Síða 3 af 3

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Lau 26. Nóv 2016 13:59
af tdog
urban skrifaði:Þetta video finnst mér sýna galla skólakerfisins vel.
https://www.facebook.com/viralthread/vi ... 533248648/


Nýja námsskráin gefur vel aukna möguleika á einstaklingsmiðuðu námi, líklegast það góða við útópískuna.

Það er bara ekki fjármagn í skólakerfinu til þess að framkvæma það, til þess þarf fleiri kennara, fækka í bekkjum, auka stuðning við nemendur, efla iðn- og listgreinanám.

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Lau 26. Nóv 2016 14:17
af Sterinn
Ég vinn með kennara sem er með 20-30 ára starfsreynslu en hann er sagði mér að hann sé með 470 þúsund fyrir skatt

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Lau 26. Nóv 2016 19:07
af rapport
tdog skrifaði:
urban skrifaði:Þetta video finnst mér sýna galla skólakerfisins vel.
https://www.facebook.com/viralthread/vi ... 533248648/


Nýja námsskráin gefur vel aukna möguleika á einstaklingsmiðuðu námi, líklegast það góða við útópískuna.

Það er bara ekki fjármagn í skólakerfinu til þess að framkvæma það, til þess þarf fleiri kennara, fækka í bekkjum, auka stuðning við nemendur, efla iðn- og listgreinanám.



Í stað þess að greiða meira núna, þá mun samfélagið tapa gríðarlegu fé seinna meir.

En það er um að gera að hætta þessum fíflalátum að hafa svona löng sumarfrí, við erum ekki að nota börnin sem þræla í búskapnum lengur.

En skipulag samfélagsins er svo rotið, þetta er bara eitt lítið dæmi.

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Lau 26. Nóv 2016 21:54
af tdog
Já nákvæmlega.

Skólakerfið gæti verið svo mikið skilvirkara og betra ef því væri skipt upp í þrjár annir, jan-mar, apr- jun, aug-des.
Einn mánuður í frí fyrir grunnskólabörn ætti að vera nóg. Þetta myndi líka auka „flæðið“, s.s. fyrstu vikurnar í upphafi hverrar annar fara bara í upprifjun því það gleymist svo mikið yfir sumarið.

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Sun 27. Nóv 2016 01:20
af g0tlife
Lækka laun þingmanna í 400-500 þús á mánuði. Þá myndu bara þeir sem virkilega vilja gera eitthvað fyrir landið vera þar

Re: Hver eru laun kennara?

Sent: Mán 28. Nóv 2016 11:05
af linenoise
Lexxinn skrifaði:
linenoise skrifaði:Ég að besserwizza.


Vóóóó hvaða bezzerwizzer er mættur, "ungt fólk hugsar ekki raunsætt um framtíðina"?

Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir ekki nógu mikla reynslu nú til dags af umgengni við fólk á aldrinum 16-24 ára. Sjálfur er ég 21 árs í námi. Allir vinir mínir og nákomnir sem hafa valið sér láglaunastörf á við kennarann, sjúkraþjálfara eða slíkt gera sér fullkomlega grein fyrir laununum. Þetta fólk hefur það sameiginlegt að hafa ákveðna skoðun á því hvað það vill gera í framtíðinni og stefnir þar af leiðandi að því.

[klippt]
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hvað það kostar að reka heimili og hverjir framtíðarkostir mínir eru eins og flest allir nákomnir mér sem ég hef rætt við um námið þeirra.


Sko, ég þekki alveg smá af fólki á þessum aldri í skóla. Allt það fólk sem ég þekki á þessum aldri býr hjá foreldrum sínum. Þeir sem búa hjá foreldrum sínum hafa núll hugmynd um hvað það kostar að búa því þau hafa aldrei reynt það.

Ég þekki líka fullt af fólki yfir þrítugu sem valdi sér láglaunastörf út frá áhuga og er langt frá því að ná endum saman. Þeir sem ná endum saman eiga maka í hálaunastarfi eða búa heima hjá mömmu og pabba eða eru barnlaus og leigja herbergi. Systir mín er einstæður kennari og hefur verið það lengi. Hún lifir mjög spart, en þarf reyndar að eiga bíl. Hún nær endum saman með því að leigja út barnaherbergið á Airbnb, nánast viðstöðulaust. Hún gengur líka oft úr húsi og gistir hjá mömmu til að leigja út alla íbúðina.

Og svona svo það sé á hreinu. Ég er ALLS EKKI að hvetja fólk til að fara í eitthvað sem það hefur ekki áhuga á. Ég er að gagnrýna kjör láglaunastétta.