrstu umferðarlagasektum.

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Mið 30. Okt 2019 08:40
af rapport
natti skrifaði:Af því að fólk er að vitna í umferðarlög hérna og misjafna túlkun á þeim, þá langar mig að benda á eitt atriði úr þeim.
17. gr., 1.mgr skrifaði: Ökumaður skal, áður en hann snýr ökutæki eða ekur því aftur á bak, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra.

Hafið það í huga að ef þið lendið í því að vera vitlaus og bakka á e-ð og fáið lögregluaðstoð (eruð ekki með tjónatilkynningu og Akstur&Öryggi not available), þá getið þið fengið sekt fyrir vikið, þar sem þið voruð að búa til "óþægindi fyrir aðra".
Ein af mínum fyrstu umferðarlagasektum.


Agreed, þú ferð til helvítis fyrir þetta... :guy :guy :guy

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Fös 20. Des 2019 22:27
af rapport
Sá fólk lenda í litlum árekstri um daginn í fjölfarinni götu. Báðir bíla ökufærir og engin slys. 30 min seinna, báðir bílarnir enn á götunni og fólkið inn í bíl að klára tjónaskýrslu.

Er ekki regla no 1, 2 og 3 að koma sér úr umferðinni ef það verða slys, að vera akkúrat ekki fyrir og hugsanlega valda slysum á sjálfum sér eða öðrum.

Hef séð svona meira að segja á Miklubrautinni, að Akstur og Öryggi eru að aðstoða fólk úti á miri götu sem svo keyrir bara í burtu þegar allir pappírar eru klárir.

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 07. Jan 2020 08:01
af rbe
lesa vaktina.is

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 07. Jan 2020 09:01
af Mossi__
Rbe.

Vantar þig knús?

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 07. Jan 2020 09:57
af worghal
rapport skrifaði:Sá fólk lenda í litlum árekstri um daginn í fjölfarinni götu. Báðir bíla ökufærir og engin slys. 30 min seinna, báðir bílarnir enn á götunni og fólkið inn í bíl að klára tjónaskýrslu.

Er ekki regla no 1, 2 og 3 að koma sér úr umferðinni ef það verða slys, að vera akkúrat ekki fyrir og hugsanlega valda slysum á sjálfum sér eða öðrum.

Hef séð svona meira að segja á Miklubrautinni, að Akstur og Öryggi eru að aðstoða fólk úti á miri götu sem svo keyrir bara í burtu þegar allir pappírar eru klárir.

mamma lennti í svipuðu við sprengisand á beygjuakgreininni inn á bústaðarveg einn veturinn.
það var ekkert of mikið af snjó en það fóru nokkrir aftan á hvorn annan og þar með mömmu, hún einmitt stakk upp á því í rólegheitunum að færa bílana frá þar sem það voru engar rosalegar skemmdir og bílarnir voru ökuhæfir og það var bara öskrað á hana að það þyrfti allt að vera eins og það er fyrir sönnunargögn lögreglu, svo þegar lögreglan kom þá var það fyrsta sem Lögreglan gerir er að skipa öllum að færa sig ef að það er ekki slys á fólki #-o

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 07. Jan 2020 10:42
af Sydney
worghal skrifaði:það var bara öskrað á hana að það þyrfti allt að vera eins og það er fyrir sönnunargögn lögreglu

Pældu í því hvað það væri þægilegt ef fólk væri alltaf með myndavél með sér.

Bíddu nú hægur....

Re: Fólk fer til helvítis fyrir að...

Sent: Þri 07. Jan 2020 10:50
af brikir
Tiger skrifaði:
svanur08 skrifaði:Þegar maður keyrir á hámarkshraða og bíllinn fyrir aftan er alveg í rassgatinu á manni og blikkar ljósin, mjög pirrandi.


Þá færiru þig að sjálfsögðu nema þú sért að taka framúr, þá kláraru það og færir þig svo yfir á hægri.

Vinstri akgrein einungis til að taka framúr, sama á hvaða hraða þú ert.


Þetta er því miður rétt hjá þér. Hljómar öfugsnúið, en raunveruleikinn er sá að ef þetta er ekki reglan þá eru einmitt þessir "ökuníðingar" mest líklegir til þess að taka þá bara fram úr þér hægra megin. Það, plús hvers kyns akreinaflökt, skapar mun aukna hættu. Þú þarft bara að komast yfir það hvað það er ósanngjarnt að þeir virða ekki reglurnar jafn vel og þú, annars ert þú beinn liður í því að auka hættu í umferðinni.