Síða 2 af 2

Re: Windows 7 lokun

Sent: Mið 15. Jan 2020 18:54
af Moldvarpan
Þá rokka ég bara hálfvitaskapinn.

Mér er skítsama hvað öðrum finnst.

Re: Windows 7 lokun

Sent: Mið 15. Jan 2020 19:12
af thorn411
Ég var lengi íhaldsamur og notaði win 7 lengi og síðar win 8, fór þó fyrir skemmstu í "upgrade to win 10", mjög einfalt ferli sem var ekkert vesen, öll forrit og gögn héldu sér óbreytt, þú færð löglegt win 10 ókeypis með upgrade leiðinni og getur straujað tölvuna síðar með skotheldu win 10. (þarft ekki að kaupa það á svarta net markaðnum) Er mun betra en ég hélt, snöggt að keyra sig upp, létt í keyrslu, netöryggi betra en í win 7 og virðist mun stöðugra en fyrri windows stýrikerfi sem voru þó orðin all góð.

Stuðningur við jaðartæki sýnist mér líka vera góður, en það er einn helsti ókostur við Linux sem hefur þó mörg frábær stýrikerfi. Ubuntu, Linux mint, Kubuntu, Manjaro. Lubuntu. Listinn er langur en jaðartækin virka þó alltaf hjá Microsoft sem er ótvíræður kostur fyrir neytandann sem kaupir þau oft dýrum dómum og fátt er meira pirrandi en stýrikerfi með dauð jaðartæki.
Linux virkar þó stundum vel og getur lífgað gamlar tölvur upp frá dauðum og gaman er að leika sér að. :megasmile

Re: Windows 7 lokun

Sent: Mið 15. Jan 2020 19:13
af dreymandi
nú er eins og ég hafi ekki mátt setja inn um team w.eiver hér inn því nú kemst eg ekki inn þar sem kemur texti að forritið hafi verið notað fyrir "commercial use" not private :(

Re: Windows 7 lokun

Sent: Fös 17. Jan 2020 01:26
af Nariur
dreymandi skrifaði:nú er eins og ég hafi ekki mátt setja inn um team w.eiver hér inn því nú kemst eg ekki inn þar sem kemur texti að forritið hafi verið notað fyrir "commercial use" not private :(

Geturðu sett villuskilaboðin hérna inn?
Varstu að uppfæra eða kom þetta úr lausu lofti?


Moldvarpan skrifaði:Þá rokka ég bara hálfvitaskapinn.

Mér er skítsama hvað öðrum finnst.


Þetta er svolítið eins og reykingar. Það eina sem ég get gert er að upplýsa fólk um hversu heimskulegt það er.
Gerðu það sem þér sýnist. Ég ætla ekki að stoppa þig.

Re: Windows 7 lokun

Sent: Fös 17. Jan 2020 18:11
af dreymandi
Nariur skrifaði:
dreymandi skrifaði:nú er eins og ég hafi ekki mátt setja inn um team w.eiver hér inn því nú kemst eg ekki inn þar sem kemur texti að forritið hafi verið notað fyrir "commercial use" not private :(

Geturðu sett villuskilaboðin hérna inn?
Varstu að uppfæra eða kom þetta úr lausu lofti?


.----- Nei hef ekkert uppfært bara stuttu eftir ég hafði talað um forritið hér þá opnaðist í aðaltölvunni þá droppaði upp síða þar sem koma valmöguleikar til að kaupa áskrift.
þá kom þessi texti :

action Required

Team.vievwer is being used commercially by you or your connection partner
your session will terminate within minutes

The free version of team.viewer is for private use only (án punktsins)

komst svo inn en hent út eftir ca. mínútu. Og lokað fyrir að reyna tengjast aftur í um tíu mín.

reyndi svo aftur og þá hélst það inni góða stund.

svo reyndi ég að tengjast núna þá kom sami texti og hent út eftir eina mínútu.

Re: Windows 7 lokun

Sent: Fös 17. Jan 2020 19:17
af Nariur
Þeir benda manni á þessa síðu fyrir það:

https://www.teamviewer.com/en/support/c ... suspected/

Re: Windows 7 lokun

Sent: Fös 17. Jan 2020 19:49
af dreymandi
Nariur skrifaði:Þeir benda manni á þessa síðu fyrir það:

https://www.teamviewer.com/en/support/c ... suspected/


hæ, fatta ekki hvað þeir eru að standa í þessu þar sem ég er að nota fyrir private use.

(færðu ekki private message frá mér samt eða)?

Re: Windows 7 lokun

Sent: Fös 17. Jan 2020 23:02
af Nariur
dreymandi skrifaði:
Nariur skrifaði:Þeir benda manni á þessa síðu fyrir það:

https://www.teamviewer.com/en/support/c ... suspected/


hæ, fatta ekki hvað þeir eru að standa í þessu þar sem ég er að nota fyrir private use.

(færðu ekki private message frá mér samt eða)?


Forritið heur séð eitthvað "grunsamlegt". Farðu bara í gegn um þetta ferli og þeir redda þér.

Ég fékk skilaboðin, en var búinn að svara hér áður en ég sá þau. Lét það svar bara duga.

Re: Windows 7 lokun

Sent: Lau 18. Jan 2020 12:25
af daremo
Nariur skrifaði:

Moldvarpan skrifaði:Þá rokka ég bara hálfvitaskapinn.

Mér er skítsama hvað öðrum finnst.


Þetta er svolítið eins og reykingar. Það eina sem ég get gert er að upplýsa fólk um hversu heimskulegt það er.
Gerðu það sem þér sýnist. Ég ætla ekki að stoppa þig.


Það eru raunverulegar ástæður fyrir því að nota ekki Win10. Spyware, adware og miklu verra customisation en í fyrri Windows útgáfum er það sem einkennir Win10 svolítið fyrir mér. Ég hef prófað það almennilega, en mun aldrei nota það framar.

Flestir á þessu spjalli eru svokallaðir power-users og eru vel í stakk búnir til að nota stýriskerfi sem fá ekki öryggisuppfærslur lengur. Ef þú getur það ekki þá mátt þú alveg nota eitthvað byrjendavænt.

Og já reykingar veita fólki vellíðan, og sumt fólk þarf bara andlegt vellíðan í sitt líf og sættir sig við áhættuna.

Hættu að vera svona mikill besserwisser og prófaðu stundum að skilja viðhorf annarra í kringum þig O:)

Re: Windows 7 lokun

Sent: Lau 18. Jan 2020 12:42
af darkppl
Nota bara Linux eða MacOS þá ef maður treystir ekki windows?
annars þá er windows 10 orðið fínt þrátt fyrir það að það séu spyware þá er líklegast flestar vefsíður sem þú notar að selja upplysingarnar þínar og ekki nóg með það þá er facebook með integration allstaðar svo þeir eru líklegast að tracka allt líka.

hætta bara nota rafmagnstæki? eða nota frá 1980-1990?

En það að nota gamalt windows(hugbúnað) býr til áhættur þrátt fyrir að maður veit margt og allir misklárir er þá er maður samt mannlegur og getur gert mistok.

Re: Windows 7 lokun

Sent: Lau 18. Jan 2020 19:45
af Nariur
daremo skrifaði:Það eru raunverulegar ástæður fyrir því að nota ekki Win10. Spyware, adware og miklu verra customisation en í fyrri Windows útgáfum er það sem einkennir Win10 svolítið fyrir mér. Ég hef prófað það almennilega, en mun aldrei nota það framar.

Það er rétt. Það ERU ástæður til að nota ekki W10. Það eru bara MUN BETRI ástæður til að nota ekki W7. Við ættum að hneykslast í Microsoft yfir gagnasöfnuninni, en það er hægt að slökkva á meirihlutanum og þetta er heimurinn sem við búum í í dag og það eru aðrir aðilar með þessi gögn anyway. Apple og Linux eru réttu lausnirnar til að díla við það. Ekki úrelt stýrikerfi.
"verra customization": Um hvað ertu eiginlega að tala?!

daremo skrifaði:Flestir á þessu spjalli eru svokallaðir power-users og eru vel í stakk búnir til að nota stýriskerfi sem fá ekki öryggisuppfærslur lengur. Ef þú getur það ekki þá mátt þú alveg nota eitthvað byrjendavænt.

Þetta er hættulega kolrangt há þér. Sem dæmi, þá er Windows XP gatasigti og ætti ekki að vera nettengt. Það er bara tímaspursmál hvenær 7 verður þannig.

daremo skrifaði:Og já reykingar veita fólki vellíðan, og sumt fólk þarf bara andlegt vellíðan í sitt líf og sættir sig við áhættuna.

Það breytir nákvæmlega engu um hversu heimskulegt það er.

daremo skrifaði:Hættu að vera svona mikill besserwisser og prófaðu stundum að skilja viðhorf annarra í kringum þig O:)

Það kemur fyrir að ég er smá besserwisser, en er ekki að því í þetta skipti. Ég veit um hvað ég er að tala.
Almenn "best prectices" á netinu halda ekki tölvu sem hefur ekki fengið security update í tvö ár plús öruggri. Það má ekki gleyma að stuðningur fyrir forrit fer líka svo fólk er að nota óöruggan browser á óöruggu stýrikerfi o.s.frv. Eitt rangt click. Exploit keyrt. Tölvan komin í botnet. Sérstaklega ef notandinn er reglulega á torrentsíðum.


EKKI halda áfram að nota Windows 7 til lengri tíma. Ef þið hatið Windows 10 af einhverri ástæðu, notið þá Linux eða kaupið makka.